Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 14:31 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Í tilkynningu til Kauphallar segir að verðmæti eigna félagsins séu 88,5 milljónir evra, en verðmæti kvóta miðist við markaðsverð í dag og óháðu mati skipasala á Sólborgu RE. ÚR festi kaup á frystitogaranum Sólborgu fyrir um ári, en togarinn hét þá Tasermiut var áður í eigu Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Togarinn var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd. Í tilkynningunni segir að skuldir RE 27 ehf. hjá viðskiptabanka nemi 81,5 milljónum evra og muni Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins sé því sjö milljónir evra sem verði greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið sé að uppfylla hefðbundna fyrirvara. Togarinn Sólborg RE-27 var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd.ÚR „Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. Aflaheimildir í loðnu eru ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag. Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11. Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum. Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er eigandi að 43,97% af hlutafé í Brimi hf. og er eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, jafnframt forstjóri Brims,“ segir í tilkynningunni. Brim Sjávarútvegur Vopnafjörður Kauphöllin Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallar segir að verðmæti eigna félagsins séu 88,5 milljónir evra, en verðmæti kvóta miðist við markaðsverð í dag og óháðu mati skipasala á Sólborgu RE. ÚR festi kaup á frystitogaranum Sólborgu fyrir um ári, en togarinn hét þá Tasermiut var áður í eigu Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Togarinn var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd. Í tilkynningunni segir að skuldir RE 27 ehf. hjá viðskiptabanka nemi 81,5 milljónum evra og muni Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins sé því sjö milljónir evra sem verði greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið sé að uppfylla hefðbundna fyrirvara. Togarinn Sólborg RE-27 var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd.ÚR „Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. Aflaheimildir í loðnu eru ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag. Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11. Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum. Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er eigandi að 43,97% af hlutafé í Brimi hf. og er eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, jafnframt forstjóri Brims,“ segir í tilkynningunni.
Brim Sjávarútvegur Vopnafjörður Kauphöllin Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira