Kosningar í Bretlandi

Fréttamynd

Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna

Breskir stjórnmálamenn leggja nú línurnar fyrir kosningar. Hagfræðingur hjá fréttaveitunni Bloomberg segist búast við því að Íhaldsflokkurinn sigri og sigli útgöngunni úr Evrópusambandinu í höfn.

Erlent
Fréttamynd

Verkamannaflokkurinn klár í kosningar

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir nú fyrir hádegið að Verkamannaflokkurinn muni styðja tillögu um þingkosningar þann tólfta desember.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður í skötulíki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram.

Erlent
Fréttamynd

Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa.

Erlent
Fréttamynd

Corbyn vill kosningar

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga?

Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás.

Erlent
Fréttamynd

Sleit viðræðum við May um Brexit

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið.

Erlent
Fréttamynd

Blússandi sigling á Farage

Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþings­kosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May

Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsflokkurinn missir 1334 menn

Breski íhaldsflokkurinn fer illa út úr sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Bretlandi í vikunni. Frjálslyndir Demókratar bættu hins vegar við sig flestum mönnum.

Erlent
Fréttamynd

May neyðst til að bakka með stefnumál

Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Erlent