Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 21:49 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur bindur vonir við að fólk vakni loksins til vitundar um skaðsemi þess að borða mikið af gjörunninni fæðu. Vísir/Sigurjón Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki. Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“ Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“
Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15