Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 00:34 Eins og sést á myndinni voru vegfarendur í mikilli fjarlægð þegar sprengingin varð. Einn gaskútanna þeyttist um hundrað metra frá byggingunni, í átt að vegfarendunum. Skjáskot Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. Myndbandið, tekið af Christiaani Braga, má sjá hér að neðan. Aríel Pétursson, sem sést hlaupa fyrir miðju á myndbandinu, býr í næsta húsi við Eskiás. Hann ætlaði að kanna hvort einhver væri slasaður, þar sem viðbragðsaðilar voru ekki mættir á vettvang. Slökkviliðið mætti fljótlega, og sneri Aríel þá við, en í sömu andrá sprakk kútur númer tvö eins og sést á myndbandinu. „Í rauninni er bara mikil mildi að enginn hafi orðið fyrir fljúgandi kútum. Eftir fyrstu sprenginguna skokkaði ég þarna niður eftir því mér sýndist kútastæðan ekki vera þar sem eldtungurnar voru, þá fór ég aðeins nær til þess að sjá hvort einhver væri slasaður á svæðinu,“ segir Aríel í samtali við fréttastofu. Eins og fyrr segir þeyttust gaskútarnir tugi metra. Annar hafnaði á bíl sem gjöreyðilagðist og sá síðari skaust líklega um hundrað metra. Eins og sést á myndbandinu eru Aríel, og aðrir vegfarendur, í töluverðri fjarlægð frá byggingunni. „Gaskúturinn lenti svona á að giska tveimur, þremur metrum frá mér þegar ég var að hlaupa í burtu og kíkti til baka til að stefna mín myndi ekki verða sú sama og kútsins. En fyrst að enginn slasaðist og skemmdir urðu ekki meiri en svo þá er þetta bara dagur eins og hver annar,“ segir Aríel að lokum. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Myndbandið, tekið af Christiaani Braga, má sjá hér að neðan. Aríel Pétursson, sem sést hlaupa fyrir miðju á myndbandinu, býr í næsta húsi við Eskiás. Hann ætlaði að kanna hvort einhver væri slasaður, þar sem viðbragðsaðilar voru ekki mættir á vettvang. Slökkviliðið mætti fljótlega, og sneri Aríel þá við, en í sömu andrá sprakk kútur númer tvö eins og sést á myndbandinu. „Í rauninni er bara mikil mildi að enginn hafi orðið fyrir fljúgandi kútum. Eftir fyrstu sprenginguna skokkaði ég þarna niður eftir því mér sýndist kútastæðan ekki vera þar sem eldtungurnar voru, þá fór ég aðeins nær til þess að sjá hvort einhver væri slasaður á svæðinu,“ segir Aríel í samtali við fréttastofu. Eins og fyrr segir þeyttust gaskútarnir tugi metra. Annar hafnaði á bíl sem gjöreyðilagðist og sá síðari skaust líklega um hundrað metra. Eins og sést á myndbandinu eru Aríel, og aðrir vegfarendur, í töluverðri fjarlægð frá byggingunni. „Gaskúturinn lenti svona á að giska tveimur, þremur metrum frá mér þegar ég var að hlaupa í burtu og kíkti til baka til að stefna mín myndi ekki verða sú sama og kútsins. En fyrst að enginn slasaðist og skemmdir urðu ekki meiri en svo þá er þetta bara dagur eins og hver annar,“ segir Aríel að lokum. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52
„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30