Viðskipti erlent

Enn samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs

Velta á fasteignamarkaði dróst saman um 3,9 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttar gætir á fasteignamarkaði vestanhafs, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Þetta er engu að síður talsvert minni samdráttur en í janúar þegar veltan féll um 15,8 prósent.

Þetta jafngildir því að 848.000 nýjar fasteignir hafi verið seldar í mánuðinum. Salan hefur ekki verið minni í sjö ár. 

Breska ríkisútvarpið segir fáar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum muni jafna sig á næstunni.

Sala á fasteignum dróst saman víða um Bandaríkin að vesturríkjunum undanskildum. Þar jókst hún um 25,8 prósent á milli mánaða. Mesti samdrátturinn var hins vegar í NA-Bandaríkjunum en þar nam samdrátturinn 26,8 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×