Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Enn ein lægðin hrellir lands­­menn

„Í kvöld kemur enn ein kalda smálægðin úr vestri og mun hrella okkur með snjókomu og skafrenningi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Mest snjóar vestantil í kvöld og á Suður- og Suðausturlandi.

Víð­tækar lokanir á Suður­landi

Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi.

„Skelfi­legasti stormur í sögu ríkisins“

Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum segir óveðrið sem nú geisar hið hræðilegasta í manna minnum. Minnst 37 eru látnir og fjölmargir eru án hita og rafmagns.

Virti ekki lokanir og þverar þjóð­veginn

Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 

Víða ó­fært og vegir lokaðir

Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi.

Frans páfi bað fyrir Úkraínu­mönnum

Frans páfi talaði um innrásina í Úkraínu í jólaávarpi sínu í dag. Hann bað almenning um að biðja fyrir Úkraínumönnum, sem væru án rafmagns og hita.

Milljónir Banda­ríkja­manna stranda­glópar

Að minnsta kosti átján hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja jólunum fastir á flugvöllum í landinu.

Sjá meira