Kauphöllin

Fréttamynd

Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“

Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni. 

Innherji
Fréttamynd

Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar

Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn

Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldeyrisinnflæðið sem kom ekki þegar íslenskir fjárfestar voru teknir í bólinu

Umfangsmikil sala erlendra fjárfestingarsjóða, sem hafa að undanförnu byggt upp stöður í skráðum félögum hér á landi, til erlendra vísitölusjóða í aðdraganda þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja olli því að hlutabréfaverð flestra fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði verulega þegar markaðir lokuðu fyrir helgi.

Innherji
Fréttamynd

Biðstaða á meðan fjárfestar bíða eftir planinu hjá stjórn Símans

Efnahagsreikningur Símans tekur stakkaskiptum núna þegar loksins er orðið ljóst að salan á Mílu fyrir tæplega 70 milljarða króna gengur í gegn. Stóra spurningin, sem ætti að opinberast á allra næsta vikum, er hvað félagið hyggst gera við það mikla reiðufé sem það situr á eftir söluna. Flestir eiga von á því að þeir fjármunir verði meira eða minna allir greiddir út til hluthafa.

Klinkið
Fréttamynd

Gildi heldur áfram að stækka hlut sinn í Sýn

Gildi lífeyrissjóður, sem hefur um langt skeið verið einn allra stærsti hluthafi Sýnar, er á síðustu vikum búinn að vera að stækka stöðu sína í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu, bæði í aðdraganda og eftir hluthafafund félagsins í lok síðasta mánaðar þar sem átök voru á milli einkafjárfesta og lífeyrissjóða um kjör stjórnarmanna.

Innherji
Fréttamynd

Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðurinn Festa selur allan hlut sinn í Sýn

Festa lífeyrissjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Sýnar, hefur losað um allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Lífeyrissjóðurinn seldi þannig rúmlega 1,6 prósenta hlut í félaginu skömmu eftir lokun markaða í dag fyrir samtals um 276 milljónir króna, samkvæmt heimildum Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Leiguverð aflaheimilda þorsks hækkar um 50 prósent milli ára

Leiguverð á aflaheimildum helstu bolfisktegunda hefur hækkað töluvert frá síðasta ári, að því er kemur fram í gögnum Fiskistofu. Meðalleiguverð aflamarks þorsks á síðasta ári var ríflega 405 krónur fyrir hvert kíló. Það er um það bil 50% hærra verð en meðalverð síðasta árs. Leiguverð aflaheimilda ýsu og ufsa hefur einnig hækkað töluvert.

Innherji
Fréttamynd

Mismunandi leiðir inn á markaðinn I

Skráð félög eru meira áberandi í allri umræðu og komast á kortið hjá stærri hópi fjárfesta. En eins og með seljanleika er hægt að gera ýmislegt til að nýta aukinn sýnileika til fulls. Það er ekki nóg að hafa gjallarhorn, það þarf líka að hafa góða sögu að segja.

Umræðan
Fréttamynd

Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi

Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar

Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 

Innherji
Fréttamynd

Akta og Stapi keyptu fyrir um tvo milljarða í útboði Kaldalóns

Fjórir fjárfestar, lífeyrissjóðir og sjóðastýringarfyrirtæki, keyptu mikinn meirihluta allra þeirra hluta sem voru seldir í lokuðu útboði Kaldalóns undir lok síðasta mánaðar þegar fasteignafélagið sótti sér nýtt hlutafé að fjárhæð samtals fjögurra milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Ásta ráðin for­stjóri Festi

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða

Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði.

Innherji
Fréttamynd

Sjóðir Akta stækka stöðu sína í SKEL á meðan Jakob Valgeir selur

Sjóðir í stýringu Akta meira en tvöfölduðu eignarhlut sinn í SKEL í liðnum mánuði og fara núna með að lágmarki um 2,3 prósenta eignarhlut í fjárfestingafélaginu. Samanlagður hlutur Akta, sem kom fyrst inn í hluthafahóp SKEL í júní síðastliðnum, gerir sjóðastýringarfyrirtækið að sjöunda stærsta hluthafa félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Eignir í stýringu Akta lækka um þriðjung, miklar innlausnir í stærstu sjóðunum

Mikill samdráttur einkenndi rekstur og afkomu sjóðastýringarfyrirtækisins Akta, sem hefur vaxið mjög hratt á skömmum tíma, á fyrri helmingi þessa árs samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Akta hagnaðist aðeins um 2,5 milljónir, borið saman við 1,3 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári, og margra milljarða króna útflæði var úr helstu fjárfestingarsjóðum í stýringu félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir

Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Halla ráðin yfirmaður eignastýringar LSR

Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, samkvæmt heimildum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest

Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Rúnar hættir í eigin viðskiptum hjá Arion banka

Rúnar Friðriksson, sem hefur starfað í eigin viðskiptum Arion banka síðustu ár, er hættur hjá bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. Hann sagði starfi sínu lausu í dag en það mun skýrast fljótlega hver verður fenginn til að taka við af honum innan bankans. 

Klinkið