Vanmátu aðstæður þegar þrír féllu útbyrðis í prufusiglingu slöngubáts Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 09:06 Segja má að SeaRanger bátarnir séu sambland af sæþotu og slöngubáti. RNSA Vanmat á aðstæðum er talin ástæða þess að tveir björgunarsveitarmenn og sölumaður slöngubáts féllu útbyrðis þegar verið var prufukeyra slöngubát af gerðinni SeaRanger í Víkurfjöru í nóvember síðastliðinn. Mennirnir komust allir í land af sjálfsdáðum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm. Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira