Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 14:14 Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó í dag. Hér er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að fara yfir stöðuna með sínu fólki. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg. Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg.
Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira