
Samgönguslys

Fluttur á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur
Fjögurra bíla árekstur varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar í dag og var einn fluttur á slysadeild til nánari skoðunar. Sá var ekki alvarlega slasaður.

Eftirvagn með gámi valt á Snæfellsnesvegi
Snæfellsnesvegi var lokað um tíma í dag eftir að eftirvagn með gámi fór á hliðina. Kranabíl þurfti til að reisa gáminn og vagninn við en engin slys urðu á fólki.

Ók of nærri næsta bíl og sveigði yfir á rangan vegarhelming
Karlmaður á tíræðisaldri sem lést í kjölfar umferðarslyss í Hrunamannahreppi sumarið 2020 ók bíl sínum of nálægt næsta bíl á undan. Hann gætti ekki að því þegar bíllinn á undan honum hægði á sér, ók yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt.

Tafir á umferð víða um höfuðborgarsvæðið eftir hádegið
Töluverðar umferðartafir hafa orðið á umferð í höfuðborginni eftir hádegi vegna umferðarslysa. Engir sjúkraflutningar eru þó skráðir hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Talinn hafa axlarbrotnað er lítil rúta valt
Talið er einn farþegi í lítilli rútu hafi beinbrotnað er rútan rann út af veginum og valt á þjóðvegi 1 skammt frá Vík í Mýrdal.

„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“
Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga.

Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð
Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum.

Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli
Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld.

Enginn alvarlega slasaður eftir fimm bíla umferðaróhapp
Tólf manns í fimm bifreiðum lentu í umferðaróhappi um tuttugu kílómetra austur af Vík í Mýrdal klukkan rúmlega fjögur í dag. Allir eru flokkaðir „grænir“ að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi.

„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“
Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand.

Ekið á mann við Sprengisand
Ekið var á mann á miðri götu á við Sprengisand rétt í þessu.

Hringveginum við Bifröst lokað vegna slyss
Hringveginum var lokað við Bifröst vegna bílslyss sem varð um klukkan fimm í dag. Engin slys urðu á fólki að sögn Slökkviliðs Borgarbyggðar.

Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri
Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi.

Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni
Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs.

Kona lést í umferðarslysi í Reykjavík í morgun
Kona lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðavogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Kona flutt á slysadeild eftir að ekið var á hana
Ekið var á gangandi vegfaranda á nærri gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í Reykjavík skömmu eftir klukkan 8:30 í morgun.

Þriggja bíla árekstur við Sæbraut
Þriggja bíla árekstur varð við gatnamót Sæbrautar og Dalbrautar í Reykjavík fyrir stuttu. Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu.

Guðna blöskrar óþarfa framúrakstur: „Hvað er fólk að pæla?“
Tólf létust að meðaltali árlega í umferðarslysum á Íslandi á síðasta áratug samanborið við 20 áratuginn á undan. Á sama tíma liggur þó fyrir að 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti. Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðarslysum er í dag.

Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti
Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag.

Þrengslunum lokað eftir að flutningabíll fór út af
Þrengslavegi var lokað rétt fyrir klukkan tvö í dag eftir að vöruflutningabíll fór út af veginum. Unnið er að því að ná honum aftur upp á veg.

Óska eftir vitnum að umferðaróhappi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar miðvikudagsmorguninn 10. nóvember. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 7:12.

1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915
Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári.

Talinn hafa flogið inn Barkárdalinn án nægilegrar aðgæslu
Héraðsdómur Reykjavíkur metur það svo að Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu vegna yfirvofandi hættu á blöndungsísingu, er hann hagaði flugi inn Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að kanadíski flugmaðurinn Arthur Grant Wagstaff fórst.

Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu
Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést.

Fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni
Ökumaður fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni við Patreksfjörð á ellefta tímanum í morgun. Vegfarandi kom að bifreiðinni sem hafði oltið út af Örlygshafnarvegi. Ökumaðurinn var einsamall í bílnum.

Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim.

Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut
Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Skoða hvort átt hafi verið við hjólin
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða.

Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut
Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Annar ökumaðurinn alvarlega slasaður
Ökumaður annars bílsins í árekstri á Moldhaugnahálsi í Eyjafirði upp úr hádegi í gær er töluvert slasaður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við Mbl.is.