Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp. 7.3.2025 22:19
Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum. 7.3.2025 13:00
Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm. 6.3.2025 15:06
Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir því að dómurum við Hæstarétt verði fækkað, líkt og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til. Aðrar tillögur sem snúa að málefnasviði dómsmálaráðuneytisins falla ráðherra betur í geð. 6.3.2025 11:41
Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5.3.2025 19:45
Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Formaður BHM telur ljóst að hagræðingartillaga til ríkisstjórnar, sem snýst um réttindi opinberra starfsmanna, komi greinilega frá hagsmunahópum í atvinnulífinu. Alvarlegt sé að engir útreikningar til stuðnings tillögunni liggi fyrir. 5.3.2025 13:27
Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Ólöglega lagðir bílar, hjartnæm kveðjustund formanns, endurtalning vegna tæpustu kosningaúrslita sem um getur, kampavínsbjalla, bann við lausagöngu Framsóknarmanna, táraflóð, taumlaus gleði og baráttuandi eru allt orð sem koma upp í hugann þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi er gerður upp. Vísir var á landsfundi. 5.3.2025 07:03
Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4.3.2025 15:27
Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Nýr meirihluti í borginni hefur sýnt á spilin með aðgerðaráætlun sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í dag. 4.3.2025 14:08
Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Gert er ráð fyrir að stöðugildum hjá Stjórnarráðinu fækki um 7,8 og 362 milljónir sparist þegar breytt skipan ráðuneyta tekur gildi síðar í mánuðinum. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sem lagt verður niður færist til í starfi og verður verkefnastjóri áhersluverkefna. Húsnæði undir ráðuneytið verður á leigu til 2027. 4.3.2025 11:45