Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Víga­menn leggja undir sig út­hverfi höfuð­borgarinnar

Uppreisnar- og vígamenn í Sýrlandi leggja nú undir sig hvert úthverfið á eftir öðru í Damaskus, höfuðborg landsins. Talsmaður yfirvalda í Sýrlandi þvertekur fyrir það að forseti ríkisins, Bashar al-Assad, hafi lagt á flótta.

Færri fá jóla­tré en vilja

Jólatrjásala Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur hófst á mánudaginn og eru trén strax farin að rjúka út. 

Sunnan stormur og ekkert ferða­veður

„Sunnan stormur á morgun, hlýnandi veður og talsverð rigning sunnan- og vestantil seinnipartinn, talverðar líkur á asahláku með vatnavöxtum. Ekkert ferðaveður.“

„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“

„Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ 

Bíll valt í Garða­bæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki.

Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjöl­býlis­húsi

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þrír slasaðir eftir sprengingu í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Haag-borg í Hollandi í morgun. Hluti hússins hrundi við sprenginguna klukkan 6:15 í morgun og hafa viðbragðsaðilar verið að störfum á vettvangi í allan dag.

Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok

TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það.

Talinn hafa yfir­gefið borgina um borð í rútu

Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 

Var hótað eftir út­gáfu bókarinnar

„Eiginlega getum við sagt að öll þjóðin ætti smávegis að skammast sín fyrir þetta. Það er að hafa ekki talað um þetta meira sín á milli út frá þeim upplýsingum sem voru til staðar í máli mann á milli, á þessum tíma.“

Sjá meira