„Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu svokallað gerði afar lítið úr sínum þætti úr málinu. Hann sagði meðákærðu mála mun verri mynd af þætti hans en raunin væri. Hann væri einfaldlega ökumaður sem hefði ekki þorað að gera neitt af ótta við að verða sjálfur beittur ofbeldi. 25.8.2025 14:43
Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri. 25.8.2025 13:57
Tilgangurinn að ná í „easy money“ Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes. 25.8.2025 12:37
Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. 25.8.2025 11:28
Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Þyrslusveit Landhelgisgæslunnar sinnti í morgun útkalli vegna veiks skipverja á rússnesku fiskiskipi. Tvær þyrlur voru notaðar í útkallinu þar sem skipið var langt úti á hafi. Önnur þyrlan var svo notuð til að sækja slasaða göngukonu strax í kjölfarið. 19.8.2025 12:19
„Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi. 19.8.2025 12:03
Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Faðir á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn í sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. 18.8.2025 18:31
Eldur á Kleppsvegi Eldur kom upp undir klæðningu í blokk á Kleppsvegi í Reykjavík. Slökkvilið er á vettvangi. 18.8.2025 13:20
Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. 18.8.2025 13:13
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14.8.2025 18:00