Kenía
Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku
Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn.
Um 25 milljónir manna í Austur-Afríku búa við sult vegna þurrka
Verstu þurrkar í fjörutíu ár hafa leitt til alvarlegs matarskorts í austurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. Að mati Alþjóðabjörgunarnefndarinnar, IRC, hafa nú þegar þrettán milljónir manna sáralítið að borða og búa aukin heldur við vatnsskort. Óttast er að ástandið versni á næstu mánuðum.
Horn Afríku: Horfellir og hungur af völdum langvinnra þurrka
Þurrkar valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, búa um þrettán milljónir íbúa þessara landa við sult og seyru. Jafn langvinnir þurrkar hafa ekki verið á þessum slóðum í rúmlega fjörutíu ár, eða frá árinu 1981.
Saga Piusar vakti áhuga á alþjóðlegu hjálparstarfi
Pius Mugami Njeru fyrrverandi nemandi og núverandi starfsmaður ABC barnahjálpar í Kenía kom hingað til lands í lok síðasta árs til þess að segja sögu sína og kynna fyrir nemendum á Íslandi árangur af alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu.
Fór til Kenía í verknám og endaði á að giftast frægum rappara
„Ég vissi alltaf að mig langaði til að starfa innan heilbrigðiskerfisins en var ekki alveg viss hvar,“ segir læknirinn Ásrún Björk Hauksdóttir.
Náttúruverndarsinninn Richard Leakey látinn
Keníski náttúruverndarsinninn Richard Leakey er látinn, 77 ára að aldri. Hann var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar og baráttu gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með fílabeini.
Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna
Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið.
Morðingi Agnesar Tirop handtekinn eftir flótta undan lögreglunni
Lögreglan í Kenía hefur handtekið Emmanuel Rotich sem er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína, langhlauparann Agnesi Tirop.
Morðingja Agnesar Tirop enn leitað
Lögreglan í Kenía leitar að eiginmanni Agnesar Tirop sem er grunaður um að hafa myrt hana í fyrradag.
Ein skærasta frjálsíþróttastjarna Kenía myrt af eiginmanni sínum
Keníska frjálsíþróttastjarnan Agnes Tirop fannst látin á heimili sínu í gær. Í yfirlýsingu frá keníska frjálsíþróttasambandinu segir að eiginmaður hennar hafi stungið hana til bana.
Nýliðastyrkur til uppbyggingar á heimili fyrir barnungar mæður
Utanríkisráðuneytið styrkir Heaven Rescue Home í Kenía.
Menntun í ferðatösku áfram í boði í Kenía
Verkefnið felur í sér tæknistudda kennslu til að aðstoða börn, sem búa við sára fátækt.
Styrkur til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um menntun afskiptra nemenda í Kenía
Bæta á aðstöðu til menntunar í tveimur grunnskólum og tveimur framhaldsskólum í sýslunni.
Sjálfsvígum fjölgar í Kenía
Nærri 500 manns hafa tekið eigið líf í Kenía það sem af er ári en allt árið í fyrra nam fjöldinn 320. Yngsta manneskjan var níu ára og sú elsta 76 ára, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins.
Hlaut gull aðra leikana í röð
Kenýumaðurinn Eliud Kipchoge fagnaði sigri í maraþoni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Hann hlaut gull í greininni aðra leikana í röð.
Tyrkir segjast hafa handsamað frænda Gulen í Kenía
Útsendarar tyrkneskar stjórnvalda eru sagðir hafa handsamað frænda Fetuhallahs Gulen, klerksins sem þau kenna um blóðuga valdaránstilraun árið 2016, í Kenía. Frændinn hafi verið fluttur til Tyrklands þar sem hann bíða réttarhöld.
Styrkur til að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni
Fyrirtækið Intellecon hf. fær 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni.
Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frumsýnir nýja stuttmynd um sögu ungrar flóttakonu sem keppir á Ólympíuleikum.
Styrkur til hönnunar og uppbyggingar snjallmannvirkja
Samið hefur verið við Geymd ehf um að kanna byggingu snjallmannvirkja á Indlandi og í Kenía.
Freista þess að vernda síðasta hvíta gíraffann
Dýraverndunarsamtök hafa sett staðsetningarbúnað á síðasta hvíta gíraffann í heiminum en markmiðið er að vernda dýrið fyrir veiðiþjófum. Veiðiverðir munu fylgjast með ferðum gíraffans í rauntíma.
Börnum rænt og þau seld fyrir 55 þúsund krónur
Stjórnvöld í Kenía hafa fyrirskipað rannsókn á þjófnaði og sölu barna í kjölfar uppljóstrana BBC. Í umfjöllun BBC kom m.a. fram að börnum væri stolið eftir pöntun á opinberum spítala í Naíróbí.
Ljónum í Keníu fjölgar á ný
Svo virðist sem ljónastofninn í Keníu sé að stækka eftir að hafa lengi verið í viðkvæmri stöðu. Sérfræðingar höfðu spáð útrýmingu dýranna fyrir árið 2050 en einungis tvö þúsund ljón eru eftir í landinu.
Fílastofninn í Kenía tvöfaldast á þremur áratugum
Ferðamálaráðherra Kenía segir að fjölgunina megi rekja til þess að yfirvöld hafi náð að stemma stigu við veiðiþjófnað í landinu.
Kórónuveiran raskar björgun hvítra nashyrninga
Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar hafa tafið björgun hvíta nashyrningastofnsins. Einungis tvö dýr eru eftir í heiminum.
Bauð Valdísi Þóru tvö kameldýr fyrir að giftast sér
Valdís Þóra Jónsdóttir sagði frá skemmtilegri uppákomu í Sportinu í dag.
Handteknir fyrir brot gegn ferðatakmörkunum eftir að hafa þóst syrgja ástvin
Fjórir voru í gær handteknir um 400 kílómetrum utan Naíróbí, höfuðborgar Keníu, fyrir að brjóta gegn reglum um ferðatakmarkanir.
Eignaðist barn tólf ára gömul en nú keppir hún á ÓL í Tókýó í sumar
Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli.
Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu
Sameinuðu þjóðirnar biðla til þjóða heims um aukið fjármagn til að hjálpa ríkjunum að glíma við faraldurinn sem gæti orðið enn verri fyrir sumarið.
Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku
Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið.
Fyrrverandi forseti Kenía er allur
Daniel arap Moi, fyrrverandi forseti Kenía er látinn, 95 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins um 24 ára skeið, frá 1978 til 2002.