Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. september 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins ekki lokið. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00
Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00
Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30