Erlent

Fréttamynd

Bretar meta ekki manngæsku okkar

Ástæðan fyrir því að Íranar hættu við að láta lausan kvenkyns sjóliða sem þeir hafa í haldi var sú að þeim þótti Bretar ekki kunna nógu vel að meta manngæskuna sem í því fælist. Írönsk fréttastofa hefur eftir Alireza Afshar, hershöfðingja að; "Röng hegðun þeirra sem búa í Lundúnum, er ástæðan fyrir því að hætta var við."

Erlent
Fréttamynd

Flugvél slapp naumlega við geimrusl

Það munaði 40 sekúndum að farþegaflugvél frá Chile yrði fyrir braki úr geimfari sem féll til jarðar yfir Suður-Kyrrahafi. Vélin var á leið til Auckland á Nýja Sjálandi. Rússar höfðu varað við því að eitt af geimförum þeirra væri að koma inn í gufuhvolfið, og myndi þar brotna upp og brenna.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð enn á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 64 dala á tunnu dag. Verðið skaust til skamms tíma í 68 dali á tunnu og hefur verðmiðinn á svartagullinu ekki verið hærri síðan síðastliðið haust. Olíuverðið hefur hækkað jafnt og þétt eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða innan írönsku landhelginnar á Persaflóa á föstudag fyrir viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Norðmenn fela tóbakið

Heilbrigðisráðherra Noregs, Sylvía Brustad, vill að bannað verði að hafa tóbaksvörur uppivið, í verslunum. Þær eiga að fara undir borðið þar sem engin sér þær. Rökin eru þau að börn og unglingar eigi ekki að þurfa að hafa sígarettur fyrir augunum þegar þeir fara út í búð. Einnig sé auðveldara fyrir fólk að hætta að reykja, ef ekki sé sífellt verið að minna það á ósiðinn.

Erlent
Fréttamynd

Nú má sko skjóta fólk í Texas

Ríkisstjórinn í Texas hefur undirritað lög sem gera Texasbúum auðveldara að skjóta meðbræður sína. Fram til þessa hefur þeim verið velkomið að skjóta fólk sem á einhvern hátt hefur ógnað þeim á heimilinu, í bílnum eða í vinnunni. Sá böggull hefur þó fylgt skammrifi að það hefur ekki mátt skjóta nema reyna fyrst að komast hjá ógninni á einhvern annan hátt.

Erlent
Fréttamynd

Íranar að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana

Samkvæmt nýjust fregnum hafa Íranar sæst á að leyfa breskum erindrekum að hitta sjóliðana 15 sem handteknir voru á föstudaginn var. Þetta kemur fram á fréttasíðu Sky News í kvöld. Samkvæmt henni hafa Íranar einnig sagt að deilan eigi ekki eftir að leysast ef Bretar fallast ekki á að sjóliðarnir hafi verið á írönsku hafsvæði.

Erlent
Fréttamynd

Náðu samkomulagi um aðstoð við flóttamenn í Darfur

Yfirvöld í Súdan og Sameinuðu þjóðirnar skýrðu í dag frá samkomulagi sem að hefði náðst um að auðvelda aðgang hjálparsveita að flóttamönnum í Darfur héraði Súdan. Sagt var frá þessu á sama tíma og sérstakur yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, John Holmes, var á ferðalagi um flóttamannabúðir í Chad, nágrannaríki Súdan. Þar átti hann í viðræðum við ættbálkahöfðingja á svæðinu sem og fólk sem býr í búðunum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Fidel á batavegi

Ramon Castro, einn af eldri bræðrum Fidels Castro, sagði fréttamönnum í dag að Fidel væri á batavegi og hefði það gott. Spurður um hvort að búast mætti við Fidel opinberlega á næstunni svaraði hann engu. Forseti Bólivíu sagði nýverið að hann byggist við því að Fidel myndi láta sjá sig á leiðtogaráðstefnu sem haldin verður þann 28. apríl næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Gaddafi segir Bandaríkin stjórna leiðtogum Araba

Muammar Gaddafi, forseti Líbýu, segir að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi þegar ákveðið hvað um verður rætt og hver niðurstaðan verður á leiðtogafundi Arabaríkja sem hófst í dag. Gaddafi er ekki á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Banna plastpoka í San Francisco

Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt bann við plastpokum, eins og þeim sem maður fær úti í búð. Búist er við því að borgarstjóri San Francisco eigi eftir að samþykkja lögin og verðu borgin þá sú fyrsta í Bandaríkjunum sem bannar plastpoka.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 70 létust þegar tankbíll brann

Fleiri en 70 manns létu lífið í slysi í Nígeríu í dag. Fjöldi fólks var að stela eldsneyti úr olíubíl þegar að það kviknaði í honum. Atvikið átti sér stað í norðurhluta landsins. 101 sluppu með misalvarleg meiðsli.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að reyna að skilja þær að

Síamstvíburasysturnar, Anastasía og Tatjana, eru samvaxnar á höfði. Læknar í Bandaríkjunum ætla að reyna að skilja þær að í vor. Þeir segja aðgerðina flókna en framkvæmanlega.

Erlent
Fréttamynd

15 mánaða sem sex ný líffæri

Fimmtán mánaða stúlka sneri aftur til síns heima í Ísrael í gær eftir að læknar í Bandaríkjunum græddu í hana sex ný líffæri. Aðgerðin heppnaðist vel og var lífi stúlkunnar bjargað.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarandstöðuleiðtogi í Zimbabwe handtekinn

Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve, var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokks hans í höfuðborginni Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir. Róbert Mugabe, forseti landsins, hefur tekið hart á stjórnarandstæðingum undanfarið en óánægja magnast nú í landinu, aðallega vegna bágs efnahagsástands.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja

Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma.

Erlent
Fréttamynd

Íranar sýna myndband af sjóliðum

Íranska ríkissjónvarpið sýndi í dag viðtal við einn af sjóliðunum 15 sem handteknir voru á sunnudaginn var. Í því segir sjóliðinn, Faye Turney, að þau hafi augljóslega verið á írönsku hafsvæði en bresk stjórnvöld hafa neitað því harðlega.

Erlent
Fréttamynd

Seldu konur í Þýskalandi

Yfirvöld í Rúmeníu hafa handtekið sex manns sem stunduðu það að lokka rúmenskar konur til Þýskalands, þar sem þær voru seldar Tyrkjum fyrir um það bil 450 þúsund íslenskar krónur. Glæpagengið fann konurnar á börum og í þorpum, í Rúmeníu, og lofaði þeim vel launuðum störfum í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Árangurstenging í stað kvóta

Evrópusambandið vill banna brottkast á fiski á skipum aðildarríkjanna. Það vill mæta því með nýjum reglum þar sem árangurstenging leysi kvóta af hólmi. Joe Borg, fiskimálastjóri ESB segir að dag eftir dag sé fiskur og skeldýr dregin upp á yfirborðið og svo hent dauðum aftur í sjóinn. Þarna sé um að ræða gríðarlegt magn, og þetta sé óforsvaranlegt.

Erlent
Fréttamynd

Vesturlönd styðja Breta vegna sjóliðanna

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lýst fullum stuðningi við Breta vegna handtöku Írana á fimmtán breskum sjóliðum. Þjóðverjar sitja nú í forsæti Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í Brussel í dag að sambandinu þætti það ólíðandi að sjóliðarnir hefðu verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar fyrirbyggja Ólympíuandóf

Kínversk yfirvöld eru að búa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári með því að herða tökin á andófsmönnum. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar, í Hong Kong, segir að andófsmenn geri sér fulla grein fyrir því að þeir geti vakið heimsathygli með mótmælum sínum meðan á leikunum stendur. Hann segir að kínversk yfirvöld geri sér einnig fulla grein fyrir því.

Erlent
Fréttamynd

Toyota nálgast toppsætið í bílaframleiðslu

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors í nánustu framtíð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft að kaupa DoubleClick?

Orðrómur er uppi um að bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggist kaupa bandaríska netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Viðræður forsvarsmanna um málið standa nú yfir. Fréttastofa Reuters segir DoubleClick sömuleiðis ræða fyrir fleiri hugsanlega kaupendur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dan Brown hlær alla leiðina í bankann

Tveir breskir sagnfræðingar töpuðu máli sem þeir höfðuðu á hendur metsöluhöfundinum Dan Brown, fyrir ritstuld, fyrir bók sína Da Vinchi skjölin. Sagnfræðingar sitja nú eftir með lögfræðireikning upp á 330 milljónir króna, en þeir höfðu krafist hárra bóta af rithöfundinum.

Erlent
Fréttamynd

Danska lögreglan skaut sjö á síðasta ári

Danska lögreglan skaut sjö menn á síðasta ári og af þeim létu fjórir lífið. Lögreglan skaut á síðasta ári alls 74 skotum, í starfi. Sá háttur er hafður á í Danmörku að telja fjölda þeirra skota sem skotið er sem gefur ekki endilega til kynna fjölda þeirra skipta sem byssum er beitt. Þannig var í einu tilfelli skotið tuttugu skotum á flóttabílstjóra, sem hlaut bana af. Sá var eftirlýstur glæpamaður.

Erlent
Fréttamynd

ABN Amro biðlar til hluthafa

Stjórnendur hollenska bankans ABN Amro mæla með því við hluthafa bankans að þeir felli hagræðingatillögur fjárfestingasjóðsins The Children's Investment Fund (TCI). Tillögur sjóðsins fela í sér sölu á bankanum í heild eða hlutum. ABN Amro á í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki segja nei við heita konu

Þrjátíu og fjögurra ára gamall Norðmaður hefur verið dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og 200 þúsund króna sekt, vegna þess að hann neitaði 23 ára gamalli kærustu sinni um hvílubrögð. Stúlkan heimsótti hann í íbúð hans í febrúar síðastliðnum og vildi með honum í rúmið. Maðurinn neitaði og stúlkan varð svo reið að hún fór til lögreglunnar og kærði hann fyrir að eiga mök við sig áður en hún varð sextán ára.

Erlent
Fréttamynd

Enn hækkar hráolíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman bandaríkjadal á tunnu í dag vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana. Olíuverðið hefur verið á snarpri uppleið eftir að íranskir hermenn handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Munu þeir, að sögn íranskra yfirvalda, hafa verið innan íranskrar landhelgi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kröftugur jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti upp á 4,8 stig á Richter varð í kvöld við Noto skagann á vesturströnd Japan en ríkisfréttastöðin NHK skýrði frá þessu. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af tjóni á eignum eða hvort að fólk hafi slasast. Ekki hefur verið varað við flóðbylgju vegna skjálftans. Á sunnudaginn síðastliðinn varð kröftugur jarðskjálfti á sama svæði. Þá lést einn maður, fleiri en 200 slösuðust og hundruð heimila eyðilögðust.

Erlent
Fréttamynd

Átök á Gare du Nord

Lögreglu í París lenti í kvöld saman við ungt fólk sem braut rúður og rændi búðir í Gare du Nord lestarstöðinni. Lögregla beitti táragasti og kylfum til þess að ná stjórn á ástandinu.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar Arabaríkja leggja til friðaráætlun

Leiðtogar Arabaríkja munu endurvekja fimm ára gamla friðaráætlun á leiðtogafundi sem haldinn verður í Sádi-Arabíu á morgun. Ætla þeir að hvetja Ísraela til þess að samþykkja áætlunina. Samkvæmt henni eiga Ísraelar að skila aftur landi sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og samþykkja að palestínskir flóttamenn geti snúið heim á ný.

Erlent