Erlent

Fréttamynd

Egyptar kjósa um bann við trúarlegum stjórnmálaflokkum

Rólegt var á kjörstöðum í Egyptalandi í dag en kosið var um breytingar á stjórnarskrá landsins. Allir helstu stjórnarandstöðuflokkar höfðu sagt fylgismönnum sínum að sniðganga þær þar sem þær banna trúarlega stjórnmálaflokka.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti fanginn fyrir endurbættan herrétt

David Hicks, sem er fangi í Guantanamo fangelsi Bandaríkjamanna og ásakaður um að hafa barist gegn þeim í Afganistan, fór í dag fyrir herrétt Bandaríkjamanna. Hicks á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur þegar eytt fimm árum í fangelsinu í Guantanamo. Hann er fyrsti fanginn sem fer fyrir hinn nýja dómstól sem notaður í málum gegn föngum í Guantanamo.

Erlent
Fréttamynd

Tamíl-tígrar gerðu loftárás

Upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ekki of djúpt í árina tekið að segja landið ramba á barmi borgarastyrjaldar. Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll í höfuðborginni Colombo. Loftárásin er sú fyrsta sem tígrarnir gera.

Erlent
Fréttamynd

Sögulegt samkomulag í höfn

Sögulegt samkomulag tókst í dag um myndun heimastjórnar á Norður-Írlandi. Leiðtogar Sambandsflokksins og Sinn Fein sömdu um þetta á fundi í morgun en þar til þá höfðu þeir aldrei hist augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar boða árásir á þýska hermenn

Einn af leiðtogum Talibana í Afganistan segir að þegar þeir hefja sókn sína í sumar muni þeir beina byssum sínum að þýskum hermönnum og hermönnum annarra þjóða sem hingaðtil hafa að mestu sloppið við áökt. Klerkurinn Obaidullah Akhund segir að sexþúsund ungir hermenn séu reiðubúnir að fórna sér fyrir Allah í komandi átökum.

Erlent
Fréttamynd

Enn samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs

Velta á fasteignamarkaði dróst saman um 3,9 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttar gætir á fasteignamarkaði vestanhafs, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Þetta er engu að síður talsvert minni samdráttur en í janúar þegar veltan féll um 15,8 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjórir umhverfisráðherrar gegn Sellafield

Umhverfisráðherrar fjögurra landa hafa sent breskum stjórnvöldum beiðni um að opna ekki endurvinnslustöðina í Sellafield á nýjan leik. Umhverfisráðherrar Íslands, Noregs, Írlands og Austurríkis eru nú á fundi í Belfast, til að leggja áherslu á andstöðu sína við Sellafield. Stöðinni var lokað árið 2005 eftir innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi.

Erlent
Fréttamynd

Á hraðri leið til...

Portúgölsk samtök sem berjast fyrir betri umferðarmenningu hafa skrifað páfa bréf þar sem þau biðja hann um sjá til þess að prestur nokkur sem á 150 hestafla Ford Fiesta, falli ekki í þá freistni að aka of hratt. Faðir Antonio Rodrigues er eini maðurinn í Portúgal sem á Ford Fiesta 2000 ST.

Erlent
Fréttamynd

Loftárás bætir við fleiri óvissuþáttum

Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð komið yfir 63 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu er komið í rúma 63 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað mikið síðan Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Þá á aukin spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Íran hlut að máli en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var því fylgjandi á laugardag að herða aðgerðir gegn Írönum. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Berlínarályktun undirrituð

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í dag ályktun um að endurbætur verði gerðar á stofnanakerfi ESB innan tveggja ára. Hálf öld er í dag frá undirritun Rómarsáttmálans og var þeim tímamótum fagnað í Berlín.

Erlent
Fréttamynd

Haldi lífi í dreifðari byggðum

Innflytjendur og farandverkafólk hafa, í mörgum tilfellum, hleypt miklu lífi í dreifðari byggðir Bretlands og Skotlands við að setjast þar að. Þetta segir breskur sérfræðingur í málefnum innflytjenda í dreifbýli. Hún geldur þó varhug við að stuðla að flutningi á svæði þar sem miklir erfiðleikar steðji að innfæddum.

Erlent
Fréttamynd

Hataði hann og myrti

Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur nú til meðferðar mál gegn morðingjum Gísla Þorkelssonar, sem myrtur var á hrottafenginn hátt þar í landi sumarið 2005. Aðalsakborningurinn hefur játað að hafa skotið hann en gengst ekki við því að morðið hafi verið framið að yfirlögðu ráði.

Erlent
Fréttamynd

Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus

Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusamstarf 50 ára

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 komu saman til stórveislu í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi í tilefni af því að í dag er hálf öld liðin frá undirritun Rómarsáttmálans og stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Hátíðarhöld verða í borginni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hættulegasta kona Þýskalands látin laus

Brigitte Mohnhaupt, sem á árum áður var sögð hættulegasta kona Þýskalands, var látin laus úr fangelsi í morgun. Hún hefur mátt dúsa í fangaklefa í tæpan aldarfjórðun vegna aðildar hennar að morðum og hryðjuverkum Rauðu herdeildanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

SÞ: Ályktun um refsiaðgerðir samþykkt

Íranar hafa fordæmt þá ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að herða refsiaðgerðir gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Ráðið greiddi atkvæði um ályktun þess efnis í gærkvöldi og var hún samþykkt einróma. Samkvæmt ályktuninni er Írönum bannað að flytja út vopn auk þess sem eignir þeirra sem hafa átt þá í kjarnorkuáætluninni verða frystar.

Erlent
Fréttamynd

Harður jarðskjálfti undan strönd Japans

Að minnsta kosti einn týndi lífi og 160 slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð undan vesturströnd Honshu-eyju í Japan í nótt. Upptök hans voru um 300 kílómetra norð vestur af Tokyo. Skjálftinn mældist 7,1 á richter.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð ekki hærra á árinu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp eftir að Íranar tóku 15 breska sjóliða höndum á Persaflóa á föstudag. Verðið rauk upp í 62,65 bandaríkjadali á tunnu skömmu síðar en slík verðlagning á svartagullinu hefur ekki sést á mörkuðum á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja láta grafa Houdini upp

Afkomendur töframannsins Harrys Houdinis vilja að lík hans verði grafið upp svo hægt verði að kryfja það með nútímatækni. Þeir eru sannfærðir um að hópur spíritista hafi eitrað fyrir töframanninum.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráðið samþykkti refsiaðgerðir einróma

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nú í kvöld nýja ályktun um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Hún felur í sér bann við vopnaútflutningi frá Íran og að eignir þeirra sem koma að kjarnorku- og eldflaugaáætlun Írana verða frystar. Ahmadínadjad, Íransforseti, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna í kvöld, líkt og hann óskaði eftir. Íranar segja það vegna þess að Bandaríkjamenn hafi tafið afgreiðslu á vegabréfsáritun fyrir hann. Bandarísk stjórnvöld hafa neitað því.

Erlent
Fréttamynd

Hunda- og kattamatur innkallaður í Bandaríkjunum

Rottueitur hefur greinst í katta- og hundamat frá framleiðslufyrirtækinu Menu Foods í Bandaríkjunum. 15 kettir og 2 hundar hafa drepist eftir að hafa étið mat frá fyrirtækinu og óttast er að fleiri dýr hljóti sömu örlög. 60 milljón dósir og pokar með hunda- og kattamat frá fyrirtækinu hafa verið innkölluð.

Erlent
Fréttamynd

Kúbumenn og Svíar í hár saman

Stirt er á milli Svía og Kúbumanna eftir að sænski utanríkisráðherrann sagði mannréttindabrot viðgangast á Kúbu. Svíar saka þá einnig um að hnýsast í póst sænska sendiráðsins í Havana. Kúbumenn segjast á móti ekki hegða sér eins og víkingar forðum daga.

Erlent
Fréttamynd

Sjóliðarnir sagðir hafa játað

Íranar segja breska sjóliða, sem teknir voru höndum á Persaflóa í gær, hafa viðurkennt að hafa siglt ólöglega inn í íranska landhelgi þar sem þeir voru teknir. Bretar segja þetta þvætting. Þeir hafi verið við eftirlit á írösku hafsvæði. Þess er krafist að mennirnir verði þegar látnir lausir.

Erlent
Fréttamynd

Sala á geisladiskum hefur hríðfallið

Sala á geisladiskum hefur hríðfallið í Bandaríkjunum á þessu ári miðað við söluna árin þar á undan. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa aðeins selst 89 milljónir geisladiska miðað við 112 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Aukningin á niðurhali á stafrænni tónlist vegur ekki þarna upp á móti því neytendur eiga það til að hala aðeins niður þeim lögum sem þeir kjósa að hlusta á af hverri plötu í stað þess að hala niður allri plötunni.

Viðskipti erlent