Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. október 2025 18:49 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34
Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16