Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikil­vægt að átta sig á snjó­flóða­hættu

Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega.

Um­­­fangs­­­mikil sér­­­sveitar­að­­­gerð á Flyðru­granda

Lögregla ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra var með talsverðan viðbúnað á Flyðrugranda í Reykjavík nú á sjöundu stundu í kvöld. Útkallið varðaði mögulegan vopnaburð en reyndist ekki á rökum reist. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir viðbúnaðinn hafa verið töluverðan.

Tjaldur slær met: Fór beint að hitta makann

Tjaldurinn er ansi snemma á ferðinni þetta árið en tjaldur sem hefur vetursetu á Ermarsundseyjum sást í Kjós í gær. Fuglinn virðist hafa flogið í beinustu leið í átt að maka sínum eftir veturinn.

Rússar gagn­rýna stuðnings­yfir­lýsingu Guðna for­seta

Rúss­neska sendi­ráðið á Ís­landi segist hafa orðið fyrir von­brigðum með stuðnings­yfir­lýsingu for­seta Ís­lands. For­seti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr við­búnaði við landa­mæri landsins.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Suðurnesjafólk er langþreytt á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kallar hana öllum illum nöfnum. Þau segja læknana gefa sér lítinn tíma í að skoða vandamál þeirra og rangar greiningar á alvarlegum kvillum allt of algengar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira