Færeyjar

Fréttamynd

Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag

Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við.

Erlent
Fréttamynd

Vælkomin til framtíðina!

Gleðilega hátíð kæru landsmenn og „Vælkomin til framtíðina!“ hljómar nú í eyrum frænda okkar Færeyinga. Tilefnið er gleðilegt, tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri Tjóðarhøll Føroya, Føroya Arena. Á meðan framkvæmdir við glæsilega framtíðar Þjóðarhöll Færeyinga eru hafnar að þá erum við Íslendingar pikkfastir í fortíðinni og erum enn að bæta við bindum í áratugalöngu ritröðina "Þjóðarhöll Íslendinga, hvar, hvenær, hvernig og fyrir hvern?".

Skoðun
Fréttamynd

Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi

Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum.

Erlent
Fréttamynd

Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja

Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi.

Erlent
Fréttamynd

Kjósa nýjan lögmann Færeyja í fyrramálið

Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum undir forystu Aksels V. Johannesen, formanns Jafnaðarflokksins, sem verður á ný lögmaður Færeyja, en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019.

Erlent
Fréttamynd

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga

Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum

Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja.

Erlent
Fréttamynd

Jafnaðar­flokkurinn vann sigur í Fær­eyjum

Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. 

Jól