Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kókaín­neysla Ís­lendinga nær sér á strik eftir Co­vid

Doktor í líf- og læknavísindum segir að frárennsli á höfuðborgarsvæðinu sýni greinilega aukna notkun kókaíns. Neyslan hafi minnkað í faraldrinum. Talið sé að aukin velmegun geti útskýrt breytt neyslumynstur landsmanna.

Vilja nota skrif­stofu­hús­næði undir flótta­fólk

Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk.

Hundrað milljóna miði keyptur í Reykja­vík

Fimm hlutu annan vinning í Eurojackpot í dag og hlutu rétt tæpar 100 milljónir hver. Einn miðanna var keyptur í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðanna voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi.

„Maður fær eigin­lega bara svona í hjartað“

„Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás.

Jónsi í Sigur Rós lagði ríkis­skatt­stjóra

Landsréttur hefur vísað kröfu á hendur Jónsa í Sigur Rós vegna skattamáls hljómsveitarinnar frá héraðsdómi. Ríkisskattstjóri ákvað að falla frá áfrýjun dómsmála á hendur þriggja af fjögurra hljómsveitarmeðlima, sem allir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Eftir stóð Jónsi – og endurskoðandi hans.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknaði í þaki nýbyggingar í Garðabæ. Talið er að um hafi verið að ræða sprengingar í gaskútum en engin slys urðu á fólki. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við varðstjóra í beinni útsendingu.

Sjá meira