Viðskipti Spá óbreyttri vísitölu Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því á mánudag að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spárnar eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent sem er 0,1 prósentustigs hækkun á milli mánaða. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:09 Glitnir eykur gagnsæi Glitnir hefur tilkynnt að bankinn muni flytja þá hluti sem keyptir hafa verið til að verja bankann fyrir áhættu tengdri framvirkum viðskiptum undir auðkennið GLB Hedge. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:07 Mattel græðir á Barbie-brúðum Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og er nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum og afmælisútgáfu af brúðu úr barnaþáttunum Sesame Street. Viðskipti erlent 17.10.2006 22:10 Er bankanum sama um þig? Viðskipti innlent 17.10.2006 22:08 Mesta verðbólgan á Íslandi Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum. Verðbólgan hér er því hæst innan EES. Viðskipti innlent 17.10.2006 17:42 Verðbólguótti í Bandaríkjunum Verðbólguóttinn hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum eftir að vísitala framleiðsluverð reyndist hærri en væntingar stóðu til. Vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði, sem er 0,4 prósentustigum meira en reiknað var með. Viðskipti erlent 17.10.2006 16:03 Tata Steel býður í Corus Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 17.10.2006 15:39 Enn hækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna fundar samtaka olíuútflutningsríkja á fimmtudag í þessari viku um breytingar á olíuframleiðslu. Viðskipti erlent 17.10.2006 09:57 Sony innkallar eigin rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Viðskipti erlent 17.10.2006 09:16 Barbie eykur hagnað Mattel Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum. Viðskipti erlent 16.10.2006 19:10 Spá óbreyttri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent en er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Viðskipti innlent 16.10.2006 16:42 Avion Group semur um yfirtökutilboð Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:48 Sena kaupir í Concert Sena, stærsta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar, hefur keypt ráðandi hlut í Concert ehf., tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar.Kaupverð er ekki uppgefið og kaupin eru með fyrirvara um að samkeppnisyfirvöld samþykki ráðhaginn. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:36 Dagsbrún Media skoðar fleiri markaði Dagsbrún Media skoðar nú dagblaðaútgáfu á fleiri mörkuðum en í Danmörku, eftir því sem fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri DaGsbrúnar Media, segir þó ekkert í hendi en telur að Noregur sé góður markaður fyrir fríblað líkt og Fréttablaðið og Nyhedsavisen. Innlent 16.10.2006 13:00 Sensex nálgast nýjar hæðir Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:50 Olíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:15 Spá 7,3 prósenta verðbólgu í nóvember Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að útlit sé fyrir óbreytta vísitölu neysluverðs á milli október og nóvember. Eldsneytisverð hafi lækkað töluvert, gengi krónunnar hækkað og útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað. Hærri vextir hafi þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, að sögn deildarinnar. Deildin spáir 1,8 prósenta verðbólgu á næsta ári. Viðskipti innlent 16.10.2006 12:02 Icelandair Group selt FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group til þriggja hópa af fjárfestum. Áætlaður söluhagnaður er um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group í lok júní 2006 og eykst handbært fé FL Group um 35 milljarða krónur. Viðskipti innlent 16.10.2006 10:08 Bankasamruni á Ítalíu Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarða evrur, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.10.2006 09:51 Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf í FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frétta sé að vænta af félaginu. Viðskipti innlent 16.10.2006 09:49 Wal-Mart braut á starfsfólki Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið dæmd til að greiða fyrrum starfsfólki sínu að minnsta kosti 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. Viðskipti erlent 14.10.2006 13:19 Útgerðum í Ósló fjölgar Viðskipti erlent 15.10.2006 10:02 Heimila samruna Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að samruni Existu og VÍS hafi ekki áhrif á samkeppni, enda sé starfsemi annars vegar Existu og hins vegar VÍS eignarhaldsfélags og dótturfélaga ólík. Viðskipti innlent 15.10.2006 10:03 Straumi eignaður stór hlutur í Landsbankanum fyrir mistök Viðskipti innlent 15.10.2006 10:03 Sækja peninga með samúræjabréfum Viðskipti innlent 15.10.2006 10:03 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár. Viðskipti erlent 13.10.2006 17:06 Sparisjóðir högnuðust um 9,5 milljarða í fyrra Samanlagður hagnaður sparisjóðanna á Íslandi í fyrra var rúmir 9,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í Borgarnesi í dag Innlent 13.10.2006 16:55 BAE selur í Airbus Breski hergagnaframleiðandinn BAE Systems hefur lokið við sölu á 20 prósenta hlut sínum í flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 13.10.2006 16:45 Jöklabréf styrkja krónuna Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Meginástæðan fyrir styrkingu krónunnar er áframhaldandi útgáfa á jöklabréfum. Viðskipti innlent 13.10.2006 16:29 Eignarhlutur Straums-Burðaráss samþykktur Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási heimild til að fara með 50 prósenta eignarhlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt tilkynnt Straumi-Burðarási að það geri ekki athugasemdir við virkan eignarhlut bankans í ráðgjafarfyrirtækinu. Viðskipti innlent 13.10.2006 15:27 « ‹ 115 116 117 118 119 120 121 122 123 … 223 ›
Spá óbreyttri vísitölu Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því á mánudag að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spárnar eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent sem er 0,1 prósentustigs hækkun á milli mánaða. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:09
Glitnir eykur gagnsæi Glitnir hefur tilkynnt að bankinn muni flytja þá hluti sem keyptir hafa verið til að verja bankann fyrir áhættu tengdri framvirkum viðskiptum undir auðkennið GLB Hedge. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:07
Mattel græðir á Barbie-brúðum Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og er nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum og afmælisútgáfu af brúðu úr barnaþáttunum Sesame Street. Viðskipti erlent 17.10.2006 22:10
Mesta verðbólgan á Íslandi Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum. Verðbólgan hér er því hæst innan EES. Viðskipti innlent 17.10.2006 17:42
Verðbólguótti í Bandaríkjunum Verðbólguóttinn hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum eftir að vísitala framleiðsluverð reyndist hærri en væntingar stóðu til. Vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði, sem er 0,4 prósentustigum meira en reiknað var með. Viðskipti erlent 17.10.2006 16:03
Tata Steel býður í Corus Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 17.10.2006 15:39
Enn hækkar olíuverðið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna fundar samtaka olíuútflutningsríkja á fimmtudag í þessari viku um breytingar á olíuframleiðslu. Viðskipti erlent 17.10.2006 09:57
Sony innkallar eigin rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Viðskipti erlent 17.10.2006 09:16
Barbie eykur hagnað Mattel Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og nokkuð umfram væntingar. Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum. Viðskipti erlent 16.10.2006 19:10
Spá óbreyttri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent en er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Viðskipti innlent 16.10.2006 16:42
Avion Group semur um yfirtökutilboð Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:48
Sena kaupir í Concert Sena, stærsta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar, hefur keypt ráðandi hlut í Concert ehf., tónleika- og umboðsfyrirtæki Einars Bárðarsonar.Kaupverð er ekki uppgefið og kaupin eru með fyrirvara um að samkeppnisyfirvöld samþykki ráðhaginn. Viðskipti innlent 16.10.2006 13:36
Dagsbrún Media skoðar fleiri markaði Dagsbrún Media skoðar nú dagblaðaútgáfu á fleiri mörkuðum en í Danmörku, eftir því sem fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri DaGsbrúnar Media, segir þó ekkert í hendi en telur að Noregur sé góður markaður fyrir fríblað líkt og Fréttablaðið og Nyhedsavisen. Innlent 16.10.2006 13:00
Sensex nálgast nýjar hæðir Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:50
Olíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 16.10.2006 12:15
Spá 7,3 prósenta verðbólgu í nóvember Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að útlit sé fyrir óbreytta vísitölu neysluverðs á milli október og nóvember. Eldsneytisverð hafi lækkað töluvert, gengi krónunnar hækkað og útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað. Hærri vextir hafi þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, að sögn deildarinnar. Deildin spáir 1,8 prósenta verðbólgu á næsta ári. Viðskipti innlent 16.10.2006 12:02
Icelandair Group selt FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group til þriggja hópa af fjárfestum. Áætlaður söluhagnaður er um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group í lok júní 2006 og eykst handbært fé FL Group um 35 milljarða krónur. Viðskipti innlent 16.10.2006 10:08
Bankasamruni á Ítalíu Ítölsku bankarnir Banco Populare Italiana (BPI) og Banco Populare di Verona e Novara hafa ákveðið að sameinast. Með þessu verður til þriðji stærsti banki á Ítalíu en markaðsvirði hans er um 15 milljarða evrur, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 16.10.2006 09:51
Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf í FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frétta sé að vænta af félaginu. Viðskipti innlent 16.10.2006 09:49
Wal-Mart braut á starfsfólki Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið dæmd til að greiða fyrrum starfsfólki sínu að minnsta kosti 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það. Viðskipti erlent 14.10.2006 13:19
Heimila samruna Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að samruni Existu og VÍS hafi ekki áhrif á samkeppni, enda sé starfsemi annars vegar Existu og hins vegar VÍS eignarhaldsfélags og dótturfélaga ólík. Viðskipti innlent 15.10.2006 10:03
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár. Viðskipti erlent 13.10.2006 17:06
Sparisjóðir högnuðust um 9,5 milljarða í fyrra Samanlagður hagnaður sparisjóðanna á Íslandi í fyrra var rúmir 9,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í Borgarnesi í dag Innlent 13.10.2006 16:55
BAE selur í Airbus Breski hergagnaframleiðandinn BAE Systems hefur lokið við sölu á 20 prósenta hlut sínum í flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 13.10.2006 16:45
Jöklabréf styrkja krónuna Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Meginástæðan fyrir styrkingu krónunnar er áframhaldandi útgáfa á jöklabréfum. Viðskipti innlent 13.10.2006 16:29
Eignarhlutur Straums-Burðaráss samþykktur Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási heimild til að fara með 50 prósenta eignarhlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt tilkynnt Straumi-Burðarási að það geri ekki athugasemdir við virkan eignarhlut bankans í ráðgjafarfyrirtækinu. Viðskipti innlent 13.10.2006 15:27