Viðskipti innlent

Fram­kvæmda­stjóri Krónunnar kaupir hlut í Festi fyrir tæp­lega 20 milljónir

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar.
Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Framkvæmdastjóri Krónunnar, Ásta Sigríður Fjeldsted hefur keypt tæplega 20 milljóna króna hlut í smásölufyrirtækinu Festi en hún greiddi 208 krónur á hlut. Festi rekur verslanir Krónunnar.

Ásta komst í fréttirnar fyrir skömmu og var gagnrýnd vegna eigin mánaðarlauna en hún er með 3,2 milljónir á mánuði í laun.

Mikil ólga hefur ríkt innan Festi en fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, Eggert Þór Kristófersson hvarf frá stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins nú í ágúst  og tók Magnús Kr. Ingason við keflinu.

Heildartekjur Festi á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu tæplega þrjátíu milljörðum króna en virði verðbréfa fyrirtækisins hefur lækkað um tæplega átta prósent á síðustu tveimur vikum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×