Stefnir LV vegna aldursbundinna skerðinga Sjóðfélagi hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur stefnt sjóðnum vegna breytinga á samþykktum sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli aldurshópa. Í stefnunni er þess krafist að breytingin verði dæmd ógild og að viðurkennt verði með dómi að lífeyrissjóðnum hafi verið óheimilt að lækka lífeyrisréttindi með þessum hætti. 14.3.2023 12:19
Hætta á nærri 40 milljarða króna framúrkeyrslu kostnaðar Ákveðnir kostnaðaliðir hjá ríkinu, einkum vaxtagjöld og lífeyrisskuldbindingar, gætu farið nærri 40 milljörðum fram úr þeim áætlunum sem lágu að baki síðasta fjárlagafrumvarpi fyrir þetta ár. Á móti þessu geta svo komið fjárlagaliðir sem eru undir fjárheimildum, auk þess sem til staðar er almennur varasjóður á fjárlögum hvers árs sem ætlaður er til að koma til móts við óvænt útgjöld 13.3.2023 12:26
Staðfesti umdeildar breytingar þrátt fyrir andmæli FME Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fordæmalausar breytingar á samþykktum lífeyrissjóða, sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli kynslóða, þrátt fyrir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefði gefið neikvæða umsögn og ráðlagt ráðuneytinu að synja sjóðunum staðfestingu. Að mati eftirlitsins er ekki lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag. 11.3.2023 10:01
Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær. 8.3.2023 09:00
Gildi sér engin rök fyrir nýjum reglum um tilnefningarnefndir Gildi lífeyrissjóður hallast að því að nýleg lagaákvæði, sem lögfesta setu stjórnarmanns í tilnefningarnefndum banka og fela nefndunum það hlutverk að leggja mat á störf framkvæmdastjóra, þarfnist endurskoðunar. Enginn haldgóður rökstuðningur sé fyrir þessum breytingum og reynslan sýni að almennt sé óheppilegt að stjórnarmenn sitji í tilnefningarnefndum. 8.3.2023 06:58
Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár. 7.3.2023 12:56
Gildi oftast eina mótstaðan á markaði gegn launaskriði forstjóra Launakjör forstjóra Símans og fjárfestingafélagsins Skel eru úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs. Hann segir að lífeyrissjóðurinn sé oftast eini fjárfestirinn á markaði sem stendur á móti straumnum þegar kemur að starfskjarastefnum skráðra félaga. 7.3.2023 08:58
„Stjórnarmenn hafa ekkert að gera í tilnefningarnefndum“ Stjórnarmenn sem sitja í tilnefningarnefnd hjá sama fyrirtæki hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur til stjórnar og beina hagsmuni af tiltekinni niðurstöðu sem fer ekki endilega saman við hagsmuni fyrirtækisins, hluthafa þess eða annarra haghafa. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt fagfjárfestum, stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun. 6.3.2023 07:00
Lífeyrissjóðir vilja að stjórnarmenn hverfi úr tilnefningarnefndum Lífeyrissjóðir hafa ítrekað gert athugasemdir við það að stjórnarmaður smásölufélagsins Festar sitji jafnframt í tilnefningarnefnd félagsins. Samantekt Innherja sýnir að um helmingur þeirra félaga sem starfrækja tilnefningarnefnd hafa komið því í kring að minnst einn stjórnarmaður eigi sæti í nefndinni. 4.3.2023 08:01
Forstjóri Nova varar við auknum fordómum á uppgjörsfundi Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, lýsti yfir áhyggjum sínum af skautun þjóðfélagsumræðunnar, vaxandi kynþáttahatri og auknum fordómum í garð hinsegin fólks á uppgjörsfundi fjarskiptafélagsins í gær. Er þetta líklega í fyrsta sinn sem forstjóri skráðs félags í Kauphöllinni tekur fyrir málefni af þessu tagi á uppgjörsfundi með fjárfestum. 3.3.2023 13:30