Öryggisafritun blómstrar í kreppu 18. febrúar 2009 00:01 Alexander Eiríksson Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. „Þetta er visst tækifæri fyrir okkur því þessi þjónusta, að vernda gögn yfir netið, er áskriftarþjónusta," segir Alexander. Þannig finnur SecurStore fyrir því erlendis að eftir því sem fjármögnunarmarkaðir hafa verið að lokast hafi áhugi aukist á lausnum á borð við þær frá SecurStore. „Okkar lausn kallar ekki á fjárfestingu í vél- og hugbúnaði heldur kemur þetta inn sem rekstur því fyrirtækin eru bara áskrifendur að þjónustunni hjá okkur." Þá segir Alexander að fyrirtækið hafi ekki fundið fyrir því að íslenskur uppruni þess hafi hamlað því í Bretlandi. „Okkur líkar alveg jafnvel þar fyrir og eftir stríð," gantast hann, en lögð hefur verið aukin áhersla á söluhlið starfseminnar. Því hafi fyrirtækið bætt við sig tveimur nýjum sölumönnum í desember síðastliðnum. „Við erum bara dæmdir af því sem við gerum." Alexander skýtur á að SecurStore sé nú með um 400 fyrirtæki í afritun í Evrópu, þar af um 200 í Bretlandi. „Markaðurinn er auðvitað risastór og vitanlega eru tækifæri úti um allt," segir hann og kveður frekari útrás í skoðun. Helst sé horft til Noregs og Beneluxlandanna til að byrja með. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. „Þetta er visst tækifæri fyrir okkur því þessi þjónusta, að vernda gögn yfir netið, er áskriftarþjónusta," segir Alexander. Þannig finnur SecurStore fyrir því erlendis að eftir því sem fjármögnunarmarkaðir hafa verið að lokast hafi áhugi aukist á lausnum á borð við þær frá SecurStore. „Okkar lausn kallar ekki á fjárfestingu í vél- og hugbúnaði heldur kemur þetta inn sem rekstur því fyrirtækin eru bara áskrifendur að þjónustunni hjá okkur." Þá segir Alexander að fyrirtækið hafi ekki fundið fyrir því að íslenskur uppruni þess hafi hamlað því í Bretlandi. „Okkur líkar alveg jafnvel þar fyrir og eftir stríð," gantast hann, en lögð hefur verið aukin áhersla á söluhlið starfseminnar. Því hafi fyrirtækið bætt við sig tveimur nýjum sölumönnum í desember síðastliðnum. „Við erum bara dæmdir af því sem við gerum." Alexander skýtur á að SecurStore sé nú með um 400 fyrirtæki í afritun í Evrópu, þar af um 200 í Bretlandi. „Markaðurinn er auðvitað risastór og vitanlega eru tækifæri úti um allt," segir hann og kveður frekari útrás í skoðun. Helst sé horft til Noregs og Beneluxlandanna til að byrja með.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira