Ólík stemning á mörkuðum leiðir til að gengi Marels og JBT helst ekki í hendur
Ólík gengisþróun Marels og John Bean Technologies (JBT) frá þriðja mögulega yfirtökutilboði bandaríska matvælatæknifyrirtækisins í það íslenska um miðjan janúar helgast af ólíkri þróun hlutabréfamarkaða, segir hlutabréfagreinandi. Marel hefur lækkað um ellefu prósent á síðustu tveimur mánuðum en JBT um tvö prósent á sama tíma.
Tengdar fréttir
ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn
Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.