Fréttir

Fréttamynd

Launavísitalan lækkaði í desember

Launavísitala í desember í fyrra mældist 300,8 stig en það er 0,1 prósentustiga lækkun frá mánuðinum á undan. Lækkunin skýrist af því að áhrifa gætir ekki lengur af 26.000 króna eingreiðslu við endurskoðun kjarasamninga ASÍ og SA á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005, að sögn Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani

Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar innan flokksins eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000.

Erlent
Fréttamynd

Innbrot hluti af grófu einelti

Fjórir þrettán ára drengir í Laugalækjarskóla stálu lyklum af skólabróður sínum og notuðu þá til þess að brjótast inn heima hjá honum. Talið er að þjófnaðurinn sé hluti af grófu einelti.

Innlent
Fréttamynd

Listar yfir kynferðisbrotamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum

Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum halda úti ítarlegum og uppfærðum listum yfir dæmda kynferðisbrotamenn í löndunum tveimur. Listar frá hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum eru aðgengilegir á netinu og geta þarlendir notað þá til að kanna hvort dæmdir kynferðisbrotamenn eru búsettir í næsta nágrenni við þá.

Erlent
Fréttamynd

Launaseðlar í tveimur myntum spennandi kostur

Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás

Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Lygavefur á netinu endaði með morði

Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar.

Erlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir meiri verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent í febrúar. Gangi það eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent sem er 0,3 prósenta hækkun á milli mánaða. Greiningardeildin spáir 3,4 prósenta verðbólgu á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukning í íbúðalánum bankanna

Bankarnir lánuðu 4,2 milljarða krónur til íbúðakaupa í desembermánuði í fyrra. Ný lán bankanna hafa aukist jafnt og þétt frá því í ágúst í fyrra en þá nam upphæð nýrra íbúðalána 2,9 milljörðum króna. Bankarnir veittu 420 ný lán á síðasta mánuði liðins árs og nam meðalupphæð hvers láns 9,9 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan í methæðum

Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag þegar vísitalan endaði í 6.930 stigum. Þar með var síðasta met vísitölunnar slegið þegar vísitalan fór í 6.925 stig 15. febrúar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nemendum MÍ fækkar um 32%

Frá því árið 2004 hefur nemendum við Menntaskólann á Ísafirði fækkað um 32%. Nemendur voru 438 árið 2004 til móts við 298 skráða nemendur síðastliðið haust. Fækkun frá árinu 2005 þegar 342 nemendur voru við skólann, nemur tæplega 13%. Á vestfirska fréttavefnum bb.is kemur fram að tölurnar segi þó ekki alla söguna, því stærstan hluta fækkunarinnar megi rekja til kvöldskólans, þó einnig sé fækkun í dagskóla.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að dæla olíu úr flutningaskipi í dag

Björgunarfólk í Devon í Englandi hefur í alla nótt og fram eftir morgni reynt að hreinsa upp varning og brak frá flutningaskipinu Napolí sem var siglt upp í fjöru í gær. Skipið laskaðist töluvert í óveðri í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Hillary vinsælust meðal demókrata

Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata á næsta ári samkvæmt skoðanakönnun sem bandaríska blaðið Washington Post birti í gær. Samkvæmt henni vilja 39% flokksmanna að hún hljóti útnefndinguna. Næstir koma öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama, með 17%, og John Edwards með 12%. Edwards var varaforsetaefni Johns Kerry í kosningunum 2004.

Erlent
Fréttamynd

Serbía: Ólíklegt að þjóðernissinnar komist í ríkisstjórn

Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi.

Erlent
Fréttamynd

Citigroup kaupir af ABN Amro

Bandaríski bankinn Citigroup hefur keypt veðlánaarm hollenska bankans ABN Amro. Tilgangurinn er að auka útlánastarfsemi bankans og gerir Citigroup ráð fyrir að fjölga viðskiptavinum um 1,5 milljónir talsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lifði af tveggja daga ísskápsvist

Bandarískum hjónum brá heldur betur í brún þegar þau opnuðu ísskáp sinn í gær og sunnudagssteikin kom fljúgandi á móti þeim. Þar var á ferðinni önd sem húsbóndinn hafði skotið tveimur dögum áður.

Erlent
Fréttamynd

Ótti um mengunarslys í Devon

Bresk yfirvöld óttast mengunarslys við suðvesturströnd Englands eftir að flutningaskipið Napoli strandaði þar. Skipið skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu fyrir helgi og því var ákveðið að sigla því í strand.

Erlent
Fréttamynd

Kallar tónleikana sýndarmennsku

Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.

Innlent
Fréttamynd

Abbas og Mashaal hittast í dag

Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas-samtakanna ætla að hittast í Damaskus í Sýrlandi í dag. Þetta fullyrðir Saeb Erekat, náinn ráðgjafi Abbasar.

Erlent
Fréttamynd

Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf

Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna. Hann gaf sér þó tíma til að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson.

Innlent
Fréttamynd

Samsteypustjórn líklegust

Þingkosningar fara fram í Serbíu í dag, þær fyrstu frá því að leiðir skildu með Serbum og Svartfellingum á síðasta ári. Sex og hálf milljón manna er á kjörskrá og stendur slagurinn á milli flokka sem aðhyllast nánari samband við nágrannalöndin í Evrópu og flokka þjóðernissinna.

Erlent
Fréttamynd

Elton haldinn af landi brott

Breski tónlistarmaðurinn Elton John sem kom hingað til lands í gær staldraði stutt við því rétt fyrir miðnætti hélt hann áleiðis til Atlanta í Bandaríkjunum. Hann gaf sér þó tíma til að leika nokkur lög í afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldin var í Reykjavík í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Viðurkenndi morðið á Dink

Sautján ára atvinnulaus piltur frá borginni Trabzon hefur viðurkennt að hafa skotið tyrkneska blaðamanninn Hrant Dink til bana í Istanbul í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Ólöf tók myndirnar

Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kært hefur Guðmund Jónsson, forstöðumann Byrgisins fyrir kynferðisbrot, átti frumkvæðið að því að taka myndir af athöfnum þeirra. Segist hún hafa gert það vegna gruns um að hann hefði logið að sér um sérstöðu sambands þeirra. Og að myndatökurnar hafi verið með vitund og samþykki Guðmundar.

Innlent
Fréttamynd

Aðgengi að varnarskjölum aukið

Utanríkisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kaldastríðsnefnd þingsins fái öryggisvottun frá NATO og geti þannig óhindrað farið í gegnum öll skjöl um öryggis- og varnarmál. Í svari til nefndarinnar er bent á þá afstöðu að veita ber almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að slíkum skjölum, svo fremi að samningar við erlend ríki hindri það ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hlakkar til að mæta Attenborough

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er óhræddur við herferð breskra stjórnvalda gegn hvalveiðum Íslendinga, en verndarar hennar eru Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough. Hann óttast aftur á móti að aðgerðir Bretanna muni ganga af Alþjóðahvalveiðiráðinu dauðu.

Erlent
Fréttamynd

Elton John á Íslandi

Einkaþota breska tónlistarmannsins Eltons Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu. Stórstjarnan er hingað komin til að leika í afmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldið verður í frystigeymslu fyrirtækisins í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Elsta kona heims látin

Elsta kona í heimi, Julie Winnefred Bertrand, andaðist í gær á elliheimili í Montreal í Kanada 115 ára að aldri. Hún fæddist 16. september 1891.

Erlent