Seðlabankinn Krónan gefur eftir þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum Þegar ljóst varð að væntingar um að gjaldeyrisinnstreymi samtímis háönn ferðaþjónustunnar myndi ýta undir gengisstyrkingu krónunnar væru ekki að raungerast fóru fjárfestar að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum um tugi milljarða á nokkrum vikum. Lokanir á þeim stöðum með krónunni hafa átt mestan þátt í því að hún hefur núna ekki verið lægri gagnvart evru í næstum eitt ár, að sögn gjaldeyrismiðlara, og sé líklega búin að færast á nýtt jafnvægisgildi en viðskiptahalli þjóðarbúsins jókst verulega á milli ára á fyrri árshelmingi. Innherji 5.9.2024 06:32 Vextir án vaxtar Stýrivaxtastefna Seðlabankans (hávaxtastefnan) hefur reynst heimilum landsins og fyrirtækjum erfiður ljár í þúfu. Hávaxtastefnan kyndir undir og viðheldur hárri verðbólgu. Hávaxtastefnan hækkar verð á vörum og þjónustu ekki einungis á markaði heldur einnig hjá opinberum aðilum. Skoðun 2.9.2024 15:00 Seðlabanki Íslands virðist lifa í hliðarveruleika við fólkið í landinu! Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Skoðun 31.8.2024 07:01 Breyttar aðstæður frá því að AGS sagði aðhald í opinberum rekstri væri hæfilegt Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði að aðhald í opinberum rekstri væri hæfilegt var það byggt á gögnum sem sýndu fram á að hagkerfið væri kaldara en síðar hefur komið í ljós. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að í ljósi upplýsinga um meiri þrótt í hagkerfinu og þrálátari verðbólgu en fyrirséð var í vor þegar álitið var gert, þá kalli það á meira aðhald í ríkisfjármálum. Endurskoða þurfi mat á hvað sé hæfilegt aðhald hjá ríkissjóði. Innherji 30.8.2024 11:58 Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. Innherji 29.8.2024 16:12 Hagstjórn á verðbólgutímum Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða? Skoðun 28.8.2024 09:30 „Kaldar kveðjur“ að hið opinbera viðhaldi spennu á vinnumarkaði Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum. Innherji 28.8.2024 07:29 Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opinbera geiranum Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa. Innherji 27.8.2024 06:31 Meir um verðbólgu og ríkisfjármál Í grein eftir Konráð S. Guðjónsson, efnahagráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem birtist á Vísi 23. ágúst svarar hann gagnrýni á grein sína 10 staðreyndir um verðbólgu og ríkisfjármál m.a. frá undirrituðum. Þrátt fyrir glannalega yfirlýsingu í byrjun stígur Konráð mun varlegar til jarðar í þessari grein en í fyrri greininni. Skoðun 26.8.2024 13:02 Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. Viðskipti innlent 23.8.2024 19:04 Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Viðskipti innlent 23.8.2024 10:59 Óréttlæti mamons Háir stýrivextir eru aðför gegn almenningi en gjöf til þeirra sem græða á þeim. Stýrivextir – þetta orð, ómæ, ómæ! Þeir reka fólk í röðum ofaní ginið á bönkum landsins, stýra því snyrtilega hverjir græða. Herra minn drottinn, ekki guð á himnum, en jú, peningaguðinn er eins og fimmfaldur Búdda, kjagandi um með uppglennt augu af græðgi. Hann fær aldrei nóg. Skoðun 23.8.2024 08:00 Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. Innherji 22.8.2024 08:18 Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:46 Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. Innlent 21.8.2024 19:31 Neyðarástand í boði Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar Þá hafa „snillingarnir“ á Svörtuloftum haldið upp á eins árs afmæli okur-stýrivaxtanna og klappað sjálfum sér á bakið með því að ákveða að viðhalda þeim um fyrirsjáanlega framtíð. Skoðun 21.8.2024 19:31 Alvarleg vanskil aukist töluvert Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Viðskipti innlent 21.8.2024 18:53 Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. Innlent 21.8.2024 11:55 Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 21.8.2024 11:04 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Viðskipti innlent 21.8.2024 09:18 Harður tónn bankans sem segir kraft í innlendri eftirspurn kalla á „varkárni“ Þrátt fyrir að hægt hafi á innlendri eftirspurn síðasta árið samhliða hækkandi raunvöxtum þá er enn spenna í þjóðarbúinu og hún lítið minnkað frá því á vormánuðum, að sögn peningastefnunefndar Seðlabankans, sem heldur vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent sjötta fundinn í röð. Útlit er fyrir að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur þessa árs samt verið lækkaðar um meira en helming. Innherji 21.8.2024 09:02 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:31 Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Innlent 20.8.2024 20:42 Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. Viðskipti innlent 19.8.2024 23:43 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. Innlent 19.8.2024 12:00 Mun umfangsmeiri endurskoðun á tölum um kortaveltu en búist var við Endurskoðun Seðlabanka Íslands á tölum um kortaveltu frá upphafi árs 2023 var mun umfangsmeiri en Greining Arion banka vænti. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var kortavelta um 6,1 prósent meiri en áður var talið og staða ferðaþjónustu virðist því betri en reiknað var með. „Yfir sumarmánuðina mælist neysla á hvern ferðamann nú meiri en í fyrra.“ Innherji 19.8.2024 11:49 Seðlabankanum hefnist núna fyrir neikvætt raunvaxtastig um of langt skeið Það verður bið á því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í vikunni en funheitur fasteignamarkaður, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði og óvænt hækkun á árstakti verðbólgunnar þýðir að peningastefnunefndin verður var um sig og telur það ekki áhættunnar virði að losa um aðhaldsstigið á þessum tímapunkti, að mati hagfræðinga og markaðsaðila í vaxtakönnun Innherja. Nánast fullkominn samhljómur er um að vöxtunum verði haldið óbreyttum sjötta fundinn í röð, mögulega með harðari tón en áður, en sumir benda á að Seðlabankanum hefnist núna fyrir að hafa haldið raunvöxtum neikvæðum um of langt skeið. Innherji 19.8.2024 07:50 Búist við endurteknu efni við ákvörðun stýrivaxta Útilokað er að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þyki forsvaranlegt að lækka stýrivexti næstkomandi miðvikudag. Verðbólga hefur hækkað um þrjár kommur frá síðustu vaxtaákvörðun. Aðalhagfræðingur Kviku banka vekur athygli á að hægt hefur á hjöðnun undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðustu stýrivaxtaákvörðun. Innherji 16.8.2024 17:13 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 47 ›
Krónan gefur eftir þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum Þegar ljóst varð að væntingar um að gjaldeyrisinnstreymi samtímis háönn ferðaþjónustunnar myndi ýta undir gengisstyrkingu krónunnar væru ekki að raungerast fóru fjárfestar að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum um tugi milljarða á nokkrum vikum. Lokanir á þeim stöðum með krónunni hafa átt mestan þátt í því að hún hefur núna ekki verið lægri gagnvart evru í næstum eitt ár, að sögn gjaldeyrismiðlara, og sé líklega búin að færast á nýtt jafnvægisgildi en viðskiptahalli þjóðarbúsins jókst verulega á milli ára á fyrri árshelmingi. Innherji 5.9.2024 06:32
Vextir án vaxtar Stýrivaxtastefna Seðlabankans (hávaxtastefnan) hefur reynst heimilum landsins og fyrirtækjum erfiður ljár í þúfu. Hávaxtastefnan kyndir undir og viðheldur hárri verðbólgu. Hávaxtastefnan hækkar verð á vörum og þjónustu ekki einungis á markaði heldur einnig hjá opinberum aðilum. Skoðun 2.9.2024 15:00
Seðlabanki Íslands virðist lifa í hliðarveruleika við fólkið í landinu! Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Skoðun 31.8.2024 07:01
Breyttar aðstæður frá því að AGS sagði aðhald í opinberum rekstri væri hæfilegt Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði að aðhald í opinberum rekstri væri hæfilegt var það byggt á gögnum sem sýndu fram á að hagkerfið væri kaldara en síðar hefur komið í ljós. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að í ljósi upplýsinga um meiri þrótt í hagkerfinu og þrálátari verðbólgu en fyrirséð var í vor þegar álitið var gert, þá kalli það á meira aðhald í ríkisfjármálum. Endurskoða þurfi mat á hvað sé hæfilegt aðhald hjá ríkissjóði. Innherji 30.8.2024 11:58
Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. Innherji 29.8.2024 16:12
Hagstjórn á verðbólgutímum Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða? Skoðun 28.8.2024 09:30
„Kaldar kveðjur“ að hið opinbera viðhaldi spennu á vinnumarkaði Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum. Innherji 28.8.2024 07:29
Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opinbera geiranum Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa. Innherji 27.8.2024 06:31
Meir um verðbólgu og ríkisfjármál Í grein eftir Konráð S. Guðjónsson, efnahagráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem birtist á Vísi 23. ágúst svarar hann gagnrýni á grein sína 10 staðreyndir um verðbólgu og ríkisfjármál m.a. frá undirrituðum. Þrátt fyrir glannalega yfirlýsingu í byrjun stígur Konráð mun varlegar til jarðar í þessari grein en í fyrri greininni. Skoðun 26.8.2024 13:02
Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. Viðskipti innlent 23.8.2024 19:04
Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Viðskipti innlent 23.8.2024 10:59
Óréttlæti mamons Háir stýrivextir eru aðför gegn almenningi en gjöf til þeirra sem græða á þeim. Stýrivextir – þetta orð, ómæ, ómæ! Þeir reka fólk í röðum ofaní ginið á bönkum landsins, stýra því snyrtilega hverjir græða. Herra minn drottinn, ekki guð á himnum, en jú, peningaguðinn er eins og fimmfaldur Búdda, kjagandi um með uppglennt augu af græðgi. Hann fær aldrei nóg. Skoðun 23.8.2024 08:00
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. Innherji 22.8.2024 08:18
Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:46
Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. Innlent 21.8.2024 19:31
Neyðarástand í boði Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar Þá hafa „snillingarnir“ á Svörtuloftum haldið upp á eins árs afmæli okur-stýrivaxtanna og klappað sjálfum sér á bakið með því að ákveða að viðhalda þeim um fyrirsjáanlega framtíð. Skoðun 21.8.2024 19:31
Alvarleg vanskil aukist töluvert Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Viðskipti innlent 21.8.2024 18:53
Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. Innlent 21.8.2024 11:55
Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 21.8.2024 11:04
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Viðskipti innlent 21.8.2024 09:18
Harður tónn bankans sem segir kraft í innlendri eftirspurn kalla á „varkárni“ Þrátt fyrir að hægt hafi á innlendri eftirspurn síðasta árið samhliða hækkandi raunvöxtum þá er enn spenna í þjóðarbúinu og hún lítið minnkað frá því á vormánuðum, að sögn peningastefnunefndar Seðlabankans, sem heldur vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent sjötta fundinn í röð. Útlit er fyrir að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur þessa árs samt verið lækkaðar um meira en helming. Innherji 21.8.2024 09:02
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Viðskipti innlent 21.8.2024 08:31
Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Innlent 20.8.2024 20:42
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. Viðskipti innlent 19.8.2024 23:43
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. Innlent 19.8.2024 12:00
Mun umfangsmeiri endurskoðun á tölum um kortaveltu en búist var við Endurskoðun Seðlabanka Íslands á tölum um kortaveltu frá upphafi árs 2023 var mun umfangsmeiri en Greining Arion banka vænti. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var kortavelta um 6,1 prósent meiri en áður var talið og staða ferðaþjónustu virðist því betri en reiknað var með. „Yfir sumarmánuðina mælist neysla á hvern ferðamann nú meiri en í fyrra.“ Innherji 19.8.2024 11:49
Seðlabankanum hefnist núna fyrir neikvætt raunvaxtastig um of langt skeið Það verður bið á því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í vikunni en funheitur fasteignamarkaður, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði og óvænt hækkun á árstakti verðbólgunnar þýðir að peningastefnunefndin verður var um sig og telur það ekki áhættunnar virði að losa um aðhaldsstigið á þessum tímapunkti, að mati hagfræðinga og markaðsaðila í vaxtakönnun Innherja. Nánast fullkominn samhljómur er um að vöxtunum verði haldið óbreyttum sjötta fundinn í röð, mögulega með harðari tón en áður, en sumir benda á að Seðlabankanum hefnist núna fyrir að hafa haldið raunvöxtum neikvæðum um of langt skeið. Innherji 19.8.2024 07:50
Búist við endurteknu efni við ákvörðun stýrivaxta Útilokað er að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þyki forsvaranlegt að lækka stýrivexti næstkomandi miðvikudag. Verðbólga hefur hækkað um þrjár kommur frá síðustu vaxtaákvörðun. Aðalhagfræðingur Kviku banka vekur athygli á að hægt hefur á hjöðnun undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðustu stýrivaxtaákvörðun. Innherji 16.8.2024 17:13