Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 08:47 Flak Tesla Model 3-bifreiðar sem var ekið á kyrrstæðan slökkviliðsbíl á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu á aðfararnótt laugardags. AP/Slökkviliðið í Contra Costa-sýslu Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. Fjórir slökkviliðsmenn voru í stigabílnum sem var lagt skáhallt yfir akrein með kveikt á neyðarljósum þegar Tesla af gerðinni Model S hafnaði á honum á milliríkjahraðbraut 680 um klukkan fjögur aðfararnótt laugardags að staðartíma. Þeir hlutu minniháttar meiðsl, að sögn aðstoðarslökkviliðsstjóra Contra Costa-sýslu. Draga þurfti brunabílinn af vettvangi. Ökumaður Teslunnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Klippa þurfti alvarlega slasaðan farþega út úr bifreiðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður umferðarlögreglu segir ekki ljóst hvort að ökumaður Teslunnar hafi verið ölvaður eða hvort hann hafi ekið með hjálp sjálfstýringar bifreiðarinnar. Tesla innkallaði á fjórða hundrað þúsunda slíkra bifreiða á fimmtudag vegna galla í sjálfstýringarbúnaði þeirra. Gallarnir sem leiddu til þess að samgönguyfirvöld þrýstu á Tesla að innkalla bílana tengjast hvernig sjálfstýringin bregst við gatnamótum og hraðatakmörkunum. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar einnig til rannsóknar hvernig sjálfsstýringin nemur og bregst við neyðarbifreiðum sem er lagt á hraðbrautum. Að minnsta kosti fjórtán Teslur sem ekið var með hjálp sjálfstýringar hafa ekið á neyðarbíla svo vitað sé. Bandaríkin Samgönguslys Tesla Tengdar fréttir Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Fjórir slökkviliðsmenn voru í stigabílnum sem var lagt skáhallt yfir akrein með kveikt á neyðarljósum þegar Tesla af gerðinni Model S hafnaði á honum á milliríkjahraðbraut 680 um klukkan fjögur aðfararnótt laugardags að staðartíma. Þeir hlutu minniháttar meiðsl, að sögn aðstoðarslökkviliðsstjóra Contra Costa-sýslu. Draga þurfti brunabílinn af vettvangi. Ökumaður Teslunnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Klippa þurfti alvarlega slasaðan farþega út úr bifreiðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður umferðarlögreglu segir ekki ljóst hvort að ökumaður Teslunnar hafi verið ölvaður eða hvort hann hafi ekið með hjálp sjálfstýringar bifreiðarinnar. Tesla innkallaði á fjórða hundrað þúsunda slíkra bifreiða á fimmtudag vegna galla í sjálfstýringarbúnaði þeirra. Gallarnir sem leiddu til þess að samgönguyfirvöld þrýstu á Tesla að innkalla bílana tengjast hvernig sjálfstýringin bregst við gatnamótum og hraðatakmörkunum. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar einnig til rannsóknar hvernig sjálfsstýringin nemur og bregst við neyðarbifreiðum sem er lagt á hraðbrautum. Að minnsta kosti fjórtán Teslur sem ekið var með hjálp sjálfstýringar hafa ekið á neyðarbíla svo vitað sé.
Bandaríkin Samgönguslys Tesla Tengdar fréttir Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29