Öryggis- og varnarmál

Fréttamynd

Sést til dróna við fjóra flug­velli í Dan­mörku

Dönsk lögregluyfirvöld hafa í kvöld fengið ábendingar um drónaflug nærri þremur flugvöllum til viðbótar við flugvöllinn í Álaborg sem lokað var fyrr í kvöld. Um er að ræða flugvelli við Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup. Allir eru þeir á Jótlandi.

Erlent
Fréttamynd

Flug­vellinum í Ála­borg lokað vegna drónaflugs

Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Danska lögreglan segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki stað­fest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flug­um­ferð í Osló

Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir ný­græðingar“

Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta var ó­venju­leg ræða“

Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því.

Innlent
Fréttamynd

Inga eigi að kalla saman þjóðar­öryggis­ráð þegar í stað

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis.

Innlent
Fréttamynd

„Al­var­legasta á­rásin gegn dönskum inn­viðum til þessa“

Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð.

Erlent
Fréttamynd

Eistar óska eftir sam­ráði NATO eftir að Rússar rufu loft­helgi þeirra

Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins

Erlent
Fréttamynd

Austur­land lykil­hlekkur í varnar­málum

Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vill dróna­varnir á Ís­landi

Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

NATO eflir varnir í austri

Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands.

Erlent
Fréttamynd

Sam­stillt á­tak um öryggi Ís­lands

Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legri um­ræðu og sam­stöðu ógnað

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán á­herslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raun­veru­leg og að­kallandi“

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar í meistara­deild þrátt fyrir her­leysið

Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­fundur verði boðaður í Öryggis­ráði SÞ

Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður.

Erlent
Fréttamynd

Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk

Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu prósent meira fjár­magn í utan­ríkis­mál á næsta ári

Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að Banda­ríkin leyfi sjálf­stætt Græn­land

Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki.

Erlent