Erlent Gullbaðkeri stolið af japönsku hóteli Lögregla í Japan klórar sér nú í höfðinu eftir að gullbaðkeri var stolið af hóteli í Tókíó í nótt. Baðkarið var áttatíu kíló að þyngd og rúmlega sextíu milljón króna virði. Það var inni á almennu baðherbergi karlmanna á tíundu hæð hótelsins. Erlent 30.5.2007 07:17 Ögurstund í Taílandi í dag Hæstiréttur Taílands úrskurðar í dag um hvort banna eigi tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins. Úrkskurðurinn myndi einnig koma í veg fyrir að leiðtogar þeirra komi nálægt stjórnmálum á ný. Herinn tók völdin í Taílandi í blóðlausri byltingu í september á síðasta ári. Erlent 30.5.2007 07:05 Neitað að skipta um trú Hæstiréttur Malasíu neitaði í nótt Linu Joy um að skrá sig sem kristna konu. Joy var áður múslimi og hefur barist fyrir því að fá að skipta um trú undanfarin sex ár. Hæstiréttur sagði í úrskurði sínum að múslimar í landinu ættu að svara til Sharía dómstóls. Samkvæmt honum mega múslimar ekki skipta um trú. Erlent 30.5.2007 07:02 Zoellick verður forseti Alþjóðabankans Robert Zoellick verður næsti forseti Alþjóðabankans. Bandarískir embættismenn skýrðu frá þessu í gær. Erlent 30.5.2007 06:53 Kínastjórn kældi markaðinn Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að þrefalda gjöld á viðskipti með hlutabréf. Aðgerðin er liður í því að koma í veg fyrir ofhitnun á hlutabréfamarkaði í Kína. Viðskipti erlent 30.5.2007 06:04 Stöðumælasektir fyrir reiðhjól Bæjarstjórinn í Fredriksberg í Danmörku vill að bæjarbúar læri að leggja hjólunum sínum almennilega. Annars verða þeir sektaðir. Mads Lebech segir að bæjarfélagið hafi í mörg ár haft starfsmanna á sínum vegum sem fari um og lagi til hjól sem fólk hefur lagt asnalega frá sér. Jafnvel það hafi ekki dugað og bæjarbúar séu orðnir þreyttir á slóðaskapnum. Erlent 29.5.2007 16:43 130 japanar í sóttkví í Kanada Um 130 japanskir ferðamenn hafa verið settir í sóttkví í fjallahóteli í Banff í Kanada, af ótta við að þeir séu smitaðir af mislingum. Japanarnir eru flestir skólabörn. Kona í hópnum var veik við komuna til Kanada síðastliðinn fimmtudag. Erlent 29.5.2007 16:33 Meiri væntingar í Bandaríkjunum Væntingarvísitala Bandaríkjamanna hækkaði úr 106,3 stigum í 108 stig á milli mánaða í maí, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðsins sem birtar voru í dag. Þetta er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta virðist benda til að fréttir af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði í mars hafi ekki smitað út frá sér til neytenda til lengri tíma litið. Viðskipti erlent 29.5.2007 16:13 Vill einhver karrí ? Flugfreyja hjá British Airways var orðin hundleið á flugvélamat og því keypti hún tilbúinn karrí rétt til þess að hafa með sér í flug. Hún hugðist nota örbylgjuofn flugvélarinnar til þess að hita réttinn. Hún virðist ekki hafa vitað að örbylgjuofnar í flugvélum eru rúmlega helmingi öflugri en örbylgjuofnar sem eru notaðir á jörðu niðri. Það þarf því að pakka flugvélamat í sérstakar umbúðir til þess að þær þoli geislunina. Erlent 29.5.2007 14:13 Vísindahvalveiðar lítillækka Japani Ástralir segja hvalveiðar Japana í vísindaskyni gera lítið úr vísindum. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Alaska, sem hófst í gær, sögðu þeir að Japanir notuðu útskýringuna einungis til að komast hjá hvalveiðibanninu. Veiðarnar lítillækki bæði Japani og Hvalveiðiráðið. Erlent 29.5.2007 12:05 Fyrirlesurum rænt í Bagdad Byssumenn í lögreglubúningum rændu að minnsta kosti þrem erlendum fyrirlesurum og lífvörðum þeirra í Bagdad í morgun. Vitni sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að mönnunum hafi verið rænt í fjármálaráðuneytinu í hjarta höfuðborgarinnar. Talið er að þeir séu bandarískir sérfræðingar sem hafa verið að kenna starfsfólki ráðuneytisins hvernig á að gera rafræna samninga. Erlent 29.5.2007 10:34 Skutu Hamas liða Ísraelskir hermenn fóru í morgun inn á Gaza ströndina og drápu þar tvo Hamas liða sem voru að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hamas hafa staðfest að mennirnir hafi verið skotnir en segjast munu halda áfram árásum sínum á Ísrael. Erlent 29.5.2007 10:16 Slóst við hlébarða um köttinn sinn Ísraelskur maður sneri á dögunum niður hlébarða sem kom inn í svefnherbergi hans og hugðist éta köttinn hans. Arthur De Mosh vaknaði við mikil læti og sá hlébarðann sækja að kettinum. De Mosh stökk á skepnuna og hafði hana undir. Eiginkona hans hringdi eftir hjálp meðan hann hélt hlébarðanum niðri. Erlent 29.5.2007 09:34 Dæmdur til dauða vegna spillingar Stjórnvöld í Kína dæmdu í morgun fyrrum yfirmann matvæla- og lyfjastofnunar landsins til dauða vegna spillingar. Óvenjulegt er að svo háttsettir félagar í kommúnistaflokknum séu dæmdir til dauða. Venjan er að þeir fái lífstíðarfangelsi. Erlent 29.5.2007 07:51 Verkfalli áhafna SAS lokið Verkfalli áhafna flugfélagsins SAS hefur verið aflétt og mun þjónusta félagsins verða með eðlilegum hætti strax á morgun. Verkfallið hafði leitt til þess að SAS þurfti að aflýsa flugferðum síðastliðna fimm daga. Samkomulag náðist síðan í nótt. Erlent 29.5.2007 07:37 Páfi endurvekur trúarbragðadeild Vatíkansins Benedikt páfi ætlar sér að stækka á ný deild sem sér um samskipti trúarbragða innan kaþólsku kirkjunnar. Ein af fyrstu ákvörðunum sem hann tók þegar hann varð páfi var að minnka deildina verulega. Talið er að páfinn sé að þessu til þess að reyna að bæta samskipti múslima og kristinna. Erlent 29.5.2007 07:17 Chavez hótar fleiri sjónvarpsstöðvum Stjórnvöld í Venesúela ásökuðu í gær sjónvarpsstöð í landinu um að hvetja til þess að Hugo Chavez, forseti landsins, yrði ráðinn af dögum. Daginn áður höfðu stjórnvöld stöðvað útsendingar hjá annarri sjónvarpsstöð. Erlent 29.5.2007 07:14 Keppa um nýra dauðvona konu Í næstu viku verður sýndur í Hollandi sjónvarpsþáttur þar sem þrír þátttakendur keppa um nýra úr dauðvona konu. Háar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna málsins og stjórnvöld báðu stöðina að sýna þáttinn ekki. Sjónvarpsstöðin ætlar sér engu að síður að sýna hann. Með því vill hún varpa ljósi á erfiða stöðu líffæraþega. Erlent 29.5.2007 07:11 Ehud Barak sigraði í fyrstu umferð Fyrrum forsætisráðherra Ísraels, Ehud Barak, vann sigur í fyrstu umferð leiðtogakosninga verkamannaflokksins í Ísrael í gærkvöldi. Hann mun mæta manninum sem lenti í öðru sæti í lokaumferð í næsta mánuði. Erlent 29.5.2007 07:07 Bandaríkin vilja herða refsiaðgerðir gegn Súdan Bandaríkjamenn ætla að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Súdan vegna ástandsins í Darfúr-héraði landsins. Erlent 29.5.2007 06:58 Fordæma myndbirtingu frá banaslysi Díönu Háværar raddir heyrast nú í Bretlandi um að þarlend sjónvarpsstöð hætti við að sýna heimildarmynd um dauða Díönu prinsessu. Í myndinni verða sýndar áður óbirtar ljósmyndir af vettvangi þar sem prinsessan lést. Sjónvarpsstöðin Channel 4 áformar að sýna heimildarmyndina 6. júní næstkomandi. Stöðin hefur legið undir ámæli fyrir að ganga ansi langt í myndbirtingum og framsetningu í ýmsum þáttum. Erlent 28.5.2007 19:06 Spænska lögreglan gerir hryðjuverkaáhlaup Fimmtán manns sem grunaðir eru um að vera nýliðar í íslömskum baráttusamtökun voru handteknir í röð áhlaupa Spænsku lögreglunnar í dag. Um 100 manns hafa verið handteknir á Spáni vegna gruns um tengsl við hryðjuverk frá árinu 2004 þegar mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í fjórum lestum í Madrid. Erlent 28.5.2007 18:57 SAS aflýsir flugi á morgun Skandinavíska flugfélagið SAS hefur aflýst flugi til og frá Svíþjóð á morgun. Það er fimmti dagurinn í röð sem verkfall sænskra flugliða lamar rekstur félagsins. Verkfallið hófst á föstudag. SAS hætti þá við flest flug til og frá Svíðþjóð vegna deilunnar um vinnuaðstæður flugliðanna. Samningaumleitanir stóðu fram á nótt og báru ekki árangur. Erlent 28.5.2007 18:48 Fyrsti fundur Írana og Bandaríkjamanna í 30 ár Íranar og Bandaríkjamenn héldu í morgun fyrsta fund sinn í þrjá áratugi. Öryggismál í Írak voru eina umræðuefni fundarins og ekki var minnst á kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkjamenn vöruðu Írana við að styðja við herskáa öfgahópa í Írak. Erindrekar ríkjanna í Írak, Bandaríkjamaðurinn Ryan Crocker og Íraninn Hassan Kazemi Qomi hittust í Baghdad í morgun. Erlent 28.5.2007 18:35 Krókódílum komið burt Íbúum Miami Lakes í Flórída brá nokkuð í brún þegar þeir tóku eftir því að tveir krókódílar höfðu hreiðrað um sig í skurði í bænum. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins voru kallaðir til og höfðu þeir hröð tök við að handsama þessar háskalegu skepnur. Erlent 27.5.2007 19:01 Ráðist að samkynhneigðum Rússneska lögreglan handtók í dag hóp fólks sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu. Áður höfðu öfgamenn ráðist að þeim með barsmíðum, en enginn þeirra var tekinn höndum. Erlent 27.5.2007 18:58 36 pylsur á 12 mínútum Bandaríkjamenn keppa í öllu á milli himins og jarðar og engum þarf að koma á óvart að þessi mikla matarþjóð gerir pylsuát að æsispennandi keppni. Helstu pylsuætur Fíladelfíu öttu kappi í gær og eftir mikið át stóð Sonya nokkur Thomas uppi sem sigurvegari. Lífið 27.5.2007 13:01 Stjórnmálakreppunni afstýrt Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Erlent 27.5.2007 12:57 Stjórnarkreppa leyst með samkomulagi í Úkraínu Forseti og forsætisráðherra Úkraínu sömdu í morgunsárið um að þingkosningar verði haldnar í landinu 30. september. Þar með leystu þeir stjórnarkreppu sem komin var á alvarlegt stig. Erlent 27.5.2007 09:24 Stormur og flóð granda fimm í Texas Fimm létust og tugum manna var bjargað úr flóðum í stormi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Frekari veðurham og rigningu er spáð um helgina. Þjóðvarðarlið hefur verið sent til Waco, Austin og San Antonio. Fréttastofa CNN segir að um 100 heimili og fyrirtæki hafi skemmst í veðurhamnum auk þess sem minniháttar meiðsl hafi verið tilkynnt. Erlent 26.5.2007 19:28 « ‹ 102 103 104 105 106 107 108 109 110 … 334 ›
Gullbaðkeri stolið af japönsku hóteli Lögregla í Japan klórar sér nú í höfðinu eftir að gullbaðkeri var stolið af hóteli í Tókíó í nótt. Baðkarið var áttatíu kíló að þyngd og rúmlega sextíu milljón króna virði. Það var inni á almennu baðherbergi karlmanna á tíundu hæð hótelsins. Erlent 30.5.2007 07:17
Ögurstund í Taílandi í dag Hæstiréttur Taílands úrskurðar í dag um hvort banna eigi tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins. Úrkskurðurinn myndi einnig koma í veg fyrir að leiðtogar þeirra komi nálægt stjórnmálum á ný. Herinn tók völdin í Taílandi í blóðlausri byltingu í september á síðasta ári. Erlent 30.5.2007 07:05
Neitað að skipta um trú Hæstiréttur Malasíu neitaði í nótt Linu Joy um að skrá sig sem kristna konu. Joy var áður múslimi og hefur barist fyrir því að fá að skipta um trú undanfarin sex ár. Hæstiréttur sagði í úrskurði sínum að múslimar í landinu ættu að svara til Sharía dómstóls. Samkvæmt honum mega múslimar ekki skipta um trú. Erlent 30.5.2007 07:02
Zoellick verður forseti Alþjóðabankans Robert Zoellick verður næsti forseti Alþjóðabankans. Bandarískir embættismenn skýrðu frá þessu í gær. Erlent 30.5.2007 06:53
Kínastjórn kældi markaðinn Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að þrefalda gjöld á viðskipti með hlutabréf. Aðgerðin er liður í því að koma í veg fyrir ofhitnun á hlutabréfamarkaði í Kína. Viðskipti erlent 30.5.2007 06:04
Stöðumælasektir fyrir reiðhjól Bæjarstjórinn í Fredriksberg í Danmörku vill að bæjarbúar læri að leggja hjólunum sínum almennilega. Annars verða þeir sektaðir. Mads Lebech segir að bæjarfélagið hafi í mörg ár haft starfsmanna á sínum vegum sem fari um og lagi til hjól sem fólk hefur lagt asnalega frá sér. Jafnvel það hafi ekki dugað og bæjarbúar séu orðnir þreyttir á slóðaskapnum. Erlent 29.5.2007 16:43
130 japanar í sóttkví í Kanada Um 130 japanskir ferðamenn hafa verið settir í sóttkví í fjallahóteli í Banff í Kanada, af ótta við að þeir séu smitaðir af mislingum. Japanarnir eru flestir skólabörn. Kona í hópnum var veik við komuna til Kanada síðastliðinn fimmtudag. Erlent 29.5.2007 16:33
Meiri væntingar í Bandaríkjunum Væntingarvísitala Bandaríkjamanna hækkaði úr 106,3 stigum í 108 stig á milli mánaða í maí, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðsins sem birtar voru í dag. Þetta er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta virðist benda til að fréttir af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði í mars hafi ekki smitað út frá sér til neytenda til lengri tíma litið. Viðskipti erlent 29.5.2007 16:13
Vill einhver karrí ? Flugfreyja hjá British Airways var orðin hundleið á flugvélamat og því keypti hún tilbúinn karrí rétt til þess að hafa með sér í flug. Hún hugðist nota örbylgjuofn flugvélarinnar til þess að hita réttinn. Hún virðist ekki hafa vitað að örbylgjuofnar í flugvélum eru rúmlega helmingi öflugri en örbylgjuofnar sem eru notaðir á jörðu niðri. Það þarf því að pakka flugvélamat í sérstakar umbúðir til þess að þær þoli geislunina. Erlent 29.5.2007 14:13
Vísindahvalveiðar lítillækka Japani Ástralir segja hvalveiðar Japana í vísindaskyni gera lítið úr vísindum. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Alaska, sem hófst í gær, sögðu þeir að Japanir notuðu útskýringuna einungis til að komast hjá hvalveiðibanninu. Veiðarnar lítillækki bæði Japani og Hvalveiðiráðið. Erlent 29.5.2007 12:05
Fyrirlesurum rænt í Bagdad Byssumenn í lögreglubúningum rændu að minnsta kosti þrem erlendum fyrirlesurum og lífvörðum þeirra í Bagdad í morgun. Vitni sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að mönnunum hafi verið rænt í fjármálaráðuneytinu í hjarta höfuðborgarinnar. Talið er að þeir séu bandarískir sérfræðingar sem hafa verið að kenna starfsfólki ráðuneytisins hvernig á að gera rafræna samninga. Erlent 29.5.2007 10:34
Skutu Hamas liða Ísraelskir hermenn fóru í morgun inn á Gaza ströndina og drápu þar tvo Hamas liða sem voru að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hamas hafa staðfest að mennirnir hafi verið skotnir en segjast munu halda áfram árásum sínum á Ísrael. Erlent 29.5.2007 10:16
Slóst við hlébarða um köttinn sinn Ísraelskur maður sneri á dögunum niður hlébarða sem kom inn í svefnherbergi hans og hugðist éta köttinn hans. Arthur De Mosh vaknaði við mikil læti og sá hlébarðann sækja að kettinum. De Mosh stökk á skepnuna og hafði hana undir. Eiginkona hans hringdi eftir hjálp meðan hann hélt hlébarðanum niðri. Erlent 29.5.2007 09:34
Dæmdur til dauða vegna spillingar Stjórnvöld í Kína dæmdu í morgun fyrrum yfirmann matvæla- og lyfjastofnunar landsins til dauða vegna spillingar. Óvenjulegt er að svo háttsettir félagar í kommúnistaflokknum séu dæmdir til dauða. Venjan er að þeir fái lífstíðarfangelsi. Erlent 29.5.2007 07:51
Verkfalli áhafna SAS lokið Verkfalli áhafna flugfélagsins SAS hefur verið aflétt og mun þjónusta félagsins verða með eðlilegum hætti strax á morgun. Verkfallið hafði leitt til þess að SAS þurfti að aflýsa flugferðum síðastliðna fimm daga. Samkomulag náðist síðan í nótt. Erlent 29.5.2007 07:37
Páfi endurvekur trúarbragðadeild Vatíkansins Benedikt páfi ætlar sér að stækka á ný deild sem sér um samskipti trúarbragða innan kaþólsku kirkjunnar. Ein af fyrstu ákvörðunum sem hann tók þegar hann varð páfi var að minnka deildina verulega. Talið er að páfinn sé að þessu til þess að reyna að bæta samskipti múslima og kristinna. Erlent 29.5.2007 07:17
Chavez hótar fleiri sjónvarpsstöðvum Stjórnvöld í Venesúela ásökuðu í gær sjónvarpsstöð í landinu um að hvetja til þess að Hugo Chavez, forseti landsins, yrði ráðinn af dögum. Daginn áður höfðu stjórnvöld stöðvað útsendingar hjá annarri sjónvarpsstöð. Erlent 29.5.2007 07:14
Keppa um nýra dauðvona konu Í næstu viku verður sýndur í Hollandi sjónvarpsþáttur þar sem þrír þátttakendur keppa um nýra úr dauðvona konu. Háar gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna málsins og stjórnvöld báðu stöðina að sýna þáttinn ekki. Sjónvarpsstöðin ætlar sér engu að síður að sýna hann. Með því vill hún varpa ljósi á erfiða stöðu líffæraþega. Erlent 29.5.2007 07:11
Ehud Barak sigraði í fyrstu umferð Fyrrum forsætisráðherra Ísraels, Ehud Barak, vann sigur í fyrstu umferð leiðtogakosninga verkamannaflokksins í Ísrael í gærkvöldi. Hann mun mæta manninum sem lenti í öðru sæti í lokaumferð í næsta mánuði. Erlent 29.5.2007 07:07
Bandaríkin vilja herða refsiaðgerðir gegn Súdan Bandaríkjamenn ætla að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Súdan vegna ástandsins í Darfúr-héraði landsins. Erlent 29.5.2007 06:58
Fordæma myndbirtingu frá banaslysi Díönu Háværar raddir heyrast nú í Bretlandi um að þarlend sjónvarpsstöð hætti við að sýna heimildarmynd um dauða Díönu prinsessu. Í myndinni verða sýndar áður óbirtar ljósmyndir af vettvangi þar sem prinsessan lést. Sjónvarpsstöðin Channel 4 áformar að sýna heimildarmyndina 6. júní næstkomandi. Stöðin hefur legið undir ámæli fyrir að ganga ansi langt í myndbirtingum og framsetningu í ýmsum þáttum. Erlent 28.5.2007 19:06
Spænska lögreglan gerir hryðjuverkaáhlaup Fimmtán manns sem grunaðir eru um að vera nýliðar í íslömskum baráttusamtökun voru handteknir í röð áhlaupa Spænsku lögreglunnar í dag. Um 100 manns hafa verið handteknir á Spáni vegna gruns um tengsl við hryðjuverk frá árinu 2004 þegar mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í fjórum lestum í Madrid. Erlent 28.5.2007 18:57
SAS aflýsir flugi á morgun Skandinavíska flugfélagið SAS hefur aflýst flugi til og frá Svíþjóð á morgun. Það er fimmti dagurinn í röð sem verkfall sænskra flugliða lamar rekstur félagsins. Verkfallið hófst á föstudag. SAS hætti þá við flest flug til og frá Svíðþjóð vegna deilunnar um vinnuaðstæður flugliðanna. Samningaumleitanir stóðu fram á nótt og báru ekki árangur. Erlent 28.5.2007 18:48
Fyrsti fundur Írana og Bandaríkjamanna í 30 ár Íranar og Bandaríkjamenn héldu í morgun fyrsta fund sinn í þrjá áratugi. Öryggismál í Írak voru eina umræðuefni fundarins og ekki var minnst á kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkjamenn vöruðu Írana við að styðja við herskáa öfgahópa í Írak. Erindrekar ríkjanna í Írak, Bandaríkjamaðurinn Ryan Crocker og Íraninn Hassan Kazemi Qomi hittust í Baghdad í morgun. Erlent 28.5.2007 18:35
Krókódílum komið burt Íbúum Miami Lakes í Flórída brá nokkuð í brún þegar þeir tóku eftir því að tveir krókódílar höfðu hreiðrað um sig í skurði í bænum. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins voru kallaðir til og höfðu þeir hröð tök við að handsama þessar háskalegu skepnur. Erlent 27.5.2007 19:01
Ráðist að samkynhneigðum Rússneska lögreglan handtók í dag hóp fólks sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu. Áður höfðu öfgamenn ráðist að þeim með barsmíðum, en enginn þeirra var tekinn höndum. Erlent 27.5.2007 18:58
36 pylsur á 12 mínútum Bandaríkjamenn keppa í öllu á milli himins og jarðar og engum þarf að koma á óvart að þessi mikla matarþjóð gerir pylsuát að æsispennandi keppni. Helstu pylsuætur Fíladelfíu öttu kappi í gær og eftir mikið át stóð Sonya nokkur Thomas uppi sem sigurvegari. Lífið 27.5.2007 13:01
Stjórnmálakreppunni afstýrt Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Erlent 27.5.2007 12:57
Stjórnarkreppa leyst með samkomulagi í Úkraínu Forseti og forsætisráðherra Úkraínu sömdu í morgunsárið um að þingkosningar verði haldnar í landinu 30. september. Þar með leystu þeir stjórnarkreppu sem komin var á alvarlegt stig. Erlent 27.5.2007 09:24
Stormur og flóð granda fimm í Texas Fimm létust og tugum manna var bjargað úr flóðum í stormi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Frekari veðurham og rigningu er spáð um helgina. Þjóðvarðarlið hefur verið sent til Waco, Austin og San Antonio. Fréttastofa CNN segir að um 100 heimili og fyrirtæki hafi skemmst í veðurhamnum auk þess sem minniháttar meiðsl hafi verið tilkynnt. Erlent 26.5.2007 19:28
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent