Erlent

Fréttamynd

Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð

Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Erkibiskup hvetur til mótmæla

Erkibiskup rómversk kaþólsku kirkjunnar í Bulawayo í Zimbabwe, Pius Ncube, hefur skorað á almenning að mótmæla þangað til Robert Mugabe, forseti landsins, segir af sér. Ncube sagðist jafnvel tilbúinn að mótmæla þó svo skothríð lögreglumanna myndi dynja á honum.

Erlent
Fréttamynd

Bemba leitar hælis í sendiráði Suður-Afríku

Jean-Pierre Bemba, fyrrum uppreisnarleiðtogi og núverandi stjórnarandstöðuleiðtogi í Kongó, hefur leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku eftir að fylgismönnum hans sló í brýnu við stjórnarher landsins í höfuðborginni Kinshasa í dag. Suður-afríska utanríkisráðuneytið skýrði frá þessu í kvöld. Í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu var einnig tekið fram að aðeins væri um tímabundna ráðstöfun að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku þrjá í tengslum við hryðjuverk

Breska lögreglan handtók í dag þrjá menn sem taldir eru tengjast sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum þann 7. júlí árið 2005. Tveir menn voru handteknir á flugvellinum í Manchester rétt áður en þeir fóru um borð í flugvél á leið til Pakistan. Þriðji maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Leeds.

Erlent
Fréttamynd

Níu létust vegna sprenginga í hergagnageymslu

Há hitastig í höfuðborg Mósambík, Maputo, settu af stað miklar sprengingar í hergagnageymslu í dag. Níu manns létu lífið vegna sprenginganna og 99 slösuðust í þeim. Sprengingarnar urðu í hergagnageymslu sem geymdi gamlar sprengjur og eldflaugar. Þær fóru síðan í nærliggjandi hús með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Unglingar verða sektaðir fyrir að mæta ekki í skólann

Bresk stjórnvöld ætla sér að refsa unglingum á aldrinum 16 til 18 ára sem neita að vera í námi. Samkvæmt nýrri tillögu sem brátt verður lögð fram eiga unglingarnir yfir höfði sér 50 punda sekt eða nokkurra daga samfélagsþjónustu ef þeir mæta ekki í skólann.

Erlent
Fréttamynd

Stálu nærfötum fyrir 785 þúsund krónur

Þrír djarfir ræningjar stálu nærbuxum og brjóstahöldurum úr verslun Victoria's Secret í New Jersey í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var fyrir andvirði um 785.000 krónur. Þeir voru með sérstakar töskur til þess að koma í veg fyrir að öryggiskerfi verslunarinnar myndi gera starfsmönnum viðvart.

Erlent
Fréttamynd

Eiginkona Edwards með krabbamein

Elizabeth Edwards, eiginkona John Edwards sem er að vonast til þess að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi þeirra, hefur greinst með krabbamein. Um er að ræða brjóstakrabbamein sem er að taka sig upp á ný. Nú er það komið í beinin. Upp komst þegar að hún rifbeinsbrotnaði og þurfti að fara í röntgenmyndatöku.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla rannsakar dauðsfall Woolmers

Lögreglan á Jamaíka rannsakar nú sviplegt fráfall þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket sem grunsamlegt dauðsfall. Hún hefur lokið við að yfirheyra alla liðsmenn pakistanska krikketlandsliðsins og eru þeir nú frjálsir ferða sinna. Enginn er grunaður í málinu enn sem komið er.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar ögra Bush

Fjármálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag tillögu sem að kveður á um að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna verði að kalla nær alla bardagabúna hermenn frá Írak fyrir 31. mars árið 2008. Ákvæðið var hluti af aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Átök í Kongó

Vígamenn hliðhollir Jean-Pierre Bemba og hermenn stjórnvalda í Kongó tókust á í höfuðborginni Kinshasa í dag eftir að Bemba hunsaði tilskipun forseta landsins um að fækka í persónulegu verndarliði sínu. Bemba hefur nú nokkur þúsund menn í verndarliði sínu en má einungis hafa tólf.

Erlent
Fréttamynd

Öruggt vatn er jafnréttismál

Tæpur fimmtungur jarðarbúa hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og fjórir af hverjum tíu hafa ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Hreint vatn er brýnasta jafnréttismál þróunarlandanna að mati fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Ný tækifæri felast í samningnum

Samgönguráðherrar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin, sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Forstjóri Icelandair fagnar samningnum og sér í honum margvísleg tækifæri.

Erlent
Fréttamynd

Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube

Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Helstu fljót heimsins í hættu

Talið er að um fimm þúsund börn láti lífið daglega vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Margir óttast að þetta eigi enn eftir að versna, bæði vegna loftslagsbreytinga og annarra þátta. Því er til dæmis haldið fram að mörg helstu fljót heimsins séu í hættu vegna aðgerða mannanna. Það er sagt hafa mjög slæm áhrif á fljót og vötn að setja þar stíflur, eða breyta farvegi.

Erlent
Fréttamynd

Gore gagnrýndur fyrir eigin orkunotkun.

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Bandaríkjaþing að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar sem allra fyrst. Þingmenn gagnrýndu Gore á móti fyrir eigin orkunotkun.

Erlent
Fréttamynd

Samkeppnin mun að líkindum stóraukast

Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið.

Erlent
Fréttamynd

Vöxtur smásöluverslunar yfir spám í Bretlandi

Smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bretlandi í febrúar. Hækkunin nemur 4,9 prósentum á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta er nokkru meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Þá er þetta talsverður viðsnúningur frá lokum síðasta árs en í nóvember og desember dróst smásöluverslun saman á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barátta Obama og Clintons hafin

Tíu mánuðum áður en forvalskosningar bandarísku stjórnmálaflokkanna fara fram hafa átökin á milli stuðningsmanna Hillary Clinton og Barack Obama hafist. En núna er baráttan háð á internetinu.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir samstarf með hryðjuverkamönnum

Fyrrum sjóliði í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að gefa hryðjuverkamönnum leynilegar upplýsingar um staðsetningu herskipa Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá þessu í kvöld. Hassan Abujihaad, 31 árs, var handtekinn í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir stuttu.

Erlent
Fréttamynd

700 manna gifting í Belgíu

Um 700 belgar létu gefa sig saman í táknrænni athöfn í flæmska bænum St-Niklaas í norðurhluta Belgíu í kvöld. Í febrúar sem leið höfðu þrjú pör neitað að láta svartan prest sem þar starfar gefa sig saman.

Erlent
Fréttamynd

Létu háttsettan uppreisnarmann lausan

Bandaríski herinn þurfti að láta lausan einn helsta aðstoðarmann sjía klerksins Moqtada al-Sadr að beiðni forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ahmed Shibani, sem hafði verið í haldi Bandaríkjamanna í meira en tvö ár, var háttsettur aðstoðarmaður al-Sadr. Al-Sadr er óvinveittur Bandaríkjunum og er leiðtogi Mehdi hersins sem Bandaríkjamenn hafa sagt helstu ógnina við öryggi í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fékk ekki skilnað þrátt fyrir barsmíðar

Þýskur dómari neitaði nýverið að veita konu ættaðri frá Marokkó skilnað, þrátt fyrir að eiginmaður hennar hefði lamið hana ítrekað. Ástæðuna sagði dómarinn vera að Kóraninn leyfði barsmíðar á heimilinu. Í úrskurði sínum sagði dómarinn, sem er kvenkyns, að þar sem parið kæmi frá menningarheimi þar sem ofbeldi innan heimilisins viðgengist og væri viðurkennt, fengi konan ekki skilnað frá eiginmanni sínum.

Erlent
Fréttamynd

Starbucks og McCartney: Gott kaffi

Bandaríska kaffifyrirtækið Starbucks hefur sagt frá því að fyrsti tónlistamaðurinn sem skrifar undir hjá nýju plötufyrirtæki þeirra sé Sir Paul McCartney. Fyrirtækið lýsti því yfir í síðustu viku að það myndi brátt leita samninga við listamenn en það hefur áður aðeins gefið út tónlist sem hefur áður komið út.

Erlent
Fréttamynd

Írakar ræða við uppreisnarhópa

Stjórnvöld í Írak hafa undanfarna daga átt í viðræðum við forvígismenn uppreisnarhópa sem ekki tengjast al-Kaída. Háttsettur starfsmaður stjórnvalda skýrði frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þingið skipar rágjöfum Bush að bera vitni

Nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur samþykkt tilskipun sem neyðir ráðgjafa George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til þess að bera vitni á meðan þeir eru eiðsvarnir. Hvíta húsið hafði áður sagt að það myndi ekki leyfa ráðgjöfunum að ræða við nefndina ef þeir væru eiðsvarnir.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna lét í dag stýrivexti óbreytta en viðurkenndi þó að efnahagur landsins hefði veikst og að verðbólga hefði hækkað. Vextirnir verða því áfram 5,25 prósent. Sérfræðingar höfðu búist við því að þetta yrði niðurstaðan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

83 flugferðum frestað

Flug skandinavíska flugfélagsins SAS, til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, lá niðri í morgun þegar flugþjónar og flugfreyjur fóru í nokkurra klukkustunda skyndiverkfall.

Erlent
Fréttamynd

Lík hermanna vanvirt

Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu.

Erlent
Fréttamynd

Chirac styður Sarkozy

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, lýsti í dag yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í vor. Yfirlýsingin hefur mikla þýðingu fyrir Sarkozy því grunnt hefur verið á því góða með þeim Chirac undanfarin ár.

Erlent