Seðlabankinn Væntingar fjárfesta um mikinn framtíðarvöxt? Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%. Umræðan 2.1.2025 09:06 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Matsgerð sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, óskaði eftir að yrði gerð í einkamáli hans á hendur Seðlabankanum yrði „bersýnilega tilgangslaus” til sönnunar í málinu. Innlent 18.12.2024 14:57 Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári. Innherji 16.12.2024 15:37 Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Ef sauðfjárbóndi myndi vilja fækka ref í sinni sveit, til að vernda sinn tekjustofn, þá væri ekki gáfulegt að gefa út skipun um að lóga öllum ferfættum, villtum spendýrum. Nei, betra væri að ráðast beint á meinið sjálft og láta allt annað vera. Skoðun 9.12.2024 10:33 Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri. Viðskipti innlent 8.12.2024 15:25 Verðbólguálag hækkar og fjárfestar óttast að ný ríkisstjórn sýni ekki nægt aðhald Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Innherji 5.12.2024 14:29 Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda. Innlent 4.12.2024 19:03 „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana. Viðskipti innlent 4.12.2024 12:04 Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. Innherji 4.12.2024 09:13 Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 4.12.2024 09:02 Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Viðskipti innlent 4.12.2024 08:31 Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið. Innherji 3.12.2024 17:20 Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2024 var 45,7 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 84 milljarða króna betri útkoma en ársfjórðunginn á undan en 40,9 milljarða króna lakari útkoma en á sama fjórðungi árið 2023. Viðskipti innlent 3.12.2024 11:33 Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur aldrei komið saman á sérstökum aukafundi til þess að hækka stýrivexti. Forseti ASÍ hélt hinu gagnstæða fram í dag. Innlent 28.11.2024 17:05 Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. Innherji 28.11.2024 16:20 Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Viðskipti innlent 28.11.2024 11:32 Breytingar sem taka mið af öðrum veruleika yrðu erfiðar og kostnaðarsamar Verði farin sú leið að aðlaga regluverkið um starfsemi lífeyrissjóða að þeirri evrópsku löggjöf sem gildir um fjármálafyrirtæki, eins og Seðlabankinn hefur talað fyrir, þá mun það hafa í för með sér „verulega breytta hugmyndafræði“ og valda miklum viðbótarkostnaði, að mati framkvæmdastjóra eins af stóru lífeyrissjóðunum. Hann segir oft gleymast að líta til þeirra kosta sem fylgir því að standa utan löggjafar Evrópusambandsins, sem taki iðulega mið af öðrum veruleika, og varar jafnframt við tillögum um að Seðlabankinn fái heimildir til stjórnvaldssekta á lífeyrissjóði. Innherji 27.11.2024 12:51 Þórdís skipar varaseðlabankastjóra eftir að Bjarni sagði sig frá ferlinu Það kemur í hlut Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra að skipa í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu á næstunni eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði sig frá málinu vegna fjölskyldutengsla við einn af umsækjendum. Sjö sóttust eftir embættinu þegar það var auglýst en einn af þeim dró umsókn sína fljótlega til baka. Innherji 26.11.2024 16:14 Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Innlent 22.11.2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. Viðskipti innlent 22.11.2024 13:43 ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir þá ákvörðun Íslandsbanka að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gangi niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður er meðal þeirra sem eru hugsi yfir vaxtahækkunum bankanna og lífeyrissjóðanna. Neytendur 22.11.2024 11:27 Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Skoðun 22.11.2024 11:00 Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra prósenta raunvaxta“ Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár. Innherji 21.11.2024 12:22 Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig. Viðskipti innlent 21.11.2024 11:50 Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59 Stærra skref hefði gefið röng skilaboð um að Seðlabankinn vildi minnka aðhaldið Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára. Innherji 20.11.2024 18:04 Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir. Viðskipti innlent 20.11.2024 14:28 Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 20.11.2024 13:00 Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. Viðskipti innlent 20.11.2024 12:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 48 ›
Væntingar fjárfesta um mikinn framtíðarvöxt? Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%. Umræðan 2.1.2025 09:06
Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Matsgerð sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, óskaði eftir að yrði gerð í einkamáli hans á hendur Seðlabankanum yrði „bersýnilega tilgangslaus” til sönnunar í málinu. Innlent 18.12.2024 14:57
Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári. Innherji 16.12.2024 15:37
Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Ef sauðfjárbóndi myndi vilja fækka ref í sinni sveit, til að vernda sinn tekjustofn, þá væri ekki gáfulegt að gefa út skipun um að lóga öllum ferfættum, villtum spendýrum. Nei, betra væri að ráðast beint á meinið sjálft og láta allt annað vera. Skoðun 9.12.2024 10:33
Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri. Viðskipti innlent 8.12.2024 15:25
Verðbólguálag hækkar og fjárfestar óttast að ný ríkisstjórn sýni ekki nægt aðhald Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Innherji 5.12.2024 14:29
Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda. Innlent 4.12.2024 19:03
„Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana. Viðskipti innlent 4.12.2024 12:04
Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. Innherji 4.12.2024 09:13
Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 4.12.2024 09:02
Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Viðskipti innlent 4.12.2024 08:31
Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið. Innherji 3.12.2024 17:20
Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2024 var 45,7 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 84 milljarða króna betri útkoma en ársfjórðunginn á undan en 40,9 milljarða króna lakari útkoma en á sama fjórðungi árið 2023. Viðskipti innlent 3.12.2024 11:33
Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur aldrei komið saman á sérstökum aukafundi til þess að hækka stýrivexti. Forseti ASÍ hélt hinu gagnstæða fram í dag. Innlent 28.11.2024 17:05
Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. Innherji 28.11.2024 16:20
Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Viðskipti innlent 28.11.2024 11:32
Breytingar sem taka mið af öðrum veruleika yrðu erfiðar og kostnaðarsamar Verði farin sú leið að aðlaga regluverkið um starfsemi lífeyrissjóða að þeirri evrópsku löggjöf sem gildir um fjármálafyrirtæki, eins og Seðlabankinn hefur talað fyrir, þá mun það hafa í för með sér „verulega breytta hugmyndafræði“ og valda miklum viðbótarkostnaði, að mati framkvæmdastjóra eins af stóru lífeyrissjóðunum. Hann segir oft gleymast að líta til þeirra kosta sem fylgir því að standa utan löggjafar Evrópusambandsins, sem taki iðulega mið af öðrum veruleika, og varar jafnframt við tillögum um að Seðlabankinn fái heimildir til stjórnvaldssekta á lífeyrissjóði. Innherji 27.11.2024 12:51
Þórdís skipar varaseðlabankastjóra eftir að Bjarni sagði sig frá ferlinu Það kemur í hlut Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra að skipa í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu á næstunni eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði sig frá málinu vegna fjölskyldutengsla við einn af umsækjendum. Sjö sóttust eftir embættinu þegar það var auglýst en einn af þeim dró umsókn sína fljótlega til baka. Innherji 26.11.2024 16:14
Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Innlent 22.11.2024 19:01
„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. Viðskipti innlent 22.11.2024 13:43
ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir þá ákvörðun Íslandsbanka að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gangi niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður er meðal þeirra sem eru hugsi yfir vaxtahækkunum bankanna og lífeyrissjóðanna. Neytendur 22.11.2024 11:27
Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Skoðun 22.11.2024 11:00
Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra prósenta raunvaxta“ Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár. Innherji 21.11.2024 12:22
Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig. Viðskipti innlent 21.11.2024 11:50
Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59
Stærra skref hefði gefið röng skilaboð um að Seðlabankinn vildi minnka aðhaldið Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára. Innherji 20.11.2024 18:04
Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir. Viðskipti innlent 20.11.2024 14:28
Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 20.11.2024 13:00
Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. Viðskipti innlent 20.11.2024 12:03