Fréttir Flytja inn 500 gáma af vörum Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Viðskipti innlent 23.2.2012 21:55 Tveir vildu hækka vexti Tveir af fimm meðlimum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vildu hækka vexti við síðustu vaxtaákvörðun. Þrír vildu hins vegar halda vöxtum óbreyttum sem varð ofan á. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Viðskipti innlent 23.2.2012 21:55 Nova vinsælast hjá neytendum Nova er það fyrirtæki sem íslenskir viðskiptavinir eru hvað ánægðastir með, samkvæmt íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2011. Iceland Express fær hins vegar lægstu einkunnina. Ríkisútvarpið sagði frá niðurstöðunum í gær. Viðskipti innlent 23.2.2012 21:55 Vert að skoða Perluna undir safn Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur það áhugaverðan kost að Perlan í Öskjuhlíðinni verði nýtt sem húsnæði fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Hún hefur óformlega rætt þennan kost við stjórnarmann Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan, sem er eigandi Perlunnar, hefur í hyggju að selja húsnæðið, eins og komið hefur fram í fréttum. Innlent 23.2.2012 21:55 Kannabisefni og græðlingar Allnokkurt magn af fíkniefnum fannst í húsleit lögreglu í Mosfellsbæ á þriðjudag. Um var að ræða 900 grömm af marijúana og um 1,4 kíló af öðru kannabisefni. Fíkniefnin fundust í þurrkunaraðstöðu í risi hússins. Innlent 23.2.2012 21:55 Ný prinsessa fædd í Svíþjóð Sænskir bakarar voru í allan gærdag önnum kafnir við að baka hefðbundnar prinsessutertur í tilefni fæðingar nýrrar prinsessu. Erlent 23.2.2012 21:55 Krafa um að Sýrlandsforseti fallist á vopnahlé Franska fréttakonan Edith Bouvier, sem særðist í sprengjuárás í borginni Homs á miðvikudag, óskar eftir því að frönsk stjórnvöld aðstoði sig við að komast úr landi. Erlent 23.2.2012 21:55 Viðurkennir siðleysi sitt fúslega Enn eitt kynlífshneykslið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræðingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Erlent 23.2.2012 21:56 Hrófla ekki við Obama Mitt Romney er engan veginn öruggur lengur með sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er Rick Santorum kominn með nokkurn veginn jafnt fylgi meðal flokksmanna. Báðir mælast með um þriðjungs fylgi en Newt Gingrich og Ron Paul með 15 prósent hvor. Erlent 23.2.2012 21:55 Biðst afsökunar á "erótísku“ bréfi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent sextán ára frænku eiginkonu sinnar bréf sem á köflum voru erótísk. Tímaritið Nýtt líf fjallar um málið í dag. Innlent 22.2.2012 21:33 Svarti dauði fer ekki í sölu í vínbúðunum Bjór kenndur við svarta dauða verður ekki seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vegna þess að á bjórflöskunum stendur „Drekkið í friði“. Eigandi vörumerkisins hefur kært ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn ekki í sölu til fjármálaráðuneytisins. Innlent 22.2.2012 21:34 Gera má betur í baráttu við misrétti og fordóma Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerir ýmsar athugasemdir við stöðu mála á Íslandi í nýrri skýrslu sinni, þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber á þriðjudag. Innlent 22.2.2012 21:34 Ólafur gat grætt á kaupunum Embætti sérstaks saksóknara segir að ef kaup Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani í Kaupþingi í september 2008 hefðu skilað hagnaði hefði Ólafur Ólafsson, þá einn stærsti eigandi bankans, hagnast á því. Viðskipti innlent 22.2.2012 21:34 Framsókn hissa á fjárnámsfrétt Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart“. Innlent 22.2.2012 21:33 Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Innlent 22.2.2012 21:34 Miðaldaréttarfar verður aldrei liðið Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), áskilur sér rétt til að láta reyna á málatilbúnað stjórnar FME við ætlaða brottvikningu hans úr starfi með stjórnsýslukæru. Þetta kemur fram í bréfi sem Skúli Bjarnason, lögmaður hans sendi stjórnarformanni FME í gær. Viðskipti innlent 22.2.2012 21:33 Forvarnir spara umtalsvert fé Forvarnarstarf í kynferðisbrotum gegn börnum er samfélaginu nauðsynlegt og sparar til lengri tíma mikið fjármagn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrirlestri Sigríðar Björnsdóttir, verkefnastjóra Blátt áfram, á málþinginu Framtíð barna sem haldið verður í Öskju í Háskóla Íslands í dag. Innlent 22.2.2012 21:33 Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Innlent 22.2.2012 21:34 Árásarmaður leystur úr haldi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem hefur játað alvarlega líkamsárás á eldri mann á Þórshöfn fyrr í mánuðinum. Innlent 22.2.2012 21:33 Saga ASÍ kemur út í október Skrifað hefur verið undir útgáfusamning vegna sögu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem koma á út í tveimur bindum næsta haust. Innlent 22.2.2012 21:33 4G-farsímar valda truflun Koma þarf tæknibúnaði fyrir í hátt í milljón breskra heimila til að koma í veg fyrir að bylgjur úr 4G-farsímum trufli ekki sjónvarpsútsendingar. Þessi aðgerð mun kosta rúma tuttugu milljarða króna, samkvæmt frétt BBC. Viðskipti erlent 22.2.2012 19:53 Tveggja daga heimsókn SÞ til Íran skilaði ekki árangri Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Erlent 22.2.2012 21:34 Missti vinnuna og bjó í bílnum Sænskur maður, sem fannst í bíl sínum á föstudag eftir að hafa verið fastur í tvo mánuði, hafði búið í bílnum frá því um mitt síðasta ár. Þetta segja sænskir fjölmiðlar. Erlent 22.2.2012 21:33 Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Erlent 22.2.2012 21:33 Lítrinn á 328 krónur Listaverð á 95 oktana bensíni fór allt upp í 15 krónur í Ósló í Noregi í vikunni, sem jafngildir um 328 íslenskum krónum og hefur verðið aldrei verið hærra. Erlent 22.2.2012 21:33 Þurfa líklega enn frekari frest til svara Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:28 Forrit finnur barnaníð í tölvum Íslenskt fyrirtæki sem hannað hefur tölvuforrit sem nýtist lögreglu við rannsókn á ólöglegu myndefni hóf í gær samstarf við breskt fyrirtæki til að koma forritinu í notkun erlendis. Innlent 21.2.2012 22:27 Fiskafli skilaði 143 milljörðum í þjóðarbúið Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa fyrstu 11 mánuði ársins 2011 nam 143 milljörðum króna. Það er aukning um 18,3 milljarða króna, samanborið við sama tíma árið 2010, þegar aflaverðmætið nam 125 milljörðum króna. Aukningin nemur 14,7 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:28 Laus úr ruslflokknum Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:29 Horn á markað í mars eða apríl Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Horn verður annað félagið til að skrá sig á markað frá bankahruni. Þá er búist við því að Eimskip muni skrá sig á markað í september eða október. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:29 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 334 ›
Flytja inn 500 gáma af vörum Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Viðskipti innlent 23.2.2012 21:55
Tveir vildu hækka vexti Tveir af fimm meðlimum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vildu hækka vexti við síðustu vaxtaákvörðun. Þrír vildu hins vegar halda vöxtum óbreyttum sem varð ofan á. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Viðskipti innlent 23.2.2012 21:55
Nova vinsælast hjá neytendum Nova er það fyrirtæki sem íslenskir viðskiptavinir eru hvað ánægðastir með, samkvæmt íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2011. Iceland Express fær hins vegar lægstu einkunnina. Ríkisútvarpið sagði frá niðurstöðunum í gær. Viðskipti innlent 23.2.2012 21:55
Vert að skoða Perluna undir safn Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur það áhugaverðan kost að Perlan í Öskjuhlíðinni verði nýtt sem húsnæði fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Hún hefur óformlega rætt þennan kost við stjórnarmann Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan, sem er eigandi Perlunnar, hefur í hyggju að selja húsnæðið, eins og komið hefur fram í fréttum. Innlent 23.2.2012 21:55
Kannabisefni og græðlingar Allnokkurt magn af fíkniefnum fannst í húsleit lögreglu í Mosfellsbæ á þriðjudag. Um var að ræða 900 grömm af marijúana og um 1,4 kíló af öðru kannabisefni. Fíkniefnin fundust í þurrkunaraðstöðu í risi hússins. Innlent 23.2.2012 21:55
Ný prinsessa fædd í Svíþjóð Sænskir bakarar voru í allan gærdag önnum kafnir við að baka hefðbundnar prinsessutertur í tilefni fæðingar nýrrar prinsessu. Erlent 23.2.2012 21:55
Krafa um að Sýrlandsforseti fallist á vopnahlé Franska fréttakonan Edith Bouvier, sem særðist í sprengjuárás í borginni Homs á miðvikudag, óskar eftir því að frönsk stjórnvöld aðstoði sig við að komast úr landi. Erlent 23.2.2012 21:55
Viðurkennir siðleysi sitt fúslega Enn eitt kynlífshneykslið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræðingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Erlent 23.2.2012 21:56
Hrófla ekki við Obama Mitt Romney er engan veginn öruggur lengur með sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er Rick Santorum kominn með nokkurn veginn jafnt fylgi meðal flokksmanna. Báðir mælast með um þriðjungs fylgi en Newt Gingrich og Ron Paul með 15 prósent hvor. Erlent 23.2.2012 21:55
Biðst afsökunar á "erótísku“ bréfi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent sextán ára frænku eiginkonu sinnar bréf sem á köflum voru erótísk. Tímaritið Nýtt líf fjallar um málið í dag. Innlent 22.2.2012 21:33
Svarti dauði fer ekki í sölu í vínbúðunum Bjór kenndur við svarta dauða verður ekki seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vegna þess að á bjórflöskunum stendur „Drekkið í friði“. Eigandi vörumerkisins hefur kært ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn ekki í sölu til fjármálaráðuneytisins. Innlent 22.2.2012 21:34
Gera má betur í baráttu við misrétti og fordóma Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerir ýmsar athugasemdir við stöðu mála á Íslandi í nýrri skýrslu sinni, þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber á þriðjudag. Innlent 22.2.2012 21:34
Ólafur gat grætt á kaupunum Embætti sérstaks saksóknara segir að ef kaup Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani í Kaupþingi í september 2008 hefðu skilað hagnaði hefði Ólafur Ólafsson, þá einn stærsti eigandi bankans, hagnast á því. Viðskipti innlent 22.2.2012 21:34
Framsókn hissa á fjárnámsfrétt Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart“. Innlent 22.2.2012 21:33
Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Innlent 22.2.2012 21:34
Miðaldaréttarfar verður aldrei liðið Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), áskilur sér rétt til að láta reyna á málatilbúnað stjórnar FME við ætlaða brottvikningu hans úr starfi með stjórnsýslukæru. Þetta kemur fram í bréfi sem Skúli Bjarnason, lögmaður hans sendi stjórnarformanni FME í gær. Viðskipti innlent 22.2.2012 21:33
Forvarnir spara umtalsvert fé Forvarnarstarf í kynferðisbrotum gegn börnum er samfélaginu nauðsynlegt og sparar til lengri tíma mikið fjármagn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrirlestri Sigríðar Björnsdóttir, verkefnastjóra Blátt áfram, á málþinginu Framtíð barna sem haldið verður í Öskju í Háskóla Íslands í dag. Innlent 22.2.2012 21:33
Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Innlent 22.2.2012 21:34
Árásarmaður leystur úr haldi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem hefur játað alvarlega líkamsárás á eldri mann á Þórshöfn fyrr í mánuðinum. Innlent 22.2.2012 21:33
Saga ASÍ kemur út í október Skrifað hefur verið undir útgáfusamning vegna sögu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem koma á út í tveimur bindum næsta haust. Innlent 22.2.2012 21:33
4G-farsímar valda truflun Koma þarf tæknibúnaði fyrir í hátt í milljón breskra heimila til að koma í veg fyrir að bylgjur úr 4G-farsímum trufli ekki sjónvarpsútsendingar. Þessi aðgerð mun kosta rúma tuttugu milljarða króna, samkvæmt frétt BBC. Viðskipti erlent 22.2.2012 19:53
Tveggja daga heimsókn SÞ til Íran skilaði ekki árangri Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Erlent 22.2.2012 21:34
Missti vinnuna og bjó í bílnum Sænskur maður, sem fannst í bíl sínum á föstudag eftir að hafa verið fastur í tvo mánuði, hafði búið í bílnum frá því um mitt síðasta ár. Þetta segja sænskir fjölmiðlar. Erlent 22.2.2012 21:33
Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Erlent 22.2.2012 21:33
Lítrinn á 328 krónur Listaverð á 95 oktana bensíni fór allt upp í 15 krónur í Ósló í Noregi í vikunni, sem jafngildir um 328 íslenskum krónum og hefur verðið aldrei verið hærra. Erlent 22.2.2012 21:33
Þurfa líklega enn frekari frest til svara Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:28
Forrit finnur barnaníð í tölvum Íslenskt fyrirtæki sem hannað hefur tölvuforrit sem nýtist lögreglu við rannsókn á ólöglegu myndefni hóf í gær samstarf við breskt fyrirtæki til að koma forritinu í notkun erlendis. Innlent 21.2.2012 22:27
Fiskafli skilaði 143 milljörðum í þjóðarbúið Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa fyrstu 11 mánuði ársins 2011 nam 143 milljörðum króna. Það er aukning um 18,3 milljarða króna, samanborið við sama tíma árið 2010, þegar aflaverðmætið nam 125 milljörðum króna. Aukningin nemur 14,7 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:28
Laus úr ruslflokknum Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:29
Horn á markað í mars eða apríl Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Horn verður annað félagið til að skrá sig á markað frá bankahruni. Þá er búist við því að Eimskip muni skrá sig á markað í september eða október. Viðskipti innlent 21.2.2012 22:29