Viðskipti

Fréttamynd

Varað við erlendum fyrirtækjaskrám

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) varar atvinnurekendur við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lufthansa kaupir ekki í SAS

Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vísuðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmingshlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar herja á heimilitölvur

Tölvuþrjótar herja í auknum mæli á heimilistölvur með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingar almennings. Þetta segir bandaríska vírusbanafyrirtækið Symanstec, sem kannaði nýlega stöðu mála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efasemdir um enn víðtækari samruna

Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmannastjóri Ford segir upp

Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir mælir með Atorku

Mælt er með kaupum í Atorku Group í nýlegri greiningu Glitnis. Verðmatsgengi á Atorku er 7,3 krónur á hlut samanborið við markaðsgengið 6,35 en markgengi, þar sem Glitnir sér gengi Atorku standa í eftir sex mánuði, er sjö krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip á áætlun

Eimskip skilaði rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á 1,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og 3,3 milljörðum króna fyrir fyrstu níu mánuði reikningsársins. Hlutfall EBITDA af veltu nam fjórtán prósentum. Tekjur Eimskipa á fjórðungnum námu tíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Handbók athafnamannsins komin út

Stjórnendur og aðrir þeir sem koma að rekstri fyrirtækja, eða hyggjast stofna fyrirtæki, geta nú brosað breiðara og andað léttar. Í samstarfi við SPRON hefur Páll Kr. Pálsson gefið út bókina Handbók athafnamannsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ikea ræður þúsundir starfsmanna

Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sameiningin í hnotskurn

Í kjölfar fyrirhugaðra kaupa á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi verður OMX móðurfélag samstæðunnar. OMX er þegar skráð félag í kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn og þegar gengið hefur verið frá kaupunum hyggst félagið sækja um skráningu í Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur ræður lögfræðing

Stuart Hanbury lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Baugi í Bretlandi. Hanbury starfar hjá lögfræðistofunni Allen & Overy sem hefur aðsetur í City, fjármálahverfi Lundúnaborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða breytt landslag

Sparisjóðir gætu þurft að losa um bréf í Existu vegna lækkunar eiginfjárhlutfalla og markaðsáhættu. Sumir sparisjóðanna skoða sölu bréfa í samráði við aðra eigendur Existu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flestir eru að gera það gott

Hagvöxtur undanfarinna tveggja ára á Íslandi hefur verið með eindæmum mikill, vel á áttunda prósent hvort ár, ef miðað er við aukningu vergrar landsframleiðslu. Jafnvel þótt tekið sé tillit til fólksfjölgunar var vöxturinn mikill, ríflega 6% aukning á mann hvort ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðarvísir að fyrirmyndarfyrirtæki

Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dags­brúnar, segir Michael E. Porter ótrúlega flinkan fræðimann. Samkeppnis­kraftagreining hans um mikilvægi þess að fyrirtæki greini markaðinn og setji sér skýra stefnu sé í fullu gildi, að hennar sögn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjörfiskur

Um helgina sem leið bauð Pickenpack Hussman & Hahn, dótturfélag Icelandic Group, til mikillar veislu í leikfangaborginni Luneburg í nágrenni Hamborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri í steininn

Bernard Ebbers, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fór í fangelsi í Bandaríkjunum í gær til að afplána dóm sem hann hlaut í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Línur skerpast í staðlastríðinu

Búist er við að nýir mynddiskar bindi enda á staðlastríð tæknifyrirtækja vestanhafs. Sérfræðingar hjá bandaríska kvikmyndarisanum Warner Brothers hafa hannað mynddisk sem getur geymt myndir jafnt á DVD, HD-DVD og Blu-Ray sniði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fall í olíukaup­höllinni

Norski hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að olíuverð tók að lækka en markaðurinn er mjög háður því og því oft kallaður Olíukauphöllin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Volvo í útrás í Austurlöndum

Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýtt hagvaxtarskeið hefst árið 2008

Í hagspá Landsbanka Íslands, sem kynnt var á fjölmennum fundi á mánudagsmorgun, var velt upp og svarað spurningum um hvert hagkerfið, fasteignamarkaðurinn, krónan og Seðlabankinn stefni. Óli Kristján Ármannsson sat fundinn og hlustaði á umræður eftir hann.

Viðskipti innlent