„Alger tilviljun“ að stórtíðindi berist frá Icelandair á ögurstundu fyrir Play Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 12:08 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Forstjóri Icelandair segir það jákvætt fyrir innlenda hluthafa félagsins að stór erlendur fjárfestir sýni trú á félaginu með stórri fjárfestingu í því. Það er að hans sögn tilviljun að tilkynnt sé um þetta daginn fyrir hlutafjárútboð og jómfrúarflug nýs samkeppnisaðila. Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33
Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42