
Samgönguslys

Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið
Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr.

Tveir árekstrar með skömmu millibili í Garðabæ
Tveir tveggja bíla árekstrar áttu sér með stað með skömmu millibili á Hafnafjarðarvegi á fimmta tímanum nærri Olís í Garðabæ. Sjúkrabíll og dælubíll var sendur á vettvang frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði og var einn fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild.

Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku
Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku.

Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni
Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar.

Lést þegar flutningabíll valt af veginum austan við Kirkjubæjarklaustur
Einn lést þegar flutninabíll fór út af veginum og valt á Suðurlandsvegi, austan við Kirkjubæjarklaustur, í ofsaveðri í nótt.

Syrgja góðan vin og félaga
Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær.

Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð
Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík.

Á annan tug bifreiða í árekstrum á Kringlumýrarbraut
Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf.

Nemendur og starfsfólk harmi slegið
Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun.

Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum
Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag.

Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum
Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu.

Umferðarslys á Bústaðarvegi, Kringlumýrarbraut og Nýbýlavegi í gærkvöldi
Nokkuð var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Um klukkan hálf níu í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðarvegi en þar urðu þó ekki slys á fólki.

Fastur í skurði með óvirkan síma eftir bílveltu
Ökumaður bíls sem valt á Bugavegi í Rangárþingi ytra í síðustu viku sat fastur í skurði í klukkutíma, þar sem hann gat ekki látið vita af sér.

Keyrt á kyrrstæðan bíl á aðrein á Reykjanesbraut
Sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja voru sendir á vettvang eftir tilkynning barst um að bíl hafi verið ekið á kyrrstæðan bíl á aðrein á Reykjanesbraut skömmu eftir klukkan hálf níu í morgun.

Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni.

Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest
Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum.

Flutningaskip Eimskips strandaði í Noregi í gærkvöldi
Flutningskipið Polfoss, sem er í eigu Eimskips, strandaði í gærkvöldi við eyjuna Skorpa í Kristiansund í Noregi. Samkvæmt NRK varð skipið vélarvana.

„Algjörlega óviðráðanlegar aðstæður“
Ökumaður stærðarinnar vöruflutningabíls lenti í miklu basli á Háreksstaðaleið seinni partinn í gær í gríðarlegu hvassviðri og hálku. Framkvæmdastjóri Smyril Line þakkar fyrir að ekki hafi farið illa en einn reyndasti bílstjóri fyrirtækisins var undir stýri.

Keyrt á barn við Bústaðaveg
Ekið var á barn við Bústaðaveg í Reykjavík nærri Valsvelli á fjórða tímanum í dag. Barnið hlaut minniháttar meiðsl.

Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ
Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar.

Stór flutningabíll lokaði þjóðveginum
Stór flutningabíll þveraði þjóðveg 1 við Stöðvarfjörð á Austurlandi í kvöld. Búið er að losa bílinn og hleypa umferð af stað.

Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu við Suðurlandsveg
Suðurlandsvegi var lokað undir Ingólfsfjalli tímabundið nú í kvöld eftir að bíll með fjóra innanborðs valt út af veginum. Enginn er talinn alvarlega slasaður eftir veltuna.

Steig í ógáti á bremsu svo flugvélin hafnaði á hvolfi við Blönduósflugvöll
Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi við æfingar á grasi utan flugbrautar á Blönduósflugvelli 4. maí síðastliðinn.

Alvarlega slasaður eftir misheppnaðan framúrakstur
Ökumaður jeppa, sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi 20. desember síðastliðinn, slasaðist alvarlega í árekstrinum. Jepplingur, sem reynt hafði framúrakstur, lenti framan á bílnum með þessum alvarlegu afleiðingum.

Tólf lentu í þriggja bíla árekstri á Snæfellsnesvegi
Þriggja bíla árekstur varð rétt eftir hádegi í dag á Snæfellsnesvegi þar sem tólf voru í bílunum, bæði börn og fullorðnir. Einn var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi.

Enn hafa ekki verið teknar skýrslur af þeim sem slösuðust undir Hafnarfjalli
Enn hafa skýrslur ekki verið teknar af þeim sem slösuðust í bílslysi undir Hafnarfjalli síðdegis á föstudag. Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi hjá lögreglunni á Vesturlandi og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Ræða við vitni og aðila að slysinu á Suðurlandsvegi
Lögreglan á Suðurlandi hefur nú til rannsóknar slys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í gærkvöldi. Þrír voru fluttir á Landspítala.

Suðurlandsvegur lokaður eftir harðan árekstur
Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir.

Einn fluttur með þyrlu eftir alvarlegt umferðarslys
Einn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa slasast í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesi. Slysið varð skammt frá Vatnsholtsvötnum í Staðarsveit.