Kjaramál

Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Tími aðgerða að renna upp hjá iðnaðarmönnum

Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu.

Innlent
Fréttamynd

Enn fundað hjá ríkissáttasemjara

Fundahöld hjá ríkissáttasemjara halda áfram í dag eftir páskafrí en þá halda viðræður Mjólkurfræðingafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins (SA) áfram.

Innlent
Fréttamynd

Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð

Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir.

Innlent
Fréttamynd

Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð

Framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarsamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta fá fyrirtæki. Almennt standi fyrirtækin með nýundirrituðum kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA

Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustustig líði fyrir launahækkanir

Íslenskar smásölukeðjur skoða möguleikann á því að minnka þjónustustig til þess að geta staðið undir launahækkunum. Forstjóri Festar telur líklegt að hækkanirnar brjótist fram í atvinnustigi fremur en verðbólgu.

Viðskipti innlent