Kauphöllin

Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir sækjast eftir að stækka við hlut sinn eftir út­boð Hamp­iðjunnar

Ríflega einum mánuði eftir að hlutafjárútboði Hampiðjunnar lauk hefur mikill meirihluti íslenskra lífeyrissjóða, einkum Festa og LSR, haldið áfram að stækka við eignarhlut sinn í félaginu. Kaup lífeyrissjóðanna hafa meðal annars átt sinn þátt í að drífa áfram mikla hækkun á gengi bréfa Hampiðjunnar á eftirmarkaði að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins er upp um nærri 23 prósent frá því gengi sem almennum fjárfestum bauðst að kaupa í útboðinu.

Innherji
Fréttamynd

Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi.

Innherji
Fréttamynd

Marel klárar samning um stórt nauta­kjöts­verk­efni í Mexíkó

Fyrr í þessum mánuði gekk Marel frá samningi við mexíkóska fyrirtækið Loneg um stórt verkefni (greenfield) við uppbyggingu á kjötvinnslu þar í landi. Hlutabréfaverð Marels, sem hefur verið undir þrýstingi til lækkunar síðustu vikur, hefur rokið upp um liðlega tíu prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti fjár­festirinn bætir við sig í Sýn fyrir nærri hundrað milljónir

Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stærsti fjárfestirinn í hluthafahópi Sýnar, hefur bætt við sig hlutum í félaginu í fyrirtækinu fyrir nálægt hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Tveir hópar einkafjárfesta, sem fara með meirihluta í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, eiga núna orðið samanlagt rétt rúmlega 30 prósenta hlut í Sýn.

Innherji
Fréttamynd

Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka

Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Arion banka ætti að tvö­faldast á grunni sterkra vaxta­tekna

Væntingar eru um að afkoma stóru viðskiptabankanna í Kauphöllinni verði umfram arðsemismarkmið þeirra á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir að erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum hafi enn neikvæð áhrif á fjármunartekjurnar. Þar munar mestu um kröftugan vöxt í vaxtatekjum, stærsti tekjupóstur Arion banka og Íslandsbanka, en útlit er fyrir að hagnaður Arion af reglulegri starfsemi muni meira en tvöfaldast frá fyrra ári, samkvæmt spám hlutabréfagreinenda.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mat Reit­a enn langt yfir mark­aðs­virð­i

Verðmat Jakobsson Capital á Reitum lækkaði lítillega á milli ársfjórðunga. Verðmatið er um 54 prósentum hærra en markaðsvirðið. Raunvöxtur í leigutekjum var tvö prósent á milli ára. Sennilega standa hóteleignir á baki við hluta rauntekjuvaxtar milli ára. Reitir eru þyngstir í hóteleignum af öllum fasteignafélögunum. 

Innherji
Fréttamynd

Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum

Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að fá betra verð með því að bjóða betra verð

Ágæt regla sem almennir fjárfestar geta tileinkað sér er að nota ekki svokölluð markaðstilboð við kaup og sölu nema að vel ígrunduðu máli, þar sem þau fela í sér að viðkomandi tekur hagstæðasta tilboði – sama hvaða verð eru í boði.

Umræðan
Fréttamynd

Greidd­i næst­um fjórð­ung af sjóðn­um í arð vegn­a sölu á Temp­o og Mílu

Arðgreiðslusjóður Stefnis greiddi 23,5 prósent af heildarstærð sjóðsins í arð til sjóðsfélaga um síðustu mánaðarmót. Þetta háa hlutfall má rekja til þess að Origo seldi Tempo og Síminn seldi Mílu og var afrakstur sölunnar greiddur til hluthafa. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90 prósent af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili.

Innherji
Fréttamynd

Félag Róberts minnkar stöðu sína í Lotus með sölu upp á 33 milljarða

Fjárfestingafélagið Aztiq, stærsti hluthafi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, hefur lokið við sölu á helmingi af nærri tuttugu prósenta hlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan fyrir samtals jafnvirði um 33 milljarða króna. Hluturinn var seldur á um átta prósenta lægra verði en nam síðasta dagslokagengi Lotus. Aztiq hefur lýst því yfir að félagið áformi að leggja aukna fjármuni til að styðja við rekstur Alvotech og hefur hlutabréfaverð þess núna rétt úr kútnum og hækkað um meira en fjórðung á síðustu tveimur viðskiptadögum.

Innherji
Fréttamynd

Ný stjórn kosin á hlut­hafa­fundi

Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reitir og Eik kanna sameiningu

Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öll fé­lög hækkað eftir Al­vot­ech vendingar

Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festinga­fé­lag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða

Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Lægr­a ol­í­u­verð dró nið­ur af­kom­u Haga

Hagnaður Haga dróst saman um 30 prósent á milli ára og nam 653 milljónum króna á fyrsta árfjórðungi. Stjórnendur segja að á tímabilinu sem sé til samanburðar hafi afkoman verið „óvenju sterk“. Í ljósi þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á milli ára, en það leiðir til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda, dróst rekstrarhagnaður Olís saman um 63 prósent á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Tafir á inn­komu á Banda­ríkja­markað þurrkar út 25 milljarða af virði Al­vot­ech

Hlutabréfaverð Alvotech hefur fallið um liðlega sjö prósent eftir að ljóst varð seint í gærkvöldi að umsókn íslenska líftæknilyfjafélagsins um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf yrði ekki samþykkt að svo stöddu af hálfu Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) þar í landi. Áætla má að handbært fé Alvotech geti numið yfir 180 milljónum Bandaríkjadala miðað við áform stærsta hluthafans um að leggja því til aukið fjármagn til að standa straum af kostnaði við rekstur og fjárfestingar á komandi mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Hlutabréfaverð ISB réttir úr kútnum við brotthvarf Birnu

Gengi hlutabréfa Íslandsbanka, sem hafði fallið skarpt fyrstu tvo daga vikunnar, hefur hækkað um meira en þrjú prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengishækkunin kemur í kjölfar þess tilkynnt var um það fyrr í nótt að samið hefði verið um starfslok Birnu Einarsdóttur eftir að bankinn braut fjölmörg lög og innri reglur félagsins við sölu á hlutum í sjálfum í útboði ríkisins í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Ekkert lát á sölu fjár­festa úr sjóðum sam­tímis verð­lækkunum á markaði

Fjárfestar héldu áfram að losa um eignir sínar í helstu verðbréfasjóðum í liðnum mánuði, meðal annars þeim sem kaupa í hlutabréfum, samhliða því að gengishrun bréfa Marels tók Úrvalsvísitöluna niður um nærri þrettán prósent. Eftir miklar verðlækkanir á markaði og innlausnir fjárfesta þá hafa eignir hlutabréfasjóða ekki verið lægri í meira en tvö ár.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­­fest­­ar ef­ast um að rekst­ur Mar­els batn­i jafn hratt og stjórn­end­ur á­ætl­a

Hlutabréfaverð Marels hefur haldið áfram að lækka eftir uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem olli vonbrigðum. Lækkunin er umtalsvert meiri en lækkun markaðarins í heild en fjárfestar efast um að  rekstur félagsins muni snúast jafn hratt við og stjórnendur Marels vænta. „Það er augljóslega verið að skortselja bréfin,“ segir viðmælandi Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Selja allan fimmtungs­hlut sinn í fjár­festinga­fé­laginu Streng

Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins.

Innherji