Innlendar

Fréttamynd

Auðveldur sigur Hauka

Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á liði KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 102-51 á Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 6 boltum fyrir Hauka á aðeins 23 mínútum. Vanja Pericin skoraði 16 stig, hirti 8 fráköst og stal 8 boltum hjá KR.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði Njarðvík í framlengingu

Grindvíkingar lögðu granna sína úr Njarðvík í rafmögnuðum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 100-100, en Grindvíkingar höfðu betur á lokasprettinum og sigruðu 116-112.

Sport
Fréttamynd

Heiðar úr leik á Spáni

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason komst ekki áfram á Opna spænska áhugamannameistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir. Heiðar lék annan hringinn í dag á 74 höggum, en þann fyrri á 79 höggum í gær og lauk því keppni á 9 yfir pari. Heiðar bar sigur úr býtum á þessu móti fyrir tveimur árum, en var ekki jafn heppinn að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í Grindavík

Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld og stórleikur kvöldsins er án efa viðureign grannliðanna Grindavíkur og Njarðvíkur í Grindavík. Keflavík og Fjölnir mætast í Keflavík, Snæfell tekur á móti KR, Höttur mætir Skallagrími, ÍR tekur á móti Haukum og Hamar/Selfoss mætir Þór frá Akureyri. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá toppliðunum

Haukar og Fram unnu leiki sína í kvöld í DHL-deild karla í handbolta og halda því fyrsta og öðru sætinu í deildinni. Haukar unnu auðveldan sigur á KA 39-28 og Valsmenn unnu nauman sigur á Fram 30-29.

Sport
Fréttamynd

Kveðjuleikur Önnu Maríu í kvöld

Í kvöld er einn leikur á dagská í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar Keflvíkingar taka á móti Breiðablik á heimavelli sínum. Leikurinn verður kveðjuleikur sigursælustu körfuboltakonu landsins, Önnu Maríu Sveinsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Scott í eins leiks bann

Melvin Scott, leikmaður úrvalsdeildarliðs KR í körfubolta hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik KRing og Hamars/Selfoss síðastliðinn fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Trinidad

Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Kostic í fyrsta leik

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið í 2-0

Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn.

Sport
Fréttamynd

HK lagði Selfoss

HK lagði Selfoss 37-28 í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Leikurinn fór fram í Digranesi. Elías Halldórsson var markahæstur í liði HK með 11 mörk, en Vladimir Duvic skoraði 13 mörk fyrir Selfyssinga.

Sport
Fréttamynd

Trinidad leiðir í hálfleik

Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið yfir

Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið gegn Skotum

Byrjunarlið U21 árs landsliðs karla sem mætir Skotum í kvöld hefur verið tilkynnt en þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lúkasar Kostic. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og fer fram á Firhill leikvangnum í Glasgow.

Sport
Fréttamynd

Jörundur velur hópinn

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tilkynnt íslenska hópinn sem fer til Englands og mætir þar heimamönnum í vináttuleik á Carrow Road, heimavelli NOrwich þann 9. mars næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Emil og Helgi í byrjunarliði

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Trinidad í kvöld. Þeir Emil Hallfreðsson og Helgi Valur Daníelsson fá í fyrsta sinn tækifæri í byrjunarliðinu. Leikurinn fer fram á Loftus Road í London og hefst klukkan 19:30. Sýn verður með beina útsendingu frá leiknum.

Sport
Fréttamynd

Snæfell vann grannaslaginn

Heil umferð var á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu granna sína í Skallagrími í Borgarnesi 79-64, Fjölnir lagði Grindavík í hörkuleik 99-98, Hamar/Selfoss lagði Hauka í Hafnarfirði 83-74, Keflavík vann þór 93-87, KR vann ÍR 88-87 og Njarðvík burstaði Hött 120-77 í Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan bikarmeistari 2006

Stjarnan lagði Hauka 24-20 í úrslitaleik SS bikarsins í handknattleik karla í dag. Roland Valur Eradze var maður dagsins og varði 27 skot í marki Stjörnunnar. Haukar höfðu frumkvæðið framan af leik og voru yfir í hálfleik 11-9, en sá síðari var eign Stjörnunnar.

Sport
Fréttamynd

Haukar leiða í hálfleik

Haukar hafa yfir 11-9 gegn Stjörnunni þegar flautað hefur verið til hlés í úrslitaleik liðanna í SS bikarnum sem fram fer í Laugardalshöll. Landsliðsmarkverðirnri Birkir Ívar og Roland Valur hafa verið í aðalhlutverki fram að þessu og eru í miklu stuði.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Keflvíkinga á Grindavík

Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík 109-84 í toppslag í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar, Helga Jónasar Guðfinnssonar og Hjartar Harðarsonar í leiknum, en þeir eru allir meiddir.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Odd Grenland

KRingar höfnuðu í neðsta sæti á LaManga mótinu í knattspyrnu eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir norska liðinu Odd Grenland í dag. KRingar gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur leikjum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar leita hefnda í kvöld

Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur er á dagskrá í kvennaflokki. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík, en þar munu heimamenn eflaust vilja hefna ófaranna í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Auðun Helgason ekki með FH í sumar

Varnarjaxlinn Auðun Helgason hjá Íslandsmeisturum FH getur ekkert leikið með liðnu í sumar eftir að hann meiddist á hné á æfingu á dögunum og nú er ljóst að hann þarf í aðgerð vegna krossbandaslita. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Íslandsmeistarana, enda var Auðun einn allra besti leikmaður Íslandsmótisins í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Bjarni Guðjónsson til ÍA

Bjarni Guðjónsson mun leika með gömlu félögum sínum í ÍA í sumar, en hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Bjarni lék síðast með liðinu árið 1996 en hefur spilað erlendis sem atvinnumaður síðan. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn í baráttunni í sumar.

Sport
Fréttamynd

Valur mætir liði frá Sviss

Nú er búið að draga í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta kvenna og drógust Valsstúlkur gegn svissneska liðinu LC Bruhl. Liðin eigast við dagana 11.-12. og 18.-19. mars næstkomandi, en fyrri leikurinn er á heimavelli Vals.

Sport
Fréttamynd

Gylfi inn í stað Grétars

Gylfi Einarsson leikmaður Leeds hefur verið valinn í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir æfingaleikinn gegn Trinidad og Tobago þann 28. febrúar í stað Grétars Ólafs Hjartarsonar hjá KR, sem er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Dagný 23. í risasviginu

Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 23. sæti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó í dag og varð rúmum tveimur sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Mikaelu Dorfmeister frá Austurríki, sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistari með Bregenz

Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu

Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur aftur á toppinn

Haukastúlkur komust aftur í toppsæti DHL-deildar kvenna með 31-30 sigri á Fram á Ásvöllum í kvöld. Haukar eru því jafnir Val á toppnum með 22 stig en ÍBV er í þriðja sæti með 21 stig.

Sport