Kauphöllin Lækkun Úrvalsvísitölunnar tók niður CAPE-hlutfallið í marsmánuði Úrvalsvísitalan lækkaði talsvert í síðasta mánuði á sama tíma og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði. Virði félaga í Kauphöllinni hefur fallið nokkuð á árinu sem hlutfall af hagsveifluleiðréttum hagnaði þeirra. Umræðan 2.4.2024 08:28 Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári. Innherji 1.4.2024 11:03 Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. Innherji 27.3.2024 12:51 Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði. Innherji 26.3.2024 15:30 Yfirmaður hjá Alvotech fékk 300 milljóna kaupauka Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Alvotech fékk kaupauka að andvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna króna á dögunum. Viðskipti innlent 26.3.2024 13:31 Furðulegar verðlækkanir á mörkuðum Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Skoðun 26.3.2024 10:00 Ólík stemning á mörkuðum leiðir til að gengi Marels og JBT helst ekki í hendur Ólík gengisþróun Marels og John Bean Technologies (JBT) frá þriðja mögulega yfirtökutilboði bandaríska matvælatæknifyrirtækisins í það íslenska um miðjan janúar helgast af ólíkri þróun hlutabréfamarkaða, segir hlutabréfagreinandi. Marel hefur lækkað um ellefu prósent á síðustu tveimur mánuðum en JBT um tvö prósent á sama tíma. Innherji 25.3.2024 18:40 Kostnaðaraðhald Símans „er til fyrirmyndar“ Mikil samkeppni er á fjarskiptamarkaði og því geta kostnaðarhækkanir verið erfiðar viðureignar ef viðhalda á framlegðarstigi, segir í verðmati Símans þar sem bent er á að tekjur hafi ekki haldið í við verðbólgu á milli ára. „Verðbólguumhverfið lítur töluvert betur út fyrir árið 2024 sem er til hagsbóta fyrir félög líkt og Símann sem eru með að hluta með verðtryggðan rekstrarkostnað. Tekjur eru á móti meira seigfljótandi,“ segir greinandi sem telur að kostnaðaraðhald Símans sé til fyrirmyndar. Innherji 25.3.2024 13:48 Íslandsbanki gerði tilboð í TM með fyrirvara um hækkun hlutafjár Þegar Íslandsbanki gerði skuldbindandi tilboð í TM þá var það meðal annars gert með því skilyrði að hluthafar, þar sem ríkissjóður er langsamlega stærstur, myndu samþykkja í kjölfarið að hækka hlutafé bankans til að standa undir kaupverðinu. Viðskiptin hefðu verið stærri í hlutfalli við eigin fé bankans borið saman við Landsbankann sem var með enga fyrirvara um samþykki hluthafafundar þegar tilboðið hans var samþykkt. Innherji 22.3.2024 18:53 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. Innherji 22.3.2024 10:59 Fjárfestar líta í síauknum mæli til mikilvægis kynjajafnréttis „Þessi aukna vitundarvakning um mikilvægi kynjajafnréttis og aukin eftirspurn eftir samfélagslegum fjármálaafurðum – ábyrgum lausnum og upplýsingum um ófjárhagslega þætti – felur í sér mikil tækifæri fyrir Ísland.“ Viðskipti innlent 22.3.2024 08:01 Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni. Innherji 21.3.2024 15:22 Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022. Viðskipti innlent 21.3.2024 14:47 Telja að tekjurnar fari í um 50 milljarða og verði umfram spár greinenda Samkvæmt afkomuáætlun sem stjórnendur Alvotech hafa gefið út er ráðgert að heildartekjur líftæknilyfjafélagsins geti á þessu ári orðið um 400 milljónir Bandaríkjadala, um fjórfalt meira en í fyrra, og mögulega tvöfaldast árið eftir. Þær áætlanir gætu tekið talsverðum breytingum á næstunni þegar Alvotech klárar sölusamninga í Bandaríkjunum en hin nýja tekju- og afkomuspá, sem markaðsaðilar hafa beðið eftir, er engu að síður nokkuð yfir væntingum greinenda. Innherji 21.3.2024 10:53 Tapaði ríflega hálfum milljarði dala annað árið í röð Tap Alvotech á árinu 2023 nam 551,7 milljónum dollara eða 2,43 dollara tapi á hlut, samanborið við 513,6 milljóna dollara tap á árinu 2022, sem nemur 2,6 dollara tapi á hlut. 551,7 milljónir dollara eru tæplega 75 milljarðar króna á gengi dagsins. Viðskipti innlent 20.3.2024 21:35 Bauð talsvert betur en Íslandsbanki í baráttunni um að kaupa TM Fjórum mánuðum eftir að Kvika hafði hrundið af stað formlegu söluferli á TM var það ríkisfyrirtækið Landsbankinn, stærsti banki landsins á alla helstu mælikvarða, sem skilaði inn álitlegasta tilboðinu í allt hlutafé tryggingafélagsins – og ætlar sér núna að blása til sóknar þvert á vilja eigandans. Bankinn naut ráðgjafar fyrrverandi forstjóra annars tryggingafélags til margra ára við kaupin og er sagður hafa augljóslega langað mest allra tilboðsgjafa að komast yfir TM. Innherji 19.3.2024 15:03 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58 Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. Viðskipti innlent 18.3.2024 09:55 Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. Viðskipti innlent 17.3.2024 16:27 Gagnrýnir séríslenskt kerfi þar sem lífeyrissjóðum er leyft að móta veruleikann Hjörleifur Pálsson, sem hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í Kauphöllinni um árabil, fer hörðum orðum um þá þróun sem hefur orðið ofan á með tilnefningarnefndir og telur að þar hafi forsvarsmenn skráðra félaga „almennt sofið fljótandi að feigðarósi.“ Ekki sé hægt að aftengja stjórnir og hluthafa starfi nefndanna, eins og er að gerast, en þannig er búið að eftirláta völdin öllum öðrum en þeim sem hafa reynslu af rekstri og stjórnun skráðra félaga. Innherji 17.3.2024 11:23 Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna studdu ekki kaupréttarkerfi Regins Tvær stærstu hluthafar Regins, lífeyrissjóðirnir LSR og Brú, greiddu ekki atkvæði með tillögu stjórnar fasteignafélagsins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur sem var kynnt fjárfestum í aðdraganda aðalfundar fyrr í vikunni. Ekki náðist nægjanlegur meirihlutastuðningur fyrir tillögunni eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi bókaði andstöðu við kaupréttarsamningana og taldi rétt að hluthafar myndu taka afstöðu til helstu skilmála þegar slík kerfi væru tekin upp. Innherji 15.3.2024 10:19 Góð staða Eimskips í frystiflutningum gæti bætt afkomu í flutningsmiðlun Góð staða Eimskips í frystiflutningum í Kína gæti leitt til þess að flutningsmiðlun félagsins muni skila betri afkomu árið 2024 en 2023, segir greinandi. Eimskip hefur sýnt mikinn rekstrarbata seinustu ár og var grunnreksturinn „mjög sterkur“ þrátt fyrir að tekjur drægjust saman eins og gert var ráð fyrir. Innherji 14.3.2024 16:46 Tilnefningarnefndir kjósa ekki stjórn Á undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð þróun á sviði tilnefningarnefnda á Íslandi. Reynslan er í flestum tilvikum góð en þó ekki án áskorana, eins og mátti búast við. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að nefndirnar hafi í reynd tekið yfir vald hluthafafundar til að velja stjórnir félaga. Mikilvægt er í því samhengi að huga að hlutverki tilnefningarnefnda. Umræðan 14.3.2024 07:00 Tillaga um kaupréttarkerfi fékkst ekki samþykkt eftir andstöðu frá Gildi Áform stjórnar Regins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur hlaut ekki samþykki nægjanlega mikils meirihluta hluthafa á aðalfundi fasteignafélagsins sem lauk fyrr í dag. Lífeyrissjóðurinn Gildi, fimmti stærsti hluthafi félagsins, hafði lagt fram bókun í aðdraganda fundarins og lagst gegn tillögu stjórnarinnar. Innherji 12.3.2024 21:31 Stefna á skráningu í Kauphöll á næstu mánuðum Íslandshótel stefna á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 12.3.2024 13:55 Sala á Íslandsbanka myndi auka líkur á uppfærslu hjá vísitölufyrirtækjum Verði af áformum stjórnvalda um að hefja að nýju söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka ætti það að hjálpa íslenska hlutabréfamarkaðinum við að færast hærra upp í gæðaflokkunarstiga hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn Kauphallarinnar. Stjórnendur hennar viðurkenna að almennt útboð við söluna, eins og lagt er til í þetta sinn, sé „flóknara í framkvæmd“ heldur en tilboðsfyrirkomulag en hafi á móti þann kost að auka frekar þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Innherji 7.3.2024 12:18 Farþegum fjölgaði um 66 prósent Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 7.3.2024 11:06 LSR setti öll sín atkvæði á Guðjón í stjórnarkjörinu hjá Festi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi, greiddi fráfarandi forstjóra Reita öll atkvæði sín í stjórnarkjöri smásölurisans á hitafundi sem fór fram í morgun. Djúpstæð gjá hefur myndast milli stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi Festar og sumra lífeyrissjóða, sem beittu sér gegn því að fulltrúi þeirra færi í stjórn, en hlutabréfaverð félagsins féll um þrjú prósent í dag og hefur ekki verið lægra á þessu ári. Innherji 6.3.2024 20:20 „Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og beinni íhlutun lífeyrissjóða“ Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið. Innherji 6.3.2024 13:18 Bankar veita „skjól á tvísýnum tímum“ og verðmat Íslandsbanka hækkar Viðskiptabankar veita skjól á tvísýnum tímum, segir í hlutabréfagreiningu þar sem verðmat Íslandsbanka hækkar um 18 prósent frá síðasta mati. Verðmatið er 39 prósentum hærra en markaðsgengi. Innherji 5.3.2024 16:30 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 79 ›
Lækkun Úrvalsvísitölunnar tók niður CAPE-hlutfallið í marsmánuði Úrvalsvísitalan lækkaði talsvert í síðasta mánuði á sama tíma og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði. Virði félaga í Kauphöllinni hefur fallið nokkuð á árinu sem hlutfall af hagsveifluleiðréttum hagnaði þeirra. Umræðan 2.4.2024 08:28
Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári. Innherji 1.4.2024 11:03
Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. Innherji 27.3.2024 12:51
Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði. Innherji 26.3.2024 15:30
Yfirmaður hjá Alvotech fékk 300 milljóna kaupauka Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Alvotech fékk kaupauka að andvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna króna á dögunum. Viðskipti innlent 26.3.2024 13:31
Furðulegar verðlækkanir á mörkuðum Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Skoðun 26.3.2024 10:00
Ólík stemning á mörkuðum leiðir til að gengi Marels og JBT helst ekki í hendur Ólík gengisþróun Marels og John Bean Technologies (JBT) frá þriðja mögulega yfirtökutilboði bandaríska matvælatæknifyrirtækisins í það íslenska um miðjan janúar helgast af ólíkri þróun hlutabréfamarkaða, segir hlutabréfagreinandi. Marel hefur lækkað um ellefu prósent á síðustu tveimur mánuðum en JBT um tvö prósent á sama tíma. Innherji 25.3.2024 18:40
Kostnaðaraðhald Símans „er til fyrirmyndar“ Mikil samkeppni er á fjarskiptamarkaði og því geta kostnaðarhækkanir verið erfiðar viðureignar ef viðhalda á framlegðarstigi, segir í verðmati Símans þar sem bent er á að tekjur hafi ekki haldið í við verðbólgu á milli ára. „Verðbólguumhverfið lítur töluvert betur út fyrir árið 2024 sem er til hagsbóta fyrir félög líkt og Símann sem eru með að hluta með verðtryggðan rekstrarkostnað. Tekjur eru á móti meira seigfljótandi,“ segir greinandi sem telur að kostnaðaraðhald Símans sé til fyrirmyndar. Innherji 25.3.2024 13:48
Íslandsbanki gerði tilboð í TM með fyrirvara um hækkun hlutafjár Þegar Íslandsbanki gerði skuldbindandi tilboð í TM þá var það meðal annars gert með því skilyrði að hluthafar, þar sem ríkissjóður er langsamlega stærstur, myndu samþykkja í kjölfarið að hækka hlutafé bankans til að standa undir kaupverðinu. Viðskiptin hefðu verið stærri í hlutfalli við eigin fé bankans borið saman við Landsbankann sem var með enga fyrirvara um samþykki hluthafafundar þegar tilboðið hans var samþykkt. Innherji 22.3.2024 18:53
Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. Innherji 22.3.2024 10:59
Fjárfestar líta í síauknum mæli til mikilvægis kynjajafnréttis „Þessi aukna vitundarvakning um mikilvægi kynjajafnréttis og aukin eftirspurn eftir samfélagslegum fjármálaafurðum – ábyrgum lausnum og upplýsingum um ófjárhagslega þætti – felur í sér mikil tækifæri fyrir Ísland.“ Viðskipti innlent 22.3.2024 08:01
Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni. Innherji 21.3.2024 15:22
Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022. Viðskipti innlent 21.3.2024 14:47
Telja að tekjurnar fari í um 50 milljarða og verði umfram spár greinenda Samkvæmt afkomuáætlun sem stjórnendur Alvotech hafa gefið út er ráðgert að heildartekjur líftæknilyfjafélagsins geti á þessu ári orðið um 400 milljónir Bandaríkjadala, um fjórfalt meira en í fyrra, og mögulega tvöfaldast árið eftir. Þær áætlanir gætu tekið talsverðum breytingum á næstunni þegar Alvotech klárar sölusamninga í Bandaríkjunum en hin nýja tekju- og afkomuspá, sem markaðsaðilar hafa beðið eftir, er engu að síður nokkuð yfir væntingum greinenda. Innherji 21.3.2024 10:53
Tapaði ríflega hálfum milljarði dala annað árið í röð Tap Alvotech á árinu 2023 nam 551,7 milljónum dollara eða 2,43 dollara tapi á hlut, samanborið við 513,6 milljóna dollara tap á árinu 2022, sem nemur 2,6 dollara tapi á hlut. 551,7 milljónir dollara eru tæplega 75 milljarðar króna á gengi dagsins. Viðskipti innlent 20.3.2024 21:35
Bauð talsvert betur en Íslandsbanki í baráttunni um að kaupa TM Fjórum mánuðum eftir að Kvika hafði hrundið af stað formlegu söluferli á TM var það ríkisfyrirtækið Landsbankinn, stærsti banki landsins á alla helstu mælikvarða, sem skilaði inn álitlegasta tilboðinu í allt hlutafé tryggingafélagsins – og ætlar sér núna að blása til sóknar þvert á vilja eigandans. Bankinn naut ráðgjafar fyrrverandi forstjóra annars tryggingafélags til margra ára við kaupin og er sagður hafa augljóslega langað mest allra tilboðsgjafa að komast yfir TM. Innherji 19.3.2024 15:03
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58
Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. Viðskipti innlent 18.3.2024 09:55
Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. Viðskipti innlent 17.3.2024 16:27
Gagnrýnir séríslenskt kerfi þar sem lífeyrissjóðum er leyft að móta veruleikann Hjörleifur Pálsson, sem hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í Kauphöllinni um árabil, fer hörðum orðum um þá þróun sem hefur orðið ofan á með tilnefningarnefndir og telur að þar hafi forsvarsmenn skráðra félaga „almennt sofið fljótandi að feigðarósi.“ Ekki sé hægt að aftengja stjórnir og hluthafa starfi nefndanna, eins og er að gerast, en þannig er búið að eftirláta völdin öllum öðrum en þeim sem hafa reynslu af rekstri og stjórnun skráðra félaga. Innherji 17.3.2024 11:23
Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna studdu ekki kaupréttarkerfi Regins Tvær stærstu hluthafar Regins, lífeyrissjóðirnir LSR og Brú, greiddu ekki atkvæði með tillögu stjórnar fasteignafélagsins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur sem var kynnt fjárfestum í aðdraganda aðalfundar fyrr í vikunni. Ekki náðist nægjanlegur meirihlutastuðningur fyrir tillögunni eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi bókaði andstöðu við kaupréttarsamningana og taldi rétt að hluthafar myndu taka afstöðu til helstu skilmála þegar slík kerfi væru tekin upp. Innherji 15.3.2024 10:19
Góð staða Eimskips í frystiflutningum gæti bætt afkomu í flutningsmiðlun Góð staða Eimskips í frystiflutningum í Kína gæti leitt til þess að flutningsmiðlun félagsins muni skila betri afkomu árið 2024 en 2023, segir greinandi. Eimskip hefur sýnt mikinn rekstrarbata seinustu ár og var grunnreksturinn „mjög sterkur“ þrátt fyrir að tekjur drægjust saman eins og gert var ráð fyrir. Innherji 14.3.2024 16:46
Tilnefningarnefndir kjósa ekki stjórn Á undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð þróun á sviði tilnefningarnefnda á Íslandi. Reynslan er í flestum tilvikum góð en þó ekki án áskorana, eins og mátti búast við. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að nefndirnar hafi í reynd tekið yfir vald hluthafafundar til að velja stjórnir félaga. Mikilvægt er í því samhengi að huga að hlutverki tilnefningarnefnda. Umræðan 14.3.2024 07:00
Tillaga um kaupréttarkerfi fékkst ekki samþykkt eftir andstöðu frá Gildi Áform stjórnar Regins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur hlaut ekki samþykki nægjanlega mikils meirihluta hluthafa á aðalfundi fasteignafélagsins sem lauk fyrr í dag. Lífeyrissjóðurinn Gildi, fimmti stærsti hluthafi félagsins, hafði lagt fram bókun í aðdraganda fundarins og lagst gegn tillögu stjórnarinnar. Innherji 12.3.2024 21:31
Stefna á skráningu í Kauphöll á næstu mánuðum Íslandshótel stefna á skráningu félagsins í Kauphöll Íslands á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 12.3.2024 13:55
Sala á Íslandsbanka myndi auka líkur á uppfærslu hjá vísitölufyrirtækjum Verði af áformum stjórnvalda um að hefja að nýju söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka ætti það að hjálpa íslenska hlutabréfamarkaðinum við að færast hærra upp í gæðaflokkunarstiga hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn Kauphallarinnar. Stjórnendur hennar viðurkenna að almennt útboð við söluna, eins og lagt er til í þetta sinn, sé „flóknara í framkvæmd“ heldur en tilboðsfyrirkomulag en hafi á móti þann kost að auka frekar þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Innherji 7.3.2024 12:18
Farþegum fjölgaði um 66 prósent Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 7.3.2024 11:06
LSR setti öll sín atkvæði á Guðjón í stjórnarkjörinu hjá Festi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi, greiddi fráfarandi forstjóra Reita öll atkvæði sín í stjórnarkjöri smásölurisans á hitafundi sem fór fram í morgun. Djúpstæð gjá hefur myndast milli stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi Festar og sumra lífeyrissjóða, sem beittu sér gegn því að fulltrúi þeirra færi í stjórn, en hlutabréfaverð félagsins féll um þrjú prósent í dag og hefur ekki verið lægra á þessu ári. Innherji 6.3.2024 20:20
„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og beinni íhlutun lífeyrissjóða“ Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið. Innherji 6.3.2024 13:18
Bankar veita „skjól á tvísýnum tímum“ og verðmat Íslandsbanka hækkar Viðskiptabankar veita skjól á tvísýnum tímum, segir í hlutabréfagreiningu þar sem verðmat Íslandsbanka hækkar um 18 prósent frá síðasta mati. Verðmatið er 39 prósentum hærra en markaðsgengi. Innherji 5.3.2024 16:30