Hús og heimili

Fréttamynd

Hvernig verður steypa græn?

Þegar horft er til vistvænni lausna fyrir byggingariðnaðinn er BM Vallá fremst í flokki enda hlaut fyrirtækið nýverið viðurkenningu sem Umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins.

Samstarf
Fréttamynd

Smart og hlý­legt fjölskylduhús

Við Úlfarsbraut í Reykjavík er finna fallegt 207 fermetra parhús sem var byggt árið 2008. Heimilið er hlýlegt og smart, umvafið ljósri litapallettu.

Lífið
Fréttamynd

Glæsihús um­vafið ó­snortnu hrauni

Við Mosprýði í Garðabæ er að finna glæsilegt parhús sem stendur á fallegri náttúrulóð, umvafin ósnortnu hrauni. Um er að ræða 345 fermetra hús á þremur pöllum sem þykir með þeim glæsilegri.

Lífið
Fréttamynd

Gullmoli í Giljalandi

Við Giljaland í Fossvogsdal er finna fallegt 235 fermetra raðhús. Húsið var byggt árið 1968 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Ásett verð er 172 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ný vetrarlína Moomin væntan­leg í tak­mörkuðu upp­lagi

Skíðastökk er heiti vetrarlínu Moomin Arabia árið 2024. Línan sýnir Múmínsnáða á harðastökki á skíðum og inniheldur krús og skál auk fleiri fallegra muna t.d. sængurföt og handklæði í stíl. Línan verður aðeins fáanleg í takmörkuðu upplagi á Íslandi frá föstudeginum 11. október 2024.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ert þú á leið í fram­kvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja?

Framkvæmdaráðgjöf BYKO hefur verið starfrækt um fimm ára skeið en hún er samstarfsverkefni BYKO og Gísla Álfgeirssonar hjá Heildstæðri hönnun. Í framkvæmdaráðgjöfinni er Gísli viðskiptavinum BYKO innan handa frá upphafi framkvæmda og auðveldar þeim lífið með alhliða ráðgjöf og gagnlegum ráðum í tengslum við stórar sem smáar framkvæmdir heima fyrir eða í bústaðnum.

Samstarf
Fréttamynd

Gerður Huld seldi húsið á 239 milljónir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi einbýlishús sitt við Þrymsali 1 í Kópavogi á dögunum. Um er að ræða 404 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Hlý­legt ein­býli úr smiðju Rutar Kára

Við Ljósaberg í Hafnarfirði er að finna fallegt 207 fermetra einbýlishús einni hæð. Húsið var byggt árið 1984 og hefur síðan þá nánast allt verið endurnýjað. Rut Káradóttir innanhúsarkitekt endurhannaði húsið að innan árið 2021 þar sem hugsað hefur verið út í hvert einasta smáatriði. 

Lífið
Fréttamynd

Elti drauminn og flutti um borð í húsbíl

Sunna Guðlaugsdóttir hefur slegið í gegn á TikTok á undanförnu þar sem hún hefur birt myndskeið og veitt fólki innsýn inn í lífstíl sem telja má að sé nokkuð óvenjulegur. Í stað þess að fjárfesta í steinsteypu og vera bundin af húsnæðisláni tók Sunna þá ákvörðun að festa kaup á tuttugu og níu ára gömlum húsbíl og breyta honum í heimili. Undanfarnar vikur hefur hún sýnt frá ferlinu á samfélagsmiðlum en hún segir frelsið vera einn stærsta kostinn við þennan búsetumáta.

Lífið
Fréttamynd

Íris Ósk selur tryllt hönnunarhús

Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur sett einstakt hönnunarhús sitt við Birkihæð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1991 og teiknað af Baldri Svavarssyni arkitekt. Ásett verð er 248 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Lakkrískóngurinn Bülow selur sveitasetrið

Danski lakkrískóngurinn Johan Bülow hefur sett sveitasetur sitt í bænum Tisvildeleje, við strandlengjuna á norður Sjálandi í Danmörku, á sölu. Húsið var byggt árið 2013 og er staðsett á 3651 fermetra eignarlóð.

Lífið
Fréttamynd

Steldu stílnum af heimili Lauf­eyjar

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Danska poppdívan Medina selur glæsivilluna

Danska tónlistarkonan Medina og eiginmaður hennar hafa sett glæsivillu sína í Hørsholm, norður af Kaupmannahöfn, í Danmörku á sölu. Húsið einkennist af miklum munaði og fáguðum stíl.

Lífið