Viðskipti

Fréttamynd

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór nálægt 66 bandaríkjadölum á tunnu. Þar með var endir bundinn á samfelldar lækkanir á olíuverði síðastliðna sex daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skúli Eggert ráðinn ríkisskattstjóri

Fjármálaráðherra ákvað í dag að Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, taki við embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar á næsta ári. Indriði H. Þorláksson, núverandi ríkisskattstjóri, lætur af embætti 1. október næstkomandi og mun Ingvar Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri, gegn starfi hans til áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrein eign lífeyrissjóðanna minnkar

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam um 1350 milljörðum króna í lok júlí en það er 8,4 milljarða króna samdráttur á milli mánaðasamkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagsbrún skipt upp

Stjórn Dagsbrúnar hf. samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við hluthafafund að Dagsbrún verði skipt upp í tvö rekstrarfélög sem bæði verði skráð í Kauphöll Íslands. Félögin verði annars vegar fjölmiðlafélag, 365 hf. og hins vegar fjarskipta- og upplýsingatæknifélag, Teymi hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga eykst í Bretlandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,1 prósentustig í Bretlandi í ágúst og mælist verðbólga í landinu 2,5 prósent. Þetta er fjórði mánuðirinn í röð sem hún stendur yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiðum Englandsbanka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðskipti stöðvuð með bréf Dagsbrúnar

Viðskipti voru stöðvuð með bréf Dagsbrúnar í Kauphöll Íslands í morgun þar sem von sé á fréttum frá fyrirtækinu. Dagsbrún hefur boðað til kynningarfundar fyrir fjárfesta og fjölmiðla vegna málsins í Salnum í Kópavogi klukkan 11 í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan mælist 7,6 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent í síðasta mánuði og jafngildir þetta því að verðbólga hafi mælst 7,6 prósent í september, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá lægri verðbólgu

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur fyrir september á morgun. Greiningardeild KB banka spáir því að verðbólga hafi hækkað um 0,8 prósent frá fyrri mánuði og að 12 mánaða verðbólga lækki úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilboð Barr upp á um 180 milljarða

Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA.

Innlent
Fréttamynd

Skattasátt hjá GlaxoSmithKline

Sátt náðist á milli bandaríska skattsins og bandarískrar deildar breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline Holdings um ógreidda álagningu á lyf fyrirtækisins og skattgreiðslur á árunum 1998 til 2005. Í sáttinni felst að lyfjafyrirtækið mun greiða 3,4 milljarða bandaríkjadali eða jafnvirði 244 milljarða íslenskar krónur til bandaríska ríkisins Þetta er stærsta skattamál í bandaríski dómssögu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Excel fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands

Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, er fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda. Þar er miðað við seldar ferðir á árunum 2005 til 2006.

Innlent
Fréttamynd

Barr bauð betur í Pliva

Nýtt yfirtökutilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr, sem lagt var fram í allt hlutafé í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva á föstudag í síðustu viku, hljóðar upp á 820 kúnur á hlut eða jafnvirði 179,4 milljarða íslenskra króna. Þetta er 25 kúnum hærra en nýtt yfirtökutilboð Actavis, sem bauð 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nasdaq horfir til OMX

Viðræður eru sagðar hafnar um hugsanleg kaup bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á OMX markaðnum, sem rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og í Eystrasaltslöndunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar í Noregi

Verðbólga lækkaði um 0,4 prósentustig í ágúst og mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli. Þetta kom nokkuð á óvart en sérfræðingar spáði óbreyttri verðbólgu á milli mánaða. Til samanburðar lækkaði verðbólgan um 0,6 prósent í júlí en lækkunin má einkum skýra með verðlækkun á fatnaði og símaþjónustu í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 65 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 65 bandaríkjadali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi í dag í kjölfar árangursríkrar niðurstöðu af viðræðum Írana og Evrópusambandsins í Vín í Austurríki í gær sem koma eiga í veg fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Írönum. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í mars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

1,3 prósent verðbólga í Kína

Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Kína og mældist 1,3 prósent á ársgrundvelli í ágúst, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Greiningaraðilar segja bjuggust almennt við þessum niðurstöðum og segja verðbólguþróun í takt við væntingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mjólka breytir Feta

Mjólka hefur brugðist við óskum um að aðgreina betur framleiðslu sína frá vörum annarra framleiðenda. Á næstunni munu því fetaostar frá Mjólku sem seldir eru í glerkrukkum vera seldir með breyttum merkingum. Osta- og smjörsalan hafði gert athugasemdir við umbúðirnar og sagði þær gerðar til að villa um fyrir neytendum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LSR skilaði 23% nafnávöxtun

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, skilaði á fyrri hluta ársins 22,8 prósenta nafnávöxtun á ársgrundvelli. Þetta samsvarar raunávöxtun upp á 10,2 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi FL Group hækkaði um 11,4 prósent í gær.

Hlutabréf í FL Group og Landsbankanum hafa hækkað mest allra hlutabréfa frá því í byrjun ágúst, um það leyti er innlendur hlutabréfamarkaður náði lægsta gildi á árinu. Hafa bréf FL hækkað um tæpan þriðjung en bréf Landsbankans hækkað um 24 prósent á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efnahagslegt frelsi eykst hér

Ísland er í 9. sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða. Í árlegri skýrslu um efnahagsfrelsi í heiminum, sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál (RSE) gaf út í gær, kemur fram að frelsi af þessum toga er mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum úr fátækt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista-bréf ruku út

Mikil eftirspurn var eftir bréfum í Exista í gær þegar fyrsti áfangi í skráningu félagsins á markað fór fram að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA

Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA. Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á bréfum FL Group

Gengi bréfa í FL Group tóku mikinn kipp í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra hækkaði um 11,41 prósent og stendur gengi bréfa í félaginu í 20,5 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins jókst um 16 milljarða krónur við hækkunina.

Viðskipti innlent