Líklegt að tvö hundruð svín hafi drepist í eldsvoða Allt tiltækt lið Brunavarna Austur-Húnvetninga var kallað í morgun vegna elds í svínabúi við Skriðuland í Langadal. Talið er að rúmlega tvö hundruð svín hafi drepist í brunanum en þó er útlit fyrir að tekist hafi að bjarga fimm til sex hundruð svínum. 6.2.2023 10:12
Fréttakviss vikunnar: Ertu að fylgjast nógu vel með? Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 4.2.2023 09:01
Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. 3.2.2023 12:06
Úr bæjarstjórastól í forstjórastól OR Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson, bæjarstjóra á Akranesi, í starf forstjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi. 3.2.2023 10:13
Greiða 67 þúsund á fermetra fyrir stækkun lóða við Sundlaugartún Eigendur Einimels 18, 24 og 26 greiða að meðaltali 67.897 krónur á fermetra til borgarinnar fyrir stækkun á lóðum þeirra við Sundlaugartún. Áætlað er að borgin fái samtals um sextán milljónir í sinn hlut í viðskiptunum. 3.2.2023 09:47
Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. 2.2.2023 15:51
Sautján milljarða hagnaður Landsbankans á krefjandi ári Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða á síðasta ári. Bankaráð bankans hyggst leggja til að greiddur verði 8,5 milljarðar í arð til eigenda bankans vegna reksturs síðasta árs. Bankastjóri bankans segir árið hafa verið krefjandi. 2.2.2023 13:56
Lestur Fréttablaðsins hrynur Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks. 2.2.2023 13:29
Anna skákar Guðrúnu í fyrsta sinn Nafnið Anna er orðið algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi og steypir þar með nafninu Guðrún í fyrsta sinn af stóli sem algengasta kvennmannsnafn Íslands. 2.2.2023 10:57
Spá elleftu hækkuninni í röð Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 2.2.2023 10:31