
Icelandair

Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur
Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína.

Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair
Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til.

Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun
Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu.

Er ástæða til að kaupa í Icelandair?
Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim.

Óvissa um aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair
Hlutafjárútboð Icelandair hefst í dag og í Fréttablaðinu segir að mikil óvissa sé um mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að útboðinu.

Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands
Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna.

Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri
Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans.

Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár
Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag.

Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag
Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag.

Icelandair í samstarf við easyJet
Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet.

Stutt sumar hjá Icelandair
Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst.

Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna
Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins.

Segir ábyrgð á lánalínu varpað óbeint á almenning í gegnum lífeyrissjóði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum.

Leggur til að atvinnulausar konur skrifi upp á hlutabréfakaup með tíðablóði
Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur, að sögn formanns Eflingar.

Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi
Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög.

Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld
Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld.

Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair
Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar.

Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair
Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar.

Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag
Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst.

Flugfreyjur í skert starfshlutfall
Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði.

Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi?
Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað.

Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair
Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður.

Að fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir
Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag.

Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair
Forstjóri flugfélagsins Play segir kerfislega mikilvægt að hafa flugsamgöngur við landið en ekki endilega í höndum Icelandair.

Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair
Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins.

Hlær að „asnalegri“ umsögn Samtaka skattgreiðenda
Samtök skattgreiðenda hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið.

Vilja að þingmenn upplýsi um vildarpunktastöðu sína
Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins.

Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair
Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair.

Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair.

Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair.