Viðskipti innlent

Ori­gotoppar keyptu fyrir 119 milljónir króna

Árni Sæberg skrifar
Jón Björnsson er forstjóri Origo.
Jón Björnsson er forstjóri Origo. Origo

Forstjóri, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs og stjórnarmaður Origo keyptu í dag hluti í félaginu fyrir alls 119 milljónir króna.

Í lögbundinni tilkynningu um viðskipti einstaklinga sem gegna stjórnunarstörfum og einstaklinga sem eru þeim nákomnir frá Origo segir að Sunnunes, félag sem er í helmingseigu forstjórans Jóns Björnssonar, hafi keypt 349.200 hluti í félaginu á genginu 85,5 krónur á hlut. Það gerir 33.533.100 krónur.

Hinn helmingur Sunnuness er í eigu Höllu Tómasdóttur, forstjóra B Team og fyrrverandi forsetaframbjóðanda.

Í tilkynningunni segir að Ari Daníelsson, einn stjórnarmanna Origo, hafi keypt 800.000 hluti á sama gengi fyrir 68,4 milljónir króna.

Þá segir að Gunnar Petersen, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs, hafi keypt 200 þúsund hluti á sama verði fyrir alls 17,1 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×