Kauphöllin

Fréttamynd

Árið 2021 var „al­ger sprengj­a“ í rekstr­i Eim­skips en árið í ár er „enn betr­a“

Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam.

Innherji
Fréttamynd

Verðið í útboði Íslandsbanka var „eins gott og hugsast gat“

STJ Advisors, ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka, segir að ef reynt hefði verið að fá hærra verð en 117 krónur á hlut í útboðinu í mars, hefði skapast sú hætta að horfið yrði frá stórum hluta af pöntunum, þar á meðal frá „hágæða fjárfestum“ og núverandi hluthöfum. Allar nauðsynlegar upplýsingar sem máli skiptu um mögulega heildareftirspurn fjárfesta hafi legið fyrir þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð hafi verið tekin.

Innherji
Fréttamynd

Þrátt fyr­ir mik­inn út­lán­a­vöxt er Kvik­a enn fjár­fest­ing­ar­bank­i

Sveiflur í afkomu Kviku varpa ljósi á að félagið er enn fjárfestingarbanki jafnvel þótt vægi útlána hafi vaxið hratt. Útlán Kviku hafa aukist um 45 prósent frá áramótum en á sama tíma hefur efnahagsreikningurinn vaxið um 21 prósent. „Stærri efnahagsreikningur og stærra útlánasafn leggja grunninn að stöðugri og sterkari grunnrekstri til framtíðar,“ segir í verðmati Jakobsson Capital.

Innherji
Fréttamynd

Fjárfestu seldu sig út úr verðbréfasjóðum fyrir meira en tíu milljarða

Talsvert var um innlausnir fjárfesta í verðbréfasjóðum í október, einkum í sjóðum sem fjárfesta í skuldabréfum, þrátt fyrri að bæði vísitala hlutabréfa og skuldabréfa hafi hækkað í Kauphöllinni í síðasta mánuði. Óvenju miklar verðlækkanir samtímis útflæði á árinu þýðir að eignir skuldabréfasjóða hafa minnkað um 44 milljarða frá áramótum og ekki verið minni frá því í ágúst í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar

Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.

Umræðan
Fréttamynd

Hamp­iðjan stefnir á aðal­markað eftir kaup á norsku fé­lagi

Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvika annast skráningu Arctic Adventures á næsta ári

Arctic Adventures hefur ráðið Kviku banka sem aðalráðgjafa sinn vegna skráningar félagsins á hlutabréfamarkað. Skráning er fyrirhuguð á síðari hluta næsta árs. Þetta staðfestir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures í samtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Stoðir stækka stöðu sína í Kviku banka

Fjárfestingafélagið Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Kviku, hefur stækkað stöðu sína í bankanum um nærri tíund. Kaupin í Kviku koma um einu ári eftir að félagið minnkaði hlut sinn um liðlega þriðjung þegar hlutabréfaverð bankans var í hæstu hæðum.

Innherji
Fréttamynd

Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur

Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári.

Innherji
Fréttamynd

Hærri vaxta­munur „ó­lík­legur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn

Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg.

Innherji
Fréttamynd

Mæla með sölu í bönk­un­um vegn­a meir­i ó­viss­u á er­lend­um mörk­uð­um

IFS mælir með því að fjárfestar selji í Arion banka og Íslandsbanka og hefur lækkað verðmat sitt á bönkunum. Mikil óvissa á alþjóðavettvangi leiðir til aukinnar áhættu, að mati greinanda. Í verðmati er þess getið íslenskur efnahagur sé „sterkur “ í ljósi þess að erlendir ferðamenn hófu streyma aftur til landsins eftir Covid-19 heimsfaraldurinn og hárri einkaneyslu.

Innherji
Fréttamynd

„Augu allr­a“ hafa verið á verð­bólg­u, einkum í Band­a­ríkj­un­um

Íslenski hlutabréf hækkuðu umtalsvert í gær eftir að í ljós kom að verðbólga í Bandaríkjunum var lægri en vænst var. Við það hækkaði hlutabréfaverð umtalsvert í Bandaríkjunum. Þegar mikil óvissa ríkir horfir markaðurinn hér heima í enn meira mæli til þróunar erlendis. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn brást hins vegar lítið við tíðundunum frá Bandaríkjunum en það má rekja til þess að framundan eru kjarasamningar, krónan hefur verið að veikjast síðustu misseri og síðasta verðbólgumæling hérlendis olli vonbrigðum.

Innherji
Fréttamynd

Bjarn­a­rmark­að­ur vest­an­hafs er senn­i­leg­a ekki kom­inn á leið­ar­end­a

Bjarnarmarkaður vestanhafs er sennilega ekki komin á „seinni eða lokastig“ ef marka á þróun vísitalna sem einstaka atvinnugeira. Á því stigi ætti verð hlutabréfa fyrirtækja í fjármálageiranum og næma neytendageiranum að hafa hækkað mest. Geirarnir tveir eru vanalega þeir fyrstu til að ná botni og byrja að hækka áður en hlutabréfamarkaðurinn almennt fer að hækka.

Innherji
Fréttamynd

Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum.

Innherji
Fréttamynd

Vægi ís­lensk­a hlut­a­bréf­a­mark­að­ar­ins eykst um fimmt­ung hjá MSCI

Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði hefur aukist um fimmtung. Íslenski markaðurinn er sá þriðji stærsti innan vísitölunnar. Rekja má aukninguna til þess að Bahrein, furstadæmi á Persaflóa, tilheyrir ekki lengur vísitölunni. Tíðindin ættu að hafa í för með sér aukið innflæði á markaðinn frá erlendum fjárfestum.

Innherji
Fréttamynd

Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs

Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.

Innherji