Fréttir Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Viðskipti erlent 18.1.2007 12:23 ESB að endurskoða stjórnmálasamband við Líbíu Evrópuþingið mælti í dag fyrir því að lönd Evrópusambandsins myndu endurskoða stjórnmálasamband sitt við Líbíu ef stjórnvöld þar myndu ekki frelsa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni sem bíða dauðarefsingar þar í landi. Læknaliðið var dæmt fyrir að hafa vísvitandi smitað um 450 börn af HIV veirunni. Erlent 18.1.2007 12:06 MinnSirkus leyfði ekki birtingu Forsvarsmenn MinnSirkus vefsins neituðu því í dag að hafa leyft einum notenda sínum að birta myndir sem sagðar eru vera af Guðmundi í Byrginu að stunda BDSM kynlíf með ungri stúlku. Notandinn hafði sett inn myndir og sagt að hann hefði fengið leyfi hjá forráðamönnum vefsins. Innlent 18.1.2007 11:41 LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Mikil ásókn hefur verið í kaup á bréfum LSE síðastliðin tvö ár en gengi bréfa í markaðnum hefur þrefaldast vegna þessa. Viðskipti erlent 18.1.2007 10:44 Tónlistariðnaðurinn í mál við netveitur Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins hótuðu í gær að fara í mál við þau fyrirtæki sem sjá fólki fyrir nettenginum og leyfa því að hlaða niður tónlist ólöglega. Samtökin sögðu að þau færu í mál við þá þjónustuaðila sem væru með mesta umferð af ólöglegri tónlist á vefþjónum sínum. Erlent 18.1.2007 10:43 Guðmundur hefur ekki enn kært Enn hefur ekki borist kæra frá Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, en hann sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að hann ætlaði að leggja fram kæru á hendur stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf kærði hann fyrir nauðgun. Innlent 18.1.2007 10:17 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem töldu líkur á stýrivaxtahækkun. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í Japan í júlí í fyrra eftir viðvarandi núllvaxtastefnu. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43 Hagnaður Apple jókst mikið milli ára Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple nam einum milljarði bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs. Þetta jafngildir rúmum 70 milljörðum íslenskra króna sem er 78 prósenta aukning á milli ára. Skýringanna er helst að leita í gríðarmikilli söluaukningu á iPod-spilurum og meiri sölu á fartölvum um jólin. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43 Friður að komast á í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó, sem lúta stjórn Laurent Nkunda, eru byrjaðir að sameinast kongólska hernum. Nkunda er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og var leiðtogi uppreisnar í Norður Kivu, sem er í norð-austurhluta landsins. Stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum við hann um að sameinast þjóðarhernum og leggja niður vopn sín en viðræðurnar fóru fram í grannríki Kongó, Rúanda. Erlent 18.1.2007 09:39 Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,9 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:16 17 farist í sprengingum í morgun 17 hafa látist og fleiri en 40 særst í sprengingum í Írak í morgun. Alls hafa fimm bílasprengjur sprungið víðs vegar í Bagdad það sem af er degi. Árásirnar hafa allar átt sér stað á mörkuðum en þeir eru mjög fjölfarnir á morgnanna. Erlent 18.1.2007 08:56 Þingmenn á móti fjölgun hermanna Þrír leiðandi öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem lýsir því yfir að Bandaríkjamenn eigi ekki að afjölga hermönnum í Írak. Tillagan er hins vegar ekki bindandi og hefur ekkert lagalegt gildi og því er líklegt að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, muni láta hana sem vind um eyru þjóta. Erlent 18.1.2007 08:08 Fundað um Mið-Austurlönd Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði frá því í morgun að þau fjögur lönd sem hafa átt í viðræðum um friðarferlið í Mið-Austurlöndum muni hittast í Washington í Bandaríkjunum 2. febrúar. Erlent 18.1.2007 08:34 Nikótín aukið um 11% Tóbaksfyrirtæki juku magn nikótíns í sígarettum um 11% á árunum 1998 til 2005 til þess að gera reykingamönnum erfiðara að hætta að reykja. Þetta kom fram í rannsókn Harvard háskóla sem kom út í dag. Rannsóknin studdi niðurstöður heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum en þau höfðu gert svipaða rannsókn á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 07:39 Sögulegar kosningar í uppsiglingu Þó svo að nærri tvö ár séu í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar vestra farnir að spá sögulegri baráttu. Barack Obama, þingmaður demókrata, tilkynnti um framboð sitt á þriðjudaginn var og talið er að hann eigi eftir að berjast um tilnefningu flokksins við Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Erlent 18.1.2007 07:29 Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Viðskipti innlent 18.1.2007 08:14 Vilja eignast blómakeðjuna Blooms Fjárfestahópur sem samanstendur af Baugi Group, fjárfestingarfélagi Skotans Toms Hunter og Halifax Bank of Scotland, vinnur að því að taka yfir bresku garðvörukeðjuna Blooms of Bressingham, að sögn Financial Times. Þetta er sami hópur og tók yfir Wyevale Garden Centres í apríl í fyrra fyrir fjörutíu milljarða króna. Viðskipti erlent 18.1.2007 08:14 Innbrot í Kópavogi í nótt Brotist var inn í fataverslun í Smárahverfinu í Kópavogi í nótt. Talsvert var stolið af fatnaði og sjóðsvél var einnig tekin en lítið var þó í henni. Tilkynning um innbrotið barst til lögreglunnar um fjögur í nótt eftir að þjófarvarnarkerfi hafði farið í gang. Ekki er vitað hvort um einn eða fleiri þjóf var að ræða en þeir eru ófundnir. Innlent 18.1.2007 07:28 Magnús Magnússon jarðsunginn í gær Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn í gær frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi í gær að viðstöddu fjölmenni. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem sagði Magnús hafa komið Íslendingum á kortið í enskumælandi löndum og að Íslendingar væru stoltir af því sem hann áorkaði. Innlent 18.1.2007 07:23 Alþjóðlegur eiturlyfjahringur upprættur Hundrað og sautján manns voru handtekin víðs vegar um heiminn í gær vegna gruns um að vera meðlimir alþjóðlegs eiturlyfjahrings. Lögreglan í Kólumbíu átti frumkvæðið að rannsókninni en eiturlyfjahringurinn starfaði víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dómíníkanska lýðveldinu. Erlent 18.1.2007 07:21 29 manns fastir í námu í Kína Sex mönnum var í nótt bjargað úr námu í Norður-Kína. Flætt hafði inn í hana og voru þrjátíu og fimm verkamenn fastir inni í námunni. Ekki er vitað um afdrif þeirra sem enn eru fastir í henni. Björgunarmönnum tókst að gera loftgat inn í rýmið sem námumennirnir voru í og var það síðan víkkað svo einhverjir kæmust út. Erlent 18.1.2007 07:15 Bílvelta í Kömbunum Jeppi valt í neðstu beygjunni í Kömbunum um sjöleytið í gærkvöldi. Ökumaður var einn í bílnum og slapp ómeiddur en bíllinn var dreginn af vettvangi með kranabíl. Innlent 18.1.2007 07:19 Tollar lækka um 40% Ísland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag sem felur í sér almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum um fjörtíu prósent. Samkomulagið felur einnig í sér gagnkvæma tollfrjálsa kvóta í viðskiptum með nokkuð magn af landbúnaðarvörum. Innlent 18.1.2007 07:07 Umræða teygðist fram á nótt Þriðja umræða um frumvarp um Ríkisútvarpið teygðist fram á nótt þar sem forseti þingsins vildi ekki fresta þingfundi á miðnætti. Steingrímur J. Sigfússon fyrtist við þegar Jón Sigurðsson mætti ekki til þingfundar eins og Steingrímur hafði óskað eftir. Innlent 18.1.2007 07:05 Reyndi að smygla fartölvu inn í fangaklefa Einn af góðkunningjum lögreglunnar sem óskaði eftir því að fá gistingu hjá lögreglunni í nótt, fékk hana, en þó á öðrum forsendum en hann vildi. Maðurinn kom á lögreglustöðina rétt eftir hálf fjögur í nótt til að fá gistingu. Lögreglumenn tóku fljótt eftir því að hann reyndist vera með ferðatölvu innan klæða. Innlent 18.1.2007 07:02 Heimsendir í nánd Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri. Erlent 17.1.2007 18:23 Legígræðsla undirbúin Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Erlent 17.1.2007 18:22 Aukið öryggi fyrir aldraða Skynjari sem gerir öryggismiðstöð viðvart ef hann nemur ekki hreyfingu í ákveðið langan tíma var kynntur í dag. Skynjarinn er til þess fallinn að auka öryggi aldraðra sem búa heima. Innlent 17.1.2007 18:26 Útlendingar kærkomin kæling Það dró úr launaskriði í byggingariðnaði og verslun á síðasta ári, líklega vegna tilkomu útlendinga á íslenskan vinnumarkað, segir hagfræðingur hjá Greiningardeild Kaupþings. Hún segir útlendingana hafa slegið á verðbólgu og verið kærkomna kælingu fyrir atvinnulífið. Innlent 17.1.2007 18:45 Stafræn útsending á Vestfjörðum Stutt er í að allir íbúar Vestfjarða geti horft á stafrænar útsendingar Stöðvar 2 og annarra sjónvarpsstöðva. Innlent 17.1.2007 18:28 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 334 ›
Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Viðskipti erlent 18.1.2007 12:23
ESB að endurskoða stjórnmálasamband við Líbíu Evrópuþingið mælti í dag fyrir því að lönd Evrópusambandsins myndu endurskoða stjórnmálasamband sitt við Líbíu ef stjórnvöld þar myndu ekki frelsa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni sem bíða dauðarefsingar þar í landi. Læknaliðið var dæmt fyrir að hafa vísvitandi smitað um 450 börn af HIV veirunni. Erlent 18.1.2007 12:06
MinnSirkus leyfði ekki birtingu Forsvarsmenn MinnSirkus vefsins neituðu því í dag að hafa leyft einum notenda sínum að birta myndir sem sagðar eru vera af Guðmundi í Byrginu að stunda BDSM kynlíf með ungri stúlku. Notandinn hafði sett inn myndir og sagt að hann hefði fengið leyfi hjá forráðamönnum vefsins. Innlent 18.1.2007 11:41
LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Mikil ásókn hefur verið í kaup á bréfum LSE síðastliðin tvö ár en gengi bréfa í markaðnum hefur þrefaldast vegna þessa. Viðskipti erlent 18.1.2007 10:44
Tónlistariðnaðurinn í mál við netveitur Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins hótuðu í gær að fara í mál við þau fyrirtæki sem sjá fólki fyrir nettenginum og leyfa því að hlaða niður tónlist ólöglega. Samtökin sögðu að þau færu í mál við þá þjónustuaðila sem væru með mesta umferð af ólöglegri tónlist á vefþjónum sínum. Erlent 18.1.2007 10:43
Guðmundur hefur ekki enn kært Enn hefur ekki borist kæra frá Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, en hann sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að hann ætlaði að leggja fram kæru á hendur stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf kærði hann fyrir nauðgun. Innlent 18.1.2007 10:17
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem töldu líkur á stýrivaxtahækkun. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í Japan í júlí í fyrra eftir viðvarandi núllvaxtastefnu. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43
Hagnaður Apple jókst mikið milli ára Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple nam einum milljarði bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs. Þetta jafngildir rúmum 70 milljörðum íslenskra króna sem er 78 prósenta aukning á milli ára. Skýringanna er helst að leita í gríðarmikilli söluaukningu á iPod-spilurum og meiri sölu á fartölvum um jólin. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43
Friður að komast á í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó, sem lúta stjórn Laurent Nkunda, eru byrjaðir að sameinast kongólska hernum. Nkunda er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og var leiðtogi uppreisnar í Norður Kivu, sem er í norð-austurhluta landsins. Stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum við hann um að sameinast þjóðarhernum og leggja niður vopn sín en viðræðurnar fóru fram í grannríki Kongó, Rúanda. Erlent 18.1.2007 09:39
Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,9 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:16
17 farist í sprengingum í morgun 17 hafa látist og fleiri en 40 særst í sprengingum í Írak í morgun. Alls hafa fimm bílasprengjur sprungið víðs vegar í Bagdad það sem af er degi. Árásirnar hafa allar átt sér stað á mörkuðum en þeir eru mjög fjölfarnir á morgnanna. Erlent 18.1.2007 08:56
Þingmenn á móti fjölgun hermanna Þrír leiðandi öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem lýsir því yfir að Bandaríkjamenn eigi ekki að afjölga hermönnum í Írak. Tillagan er hins vegar ekki bindandi og hefur ekkert lagalegt gildi og því er líklegt að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, muni láta hana sem vind um eyru þjóta. Erlent 18.1.2007 08:08
Fundað um Mið-Austurlönd Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði frá því í morgun að þau fjögur lönd sem hafa átt í viðræðum um friðarferlið í Mið-Austurlöndum muni hittast í Washington í Bandaríkjunum 2. febrúar. Erlent 18.1.2007 08:34
Nikótín aukið um 11% Tóbaksfyrirtæki juku magn nikótíns í sígarettum um 11% á árunum 1998 til 2005 til þess að gera reykingamönnum erfiðara að hætta að reykja. Þetta kom fram í rannsókn Harvard háskóla sem kom út í dag. Rannsóknin studdi niðurstöður heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum en þau höfðu gert svipaða rannsókn á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 07:39
Sögulegar kosningar í uppsiglingu Þó svo að nærri tvö ár séu í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar vestra farnir að spá sögulegri baráttu. Barack Obama, þingmaður demókrata, tilkynnti um framboð sitt á þriðjudaginn var og talið er að hann eigi eftir að berjast um tilnefningu flokksins við Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Erlent 18.1.2007 07:29
Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Viðskipti innlent 18.1.2007 08:14
Vilja eignast blómakeðjuna Blooms Fjárfestahópur sem samanstendur af Baugi Group, fjárfestingarfélagi Skotans Toms Hunter og Halifax Bank of Scotland, vinnur að því að taka yfir bresku garðvörukeðjuna Blooms of Bressingham, að sögn Financial Times. Þetta er sami hópur og tók yfir Wyevale Garden Centres í apríl í fyrra fyrir fjörutíu milljarða króna. Viðskipti erlent 18.1.2007 08:14
Innbrot í Kópavogi í nótt Brotist var inn í fataverslun í Smárahverfinu í Kópavogi í nótt. Talsvert var stolið af fatnaði og sjóðsvél var einnig tekin en lítið var þó í henni. Tilkynning um innbrotið barst til lögreglunnar um fjögur í nótt eftir að þjófarvarnarkerfi hafði farið í gang. Ekki er vitað hvort um einn eða fleiri þjóf var að ræða en þeir eru ófundnir. Innlent 18.1.2007 07:28
Magnús Magnússon jarðsunginn í gær Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn í gær frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi í gær að viðstöddu fjölmenni. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem sagði Magnús hafa komið Íslendingum á kortið í enskumælandi löndum og að Íslendingar væru stoltir af því sem hann áorkaði. Innlent 18.1.2007 07:23
Alþjóðlegur eiturlyfjahringur upprættur Hundrað og sautján manns voru handtekin víðs vegar um heiminn í gær vegna gruns um að vera meðlimir alþjóðlegs eiturlyfjahrings. Lögreglan í Kólumbíu átti frumkvæðið að rannsókninni en eiturlyfjahringurinn starfaði víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dómíníkanska lýðveldinu. Erlent 18.1.2007 07:21
29 manns fastir í námu í Kína Sex mönnum var í nótt bjargað úr námu í Norður-Kína. Flætt hafði inn í hana og voru þrjátíu og fimm verkamenn fastir inni í námunni. Ekki er vitað um afdrif þeirra sem enn eru fastir í henni. Björgunarmönnum tókst að gera loftgat inn í rýmið sem námumennirnir voru í og var það síðan víkkað svo einhverjir kæmust út. Erlent 18.1.2007 07:15
Bílvelta í Kömbunum Jeppi valt í neðstu beygjunni í Kömbunum um sjöleytið í gærkvöldi. Ökumaður var einn í bílnum og slapp ómeiddur en bíllinn var dreginn af vettvangi með kranabíl. Innlent 18.1.2007 07:19
Tollar lækka um 40% Ísland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag sem felur í sér almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum um fjörtíu prósent. Samkomulagið felur einnig í sér gagnkvæma tollfrjálsa kvóta í viðskiptum með nokkuð magn af landbúnaðarvörum. Innlent 18.1.2007 07:07
Umræða teygðist fram á nótt Þriðja umræða um frumvarp um Ríkisútvarpið teygðist fram á nótt þar sem forseti þingsins vildi ekki fresta þingfundi á miðnætti. Steingrímur J. Sigfússon fyrtist við þegar Jón Sigurðsson mætti ekki til þingfundar eins og Steingrímur hafði óskað eftir. Innlent 18.1.2007 07:05
Reyndi að smygla fartölvu inn í fangaklefa Einn af góðkunningjum lögreglunnar sem óskaði eftir því að fá gistingu hjá lögreglunni í nótt, fékk hana, en þó á öðrum forsendum en hann vildi. Maðurinn kom á lögreglustöðina rétt eftir hálf fjögur í nótt til að fá gistingu. Lögreglumenn tóku fljótt eftir því að hann reyndist vera með ferðatölvu innan klæða. Innlent 18.1.2007 07:02
Heimsendir í nánd Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri. Erlent 17.1.2007 18:23
Legígræðsla undirbúin Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Erlent 17.1.2007 18:22
Aukið öryggi fyrir aldraða Skynjari sem gerir öryggismiðstöð viðvart ef hann nemur ekki hreyfingu í ákveðið langan tíma var kynntur í dag. Skynjarinn er til þess fallinn að auka öryggi aldraðra sem búa heima. Innlent 17.1.2007 18:26
Útlendingar kærkomin kæling Það dró úr launaskriði í byggingariðnaði og verslun á síðasta ári, líklega vegna tilkomu útlendinga á íslenskan vinnumarkað, segir hagfræðingur hjá Greiningardeild Kaupþings. Hún segir útlendingana hafa slegið á verðbólgu og verið kærkomna kælingu fyrir atvinnulífið. Innlent 17.1.2007 18:45
Stafræn útsending á Vestfjörðum Stutt er í að allir íbúar Vestfjarða geti horft á stafrænar útsendingar Stöðvar 2 og annarra sjónvarpsstöðva. Innlent 17.1.2007 18:28