Erlent

Frans páfi bað fyrir Úkraínu­mönnum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tugþúsundir hlýddu á ávarp páfans í dag.
Tugþúsundir hlýddu á ávarp páfans í dag. Getty/Truscello

Frans páfi talaði um innrásina í Úkraínu í jólaávarpi sínu í dag. Hann bað almenning um að biðja fyrir Úkraínumönnum, sem væru án rafmagns og hita.

Frans páfi hélt árlegt „Urbi et Orbi“ ávarp sitt í dag, jóladag, í Vatíkaninu. 70 þúsund manns hlýddu á Páfann á Péturstorgi.

Páfinn sagði að staðan í Úkraínu væri hörmuleg og bað Guð um að láta þá, sem ráðist hafa inn í landið, finna frið og láta af innrásinni.

„Við verðum að muna, með sorg í hjarta, að á meðan við höldum upp á hátíð ljóss og friðar dynja hörmungar á úkraínskum bræðrum okkar og systrum, sem nú dúsa í myrkri og kulda vegna hömlulausrar eyðileggingar,“ sagði páfinn meðal annars í ávarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×