Viðskipti

Fréttamynd

Bara helmingur í hús

Allt stefnir í að Borse Dubai, sem rekur kauphöllina í Dúbaí, nái aðeins að endurfjármagna helming þess láns sem tekið var vegna yfirtöku á sænsku kauphallarsamstæðunni OMX síðla árs 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin í beinni

Í dag verður í fyrsta sinn mögulegt að fylgjast með útsendingum frá blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar í beinni útsendingu á netinu í boði hins opinbera og skoða upptökur af fyrri fundum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Misgóðir réttir

Eins og frá var greint á mánudag gerði Straumur kauprétt við stóran hóp starfsfólks bankans. Rétturinn kvað á um kaup á 650 milljónum hluta á genginu 1,67 krónur á hlut, jafnvirði rétt tæplega eins milljarðs króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danir sneru tómhentir heim

Forsvarsmenn danska tryggingafyrirtækisins TrygVesta slitu í gær viðræðum um kaup á sænskum tryggingaarmi fjármálafyrirtækisins Moderna, dótturfélags Milestone. Viðræður voru langt komnar þegar TrygVesta sleit viðræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svartur dagur í Bandaríkjunum

Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn hækkar gengi Straums

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 3,49 prósent, og Bakkavarar, sem hefur hækkað um 1,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 8,05 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Straums, sem fór upp um 4,12 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,54 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Straums hækka um tæp 140 prósent á mánuði

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 2,88 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum nú í 2,5 krónum á hlut. Rúmur mánuður er síðan bréfin lágu í rétt rúmri krónu á hlut og nemur gengishækkun þeirra því tæpum 140 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar gengi bréfa í Straumi

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Írland er ekki Ísland

Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni. Þetta segir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í samtali við Irish Times.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum féll um tæp níu prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 8,82 prósent í Kauphöllinni í gær. Á eftir fylgdi Straumur, sem féll um 5,7 prósent, Marel Food Systems, sem fór niður um 5,26 prósent, og gengi bréfa í Færeyjabanka, sem féll um 3,46 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,48 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur fellur um tæp átta prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,89 prósent við upphaf viðskiptadagsins á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á annars rólegum degi.Gengi hlutabréfa í félaginu hafði hækkað um 45 prósent síðastliðna viku en um rúm hundrað prósent undangenginn mánuð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,15 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið er þar eitt á uppleið. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 1,14 prósent og í Össuri um 1,36 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkar um 14,43 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi rauk upp um 14,43 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 4,29 prósent og í Bakkavör um 1,49 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur kominn yfir túkall á hlut

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 4,12 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og fór það yfir tvær krónur á hlut og hefur ekki verið hærra síðan skömmu eftir miðjan desember í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip rauk upp um tæp 55 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um 54,55 prósent í Kauphöllinni í dag. Aðeins tvö viðskipti standa á bak við hækkunina en gengi bréfa skipaflutningafélagsins standa nú í 85 aurum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör rýkur upp um þrettán prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 12,97 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í dag að það hefði innleyst 104 milljónir punda, um 17 milljarða króna, af reikningi Nýja Kaupþings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip féll um rúm 45 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 45,55 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur það nú í 55 aurum á hlut. Markaðsverðmæti skipaflutningafélagsins miðað við stöðuna er rétt rúmur einn milljarður króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundið fé í útflutningi gamalla trukka

Útflutningur notaðra vinnuvéla hefur stóraukist vegna veikingar krónunnar. Gamlir trukkar sem áður fengust fyrir þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur hafa síðan í haust skilað eigendum sínum nú sex til átta hundruð þúsund krónum í söluhagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Treysti ekki Kaupþingsmönnum

Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum hækkar í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 4,43 í einum viðskiptum í Kauphöllinni eftir viðvarandi lækkun síðustu daga. Þá hefur gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkað um 2,11 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn lækkar Century Aluminum

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 6,9 prósent í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Straumi, sem féll um 3,57 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 1,08 prósent, Össurar um 0,63 prósent, Færeyjabanka um 0,43 prósent og Marel Food Systems um 0,31 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum fellur um rúm sjö prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur fallið um 7,34 prósent í dag, bréf Straums lækkað um 1,79 prósent og bréf Bakkavarar um 0,54 prósent. Önnur hreyfing er ekki á hlutabréfamarkaði á fyrsta stundarfjórðunginum.

Viðskipti innlent