Víglínan

Fréttamynd

Gagnrýni á bóluefnakaup Íslendinga í Víglínunni

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, telur að íslensk stjórnvöld eigi að leita til fleiri lyfjafyrirtækja en Pfizer og skoða möguleikann á samstarfi til að hægt verði að ljúka bólusetningum fyrr hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót

Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetningar og ferðaþjónustan í Víglínunni

Bólusetningar vegna Covid-19 gætu hafist hér á landi á milli jóla og nýárs að sögn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Svandís er gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag bólusetninga sem eiga að hefjast á allra næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni

Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf.

Innlent
Fréttamynd

SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við

Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Spurning um óbreytt ástand eða ekki

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur, Drífa og Halldór í Víglínunni

Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, bólusetningar og alvarleg staða á vinnumarkaði eru á meðal mála sem verða til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í dag.Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, Drífu Snædal, forseta ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og ræðir við þau um þessi mál og önnur í þættinum.Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara ósammála Ásmundi“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni

Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræða um smá­hýsi lituð af miklu skilnings­leysi

Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra.

Innlent